Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.12.2013, Blaðsíða 10
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SAMGÖNGUR Verktakar frá tveim- ur mismunandi fyrirtækjum ann- ast snjómokstur í Barðavogi í Reykjavík. Í Fréttablaðinu í gær greindi íbúi við Barðavog frá því að snemma dags væri snjór mokaður af gangstéttinni sem hann gengur eftir á leið sinni til vinnu. Seinni partinn þegar hann gengur heim á leið hefur snjó af götunni verið mokað aftur yfir gangstéttina. „Verktakar sjá um að moka göturnar að fyrirskipun eftirlits- manna,“ segir Sigurður Geirsson, yfirverkstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborg- ar, aðspurður. „Það er kannski hægt að gera betur einhvers staðar. Ef menn vinna enn betur saman, þeir sem moka gangstétt- ir og götur, þá er eflaust hægt að laga það.“ Aðspurður segir Sigurður málið snúið hvað Barðavog varðar. Þar er gangstétt öðrum megin sem liggur alveg upp við götuna. Þang- að kemur snjórinn óhjákvæmilega þegar hann er skafinn af götunni. „Snjórinn gufar ekki upp, á ein- hvern stað fer hann. Ef það er hægt að fjarlægja snjóinn eða keyra hann í burtu, væri það gott en það er óheyrilegur kostnaður við það. Það er svipað með hundr- uð annarra gatna í borginni, litl- ar götur með stétt öðrum megin.“ Spurður hvort mögulegt sé að ryðja snjónum aftur í burtu af gangstéttinni segir hann það erf- itt. Tækin fyrir gangstéttirnar séu um þrjú tonn að þyngd og þau ráði ekki við svo mikinn snjó. Sigurður Geirsson, yfirverk- stjóri hjá umhverfis- og skipulags- sviði borgarinnar, er þakklátur fyrir ábendingu íbúans í Barðavogi og segir að reynt verði að leysa málið eftir bestu getu. „Þetta ger- ist á hverjum einasta vetri þegar snjóar oftar en einu sinni á dag. Við erum að fara á stjá klukkan þrjú á nóttunni og erum á vakt til ellefu á kvöldin. Við erum þessir góðu jóla- sveinar sem eru alltaf á ferðinni.“ - fb Verktakar frá tveimur mismunandi fyrirtækjum annast snjómokstur af götu og gangstétt í Barðavogi: Mismunandi verktakar í snjómokstrinum SNJÓMOKSTUR Verktakar frá tveimur mismunandi fyrirtækjum annast snjó- mokstur í Barðavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL „Næsta skref verður að finna leiðir til að leysa skuldavandann. Sunnuhlíð á fast- eignir sem duga fyrir skuldun- um,“ segir Jóhann Árnason, fram- kvæmdastjóri Sunnuhlíðar. Þar sem ríkið yfirtekur ein- ungis reksturinn verða skuldirn- ar skildar eftir í gamla sjálfseign- arfélaginu. Hjúkrunarheimilið skuldar lífeyrissjóðum og birgj- um meðal annars vegna kaupa á mat og lyfjum um 260 milljónir króna. Heilbrigðis- ráðherra og stjórn Sunnu- hlíðarsamtak- anna hafa náð samkomulagi um að ríkið yfirtaki rekst- ur hjúkrunar- heimilisins í Sunnuhlíð frá og með næstu áramótum. Stjórn Sunnuhlíðar hefur óskað eftir því að velferðarráðuneytið komi að viðræðum um leiðir til að takast á við uppsafnaðar skuldir vegna rekstrar hjúkrunarheimilisins og hefur ráðuneytið fallist á það. Ríkið ætlar ekki að reka Sunnu- hlíð nema í skamman tíma og leit- að verður að nýjum rekstraraðila til reka heimilið. Samkvæmt upp- lýsingum frá Kristjáni Þór Júlí- ussyni heilbrigðisráðherra verð- ur það á ábyrgð þess sem tekur yfir reksturinn að ráða heimilinu nýjan framkvæmdastjóra. Jóhann segir því að yfirtak- an leysi ekki allan vanda en hún tryggi þeim sem búa í Sunnuhlíð áframhaldandi vist og starfs- mönnum áframhaldandi vinnu. Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót 1979 af níu klúbbum og félögum í Kópavogi en heimilið tók til starfa 1982. Í Sunnuhlíð eru 73 hjúkrunarrými og 18 dagdval- arrými. Sunnuhlíðarsamtökin reka auk hjúkrunarheimilisins rúmlega 100 íbúðir fyrir aldraða. Rekst- ur íbúðanna er aðskilinn rekstri hjúkrunarheimilisins en íbúarn- ir hafa getað notið þjónustu á hjúkrunarheimilinu. Sú þjónusta verður áfram í boði eftir að ríkið tekur við rekstrinum. johanna@frettabladid.is Ríkið yfirtekur ekki skuldir Sunnuhlíðar Samkomulag hefur tekist milli stjórnar hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar og heil- brigðisráðuneytisins um að ríkið taki yfir rekstur heimilisins um áramót. Sunnu- hlíð skuldar 260 milljónir. Ekki er enn ljóst hvernig skuldirnar verða gerðar upp. RÍKIÐ YFIRTEKUR Stjórn Sunnuhlíðarsamtakanna hefur samið við ríkið um að það yfirtaki rekstur heimilis frá frá áramótum. Við yfirtökuna er lögð áhersla á að ekki verði röskun á þjónustu við íbúana eða stöðu starfsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Sunnu- hlíð á fast- eignir sem duga fyrir skuldunum. Jóhann Árnason, framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar ALÞINGI Fimm í viðbót fá ríkisborgararétt samkvæmt breytingartillögu sem Allsherjar- og menntamálanefnd lagði fram á þingfundi í gær. Þessir fimm einstaklingar eru alllir frá Írak og eru hluti af palestínskum flóttamannahópi frá Írak sem kom til landsins árið 2008 og hafa verið án ríkisfangs í fimm ár. Einungis var gert ráð fyrir að hluti af hópn- um fengi ríkisborgararétt í frumvarpinu sem kynnt var í gær. „Íslenskupróf réð því hverjir fengu ríkis- borgararétt í frumvarpi okkar,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar. „En eftir að hafa fengið gögn send til okkar í dag varðandi málið gerðum við breytingar- tillögu. Það koma upp tilvik þar sem ákveðinn ómöguleiki er í gangi og þá metum við málið eftir öðrum viðmiðum.“ Nú eru því allir í hópnum, sem sóttu um rík- isfang, komnir með íslenskt ríkisfang ef breyt- ingartillagan verður samþykkt á þingi. - ebg Breytingartillaga veitir öllum flóttamannahópnum á Akranesi réttindi: Ekki lengur ríkisfangslausar samþykki Alþingi tillögu FÉKK RÍKISBORGARARÉTT Ayda Abdallah M Al Esa var ein af þeim sem fengu ekki ríkisborgararétt í fyrstu umferð en hún hefur beðið þess í fimm ár að heimsækja dóttur sína í Bandaríkjunum. MYND/ARI SIGVALDASON PI PA R\ TB W A S ÍA 1 33 6 39 Fallegar jólagjafir - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Handunnið skart Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.