Fréttablaðið - 20.12.2013, Síða 20
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR |
1. Komið hefur fram að það sem af er ári hafa 167 ein-
staklingar verið nauðungarvist-
aðir í allt að 48 klukkustundir á
Landspítalanum. Á landinu öllu
hafa 88 einstaklingar verið nauð-
ungarvistaðir í allt að tuttugu og
einn dag það sem af er þessu ári.
2. Skortur er á upplýsingum um rétt sjúklinga, og deilt
er um þvingaðar lyfjagjafir og
aðkomu lögreglunnar. Þá tekur
samningur Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðra sérstaklega
á nauðung, og þarf líklega að
endurskoða nauðungarvistanir í
ljósi þess samnings.
3. Aðkoma aðstandenda að nauðungarvistunum hefur
verið gagnrýnd, sem valdið hefur
særindum og samskiptaörðugleik-
um í mörgum fjölskyldum í gegn-
um árin. Á sjúkrahúsinu á Akur-
eyri er verklagið annað heldur en
í Reykjavík og kemur félagsþjón-
ustan ávallt að nauðungarvistun.
4. Nauðungarvistanir eru í raun afar fátíðar á Íslandi
í samanburði við Norðurlönd-
in. Talið er að samfélagsgerð-
in, smæðin og þær hefðir sem
skapast hafa í geðlækningum á
Íslandi stuðli að því að fólk legg-
ist frekar sjálfviljugt á sjúkrahús
þegar það veikist.
5. Engar opinberar upplýsingar eru til um fjölda nauðungar-
vistaðra og innan stjórnkerfisins
hafa þær ekki verið teknar saman
skipulega. Bent er á að í lýðræðis-
samfélagi sé eðlilegt að hægt sé að
hafa eftirlit með frelsissviptingum
tiltekins sjúklingahóps. Til þess
þurfi aðgang að upplýsingum.
Endurskoða þarf nauðungarvistanir
Í umfjöllun Fréttablaðsins undanfarna viku hefur komið gagnrýni á nauðungarvistanir og sjálfræðissviptingar. Nú stendur til
að endurskoða framkvæmdina. Eva Bjarnadóttir bað fjóra aðila sem tengjast málaflokknum að ræða hvað má betur fara.
Góð fjölskyldutengsl, sjálfræði,
virðing og að geta látið gott af
sér leiða eru eftirsóknarverðir
þættir sem vernda líkamlega
heilsu sem og geðheilsu. Við
sjálfræðissviptingu er árás gerð
á persónulega líf okkar. Fjöl-
skyldutengslin rofna og skaðast
oft, við verðum fyrir frelsis-
sviptingu og erum útilokuð frá
samfélagi manna. Við verðum
fyrir áfalli, föllum í virðingu,
mikilvæg tengsl rofna og glötum
trausti.
Okkar ólar eru á formi lyfja
Mér hefur alltaf þótt einkenni-
legt að fagmenn, sem hafa þekk-
ingu á geðrænum veikindum,
skuli hunsa þau áföll sem eru
framkvæmd af þeim sjálfum
eða í nafni geðheilbrigðisþjón-
ustunnar. Sjálfræðissvipting
er jafn alvarlegt áfall og önnur
áföll sem við verðum fyrir í líf-
inu. Hana á að vinna af sömu
alúð og nákvæmni eins og unnið
er með önnur áföll sem koma til
kasta heilbrigðisgeirans.
Geðheilbrigðisstarfsmenn
frá hinum Norðurlöndunum,
hafa heimsótt geðdeildir hér.
Það hefur vakið athygli þeirra
að hægt sé að nauðungarvista
sjúklinga án þess að óla þá. Ég
hef svarað því að okkar ólar
séu í formi lyfjagjafa. Þeir sem
hafa samanburð og hafa verið
nauðungarvistaðir hér heima og
á hinum Norðurlöndunum hafa
mismunandi skoðanir á hvort
sé betra. Sumir segja að ef þeir
hefðu val myndu þeir vilja vera
bundnir niður eða pakkað vel
inn í ákveðnu ástandi, en aðrir
myndu velja þann kostinn að
vera sprautaðir niður. Báðar
aðferðir innibera niðurlægingu
og niðurbrot.
Það sem skiptir mestu máli
er nálgun þeirra sem þurfa að
beita aðra manneskju valdi.
Þeir sem ná að meðhölda þann
geðsjúka af virðingu og reisn
í ömurlegum aðstæðum valda
minnstum skaða.
Áfallahjálp hluti af eftirfylgd
Sú þekking sem við höfum
í dag á geðrækt og bataferli
mun leiðbeina okkur í framtíð-
inni að velja leiðir sem skaða
sem minnst fjölskyldutengsl og
önnur mikilvæg tengsl sjúk-
lingsins. Áfallahjálp mun verða
hluti af eftirfylgd nauðungar-
vistunar. Í eftirfylgd sjálfræðis-
sviptingar verða skoðaðir allir
valmöguleikar ef sú staða kæmi
aftur upp að frelsissvipting
yrði nauðsynleg. Sjúklingurinn
sjálfur verður þar í aðalhlut-
verki, undir hann verða allir
möguleikar bornir og það verð-
ur hann sem ákveður endanlega
hvaða leið yrði farin. Þá verða
einnig ræddar fyrirbyggjandi
aðgerðir þar sem aðilar í stuðn-
ingsneti viðkomandi koma að
málum.
Það var einkennilegt að sjá geð-
lækni á síðum þessa blaðs halda
því fram að nauðung gagnvart
geðsjúkum tíðkaðist ekki hér-
lendis: „Á Íslandi er löng hefð
fyrir því að beita ekki geðsjúka
nauðung,“ voru upphafsorð hans.
Auðvelt er að skilja orð geð-
læknisins þannig að hérlendis sé
ofbeldi ekki beitt gagnvart sjúk-
lingum á geðdeildum. Þetta getur
þó vart verið skoðun hans. Alla
tíð mun ofbeldi hafa verið beitt
þegar sjúklingar á geðdeildum
eru ekki viljugir að taka þau lyf
sem læknir ákveður. Hjúkrunar-
fræðingar líta á það sem skyldu
sína að gefa lyf, sem læknir fyr-
irskipar, með valdi ef sjúklingar
samþykkja ekki að taka lyfin.
Þöggun skilar engu
Mín persónulega reynsla á árun-
um 1980-1985 var sú að við inn-
lögn voru gjarnan kallaðir til sex
til sjö karlkyns starfsmenn. Þeir
felldu mig í gólfið og héldu mér
á meðan hjúkrunarfræðingur
dældi 16 mg af Haldoli í vöðva.
Ekki var miklum tíma eytt í að
athuga hvort ég væri til við-
ræðu um að taka umrædd lyf.
Mér er kunnugt um að tiltölu-
lega nýverið hefur orðið breyting
á verklagi þegar beita á sjúk-
linga valdi. Eftir sérstaka þjálfun
þarf nú ekki nema þrjá til fjóra
starfsmenn til að halda sjúklingi
meðan lyfjum er dælt.
Afneitun og þöggun á óþægi-
legum veruleika skilar okkur
engu. Mér finnst það líka athygl-
isvert að í allri þessari lofsverðu
umfjöllun Fréttablaðsins um
nauðungarvistanir hafi hvergi
verið minnst á þetta ofbeldi sem
ég hef hér lýst. Sennilega er
umræddur geðlæknir ekki einn
á báti?
Ofbeldi á aldrei rétt á sér
Ég er nýkominn frá Gasa, þétt-
býlasta svæði heims. Íbúarnir
búa við herkví og skort á flestum
sviðum, stríðsógn og ítrekaðar
loftárásir. Geðraskanir hljóta að
verða tíðar í slíku ástandi. Þar er
þó aðeins eitt geðsjúkrahús með
tveimur deildum, tíu rúm fyrir
konur og tíu fyrir karla. Deildirn-
ar eru opnar og í þau skipti sem
ég heimsótti sjúkrahúsið voru
rúmin ekki fullnýtt. Geðsjúkra-
þjónustan er nær alfarið byggð
upp á samfélagsgeðlækningum
með sjö miðstöðvum dreifðum
um svæðið. Þá vantar mjög fíkni-
efnameðferð en lítt verður vart
nauðungar í meðferð geðsjúkra.
Núgildandi lögræðislög og
sú framkoma sem enn tíðkast á
geðdeildum gagnvart hópi sjúk-
linga með geðraskanir verður
að breytast. Lögin eru á skjön
við Sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fólks með fatl-
anir. Ofbeldi gegn sjúklingum
eru mannréttindabrot sem hafa
aldrei átt rétt á sér, og nú verða
þau að heyra sögunni til.
Nauðung og ofbeldi þarf að hverfa
úr geðheilbrigðisþjónustunni
Nauðungarvistun er alltaf neyðar-
úrræði og sársaukafull reynsla
ASKÝRING | 20
1 2 3 4 5 6NAUÐUNGARVISTANIR GEÐSJÚKRA
Það
hefur vakið
athygli þeirra
að hægt sé að
nauðungar-
vista sjúklinga
án þess að óla
þá. Ég hef
svarað því að
okkar ólar séu
í formi
lyfjagjafa.
Elín Ebba
Ásmundsdóttir,
iðjuþjálfi,
dósent við Háskólann
á Akureyri og
framkvæmdastjóri
Hlutverkaseturs
Alla tíð
mun ofbeldi
hafa verið
beitt þegar
sjúklingar á
geðdeildum
eru ekki
viljugir að
taka þau lyf
sem læknir
ákveður.
Sveinn Rúnar
Hauksson,
heimilislæknir og
varaformaður
Geðhjálpar
Geðsjúkdómar eru með algeng-
ustu sjúkdómum sem leggjast
á fólk. Þeir hafa ýmsar birt-
ingarmyndir, en geta falið í
sér truflun á hugsun, einbeit-
ingu, minni, hegðun, tilfinn-
ingu, innsæi og dómgreind auk
fleiri þátta. Truflun á innsæi
og dómgreind getur orðið það
mikil að menn stefna sjálfum
sér eða öðrum í bráða hættu
án þess að átta sig á því, þótt
flestir aðrir sem þekkja hinn
sjúka geri sér grein fyrir hvert
stefnir. Það er á slíkum stund-
um sem við, sem einstaklingar
og hluti samfélags, þurfum að
svara því kalli að bjarga fólki
frá bráðri hættu. Um það ríkir
í raun almenn sátt og skiln-
ingur.
Nauðsyn sé hafin yfir vafa
Nauðung, þvingun og frelsis-
skerðing eða frelsissvipting
gengur gegn grunnviðhorf-
um okkar samfélags. Frelsi
mannsins til að ráða sínu lífi er
þar grundvallarsjónarmið og
allt sem gengur gegn slíkum
sjónarmiðum þarf að byggja á
sterkum rökum og skýru laga-
umhverfi.
Langflestir sem veikjast af
alvarlegum geðsjúkdómum,
vilja hjálp vegna einkenna
sinna. Það er mikilvægt að
aðgengi að þeirri hjálp sé gott
og að upplýsingar um hvers
konar meðferð sé viðeigandi sé
aðgengileg. Fjölbreytt aðgengi
eykur líkur á að fólk komi tím-
anlega í meðferð og lendi ekki
í því að veikindin verði því eða
öðrum hættuleg. Vissa um það
meðal sjúklinga, aðstandenda
og almennings að nauðung sé
einvörðungu beitt þegar hafið
er yfir allan vafa að bráð hætta
sé á ferðinni þarf að vera til
staðar.
Mætum sjúklingnum á hans stað
Hér á landi höfum við um
margt búið betur en marg-
ar aðrar þjóðir í þessu tilliti.
Notkun belta og einangrunar-
herbergja hefur ekki tíðkast á
Íslandi í 80 ár. Þá hafa nauð-
ungarvistanir verið mun sjald-
gæfari hér en í þeim löndum
sem við berum okkur saman
við.
Þegar það gerist að nauð-
ungarvistun er óumflýjanleg
þarf að tryggja betur en gert er
í núverandi lögræðislögum að
ekki sé vegið að sambandi sjúk-
lings við sína aðstandendur.
Þá þarf að tryggja sem best á
hverjum tíma að matið um þörf
fyrir nauðung sé hafið yfir
allan vafa. Við því er þó vart að
búast að um skerðingu athafna-
frelsis á tímum veikinda með
skertu innsæi og raunveru-
leikatengslum geti orðið sátt í
öllum tilvikum.
Okkur öllum, sjúkum sem
heilbrigðum, er nefnilega
sjálfsvirðingin og frelsið mikil-
vægast.
Gott aðgengi og virðing
Við eigum það öll sameigin-
legt að vilja taka ábyrgð á eigin
lífi, vera til staðar fyrir aðra,
hafa áhrif á samfélagið sem
við búum í og á aðstæður okkar
sjálfra. Samfélagið er flókið og
við verðum daglega fyrir miklu
áreiti. Flestir eru í mörgum
hlutverkum og finnst oft erfitt
að sinna þeim öllum og aðrir
búa við félagslega einangrun
eða finnst eins og að þeir hafi
ekki hlutverk. Geðræn vanda-
mál eru því vaxandi og margir
finna á stundum fyrir geðlægð
sem síðan getur leitt til kvíða og
jafnvel þunglyndis eða annarra
alvarlegra geðsjúkdóma.
Geðheilbrigði snertir okkur öll
Oftar en ekki hafa persónuleg
áföll, ofbeldi, kynferðisofbeldi
eða önnur erfið reynsla geðræn-
ar afleiðingar. Nýgengi örorku
er hlutfallslega mest vegna
geðrænna sjúkdóma og fjár-
veitingar til geðheilbrigðismála
eru í engu hlutfalli við umfang
þeirra.
Þá er ákveðinn hópur sjúk-
linga sem ekki hentar kerfinu
ef svo má að orði komast. Því
miður eru börn í samfélagi
okkar sem falla hvorki undir
geðheilbriðiskerfið né barna-
verndarkerfið því þau eiga við
fjölþættan vanda að stríða. Eins
vantar mikið upp á að fíklum
bjóðist sú þjónusta sem þeir
hafa þörf fyrir og fangar þurfa
á mun meiri geðheilbrigðisþjón-
ustu að halda en þeim býðst nú.
Þessu þarf að breyta og aðlaga
þjónustuna að þörfum þeirra
sem þurfa á henni að halda.
Besta forvörnin er góð þjónusta
Besta forvörnin gegn því að
fólk veikist alvarlega af geð-
sjúkdómum, og þar með besta
vörnin gegn nauðungarvist-
unum, felst í góðri og sam-
hæfðri geðheilbrigðisþjónustu.
Við í velferðarnefnd Alþingis
höfum fjallað þó nokkuð um
geðheilbrigðismál og höfum nú
afgreitt frá okkur þingsálykt-
un um að heilbrigðisráðherra
leggi fram geðheilbrigðisstefnu
með aðgerðaráætlun. Meðal
þeirra atriða sem koma eiga
fram í stefnunni eru leiðir til að
tryggja rétt nauðungarvistaðra,
og að leitað sé leiða til að binda
enda á nauðungarvistanir eða
bæta framkvæmd þeirra, þann-
ig að hinir nauðungarvistuðu
og aðstandendur þeirra hljóti
ekki skaða af og réttur þeirra sé
tryggður.
Það er þverpólitísk sam-
staða við þetta mál sem ég flutti
ásamt átta þingmönnum úr
flestum flokkum. Með skýrri
stefnu er hægt að samþætta
þjónustuna betur, veita hana á
réttu þjónustustigi, auka for-
varnir og forgangsraða fjár-
munum þangað sem þörfin er
mest og þeir nýtast best. Vilji
velferðarnefndar þingsins er
skýr.
Bætum geðheilbrigðisþjónustuna
Lang-
flestir sem
veikjast af
alvarlegum
geðsjúkdóm-
um vilja hjálp
vegna ein-
kenna sinna.
Kristinn Tómasson,
formaður Geðlækna-
félags Íslands
Besta
forvörnin
gegn því að
fólk veikist
alvarlega af
geðsjúkdóm-
um, og þar
með besta
vörnin gegn
nauðungar-
vistunum,
felst í góðri og
samhæfðri
geðheilbrigð-
isþjónustu.
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir,
Samfylkingu