Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 22

Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 22
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 22 „Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og for- eldrum í stjúpfjölskyldum hugar- angri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrir- komulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jóla- boði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einn- ig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúp- foreldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmæt- ar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjaf- ir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystk- ini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“ Að sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum henn- ar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöf- um yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaup- um á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabb- inn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vana- föst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“ ibs@frettabladid.is Í hvaða jólaboðum eiga börnin að vera? Samkomulag um fyrirkomulag á jólunum kemur í veg fyrir togstreitu og áhyggjur í stjúpfjölskyldum, segir félagsráðgjafi. Börnin eiga ekki að bera skilaboð á milli. JÓLABOÐ Mikilvægt er að ræða fyrirfram við börn í stjúpfjölskyldum hvernig jóla- haldið verður. NORDICPHOTOS/GETTY Heitar umræður um trúfrelsi verða oft við skólaslit og um hátíðir í Svíþjóð þegar skólabörn koma saman í kirkjum. Skiptar skoðanir hafa verið um hvort leyfilegt sé samkvæmt lögum að koma saman í kirkjum þegar skólastarfi lýkur. Þess vegna hefur sænska ríkisstjórnin lagt til að skerpt verði á því í lögum um skólastarf að slíkt sé leyfi- legt. Þátttaka prests á að vera leyfileg og nemendur og kenn- arar eiga að fá að syngja sálma. Þeir nemendur sem ekki vilja taka þátt í slíku þurfa þess ekki. Í fréttatilkynningu frá sænska menntamálaráðuneytinu segir að um sé að ræða hefðir sem séu hluti af menningararfinum og að það sé eitt af hlutverkum skólans að halda þeim við. Ríkisstjórn Svíþjóðar vill skerpa á skólalögum: Skólaslit verði leyfð í sænskum kirkjum Eftir að jólatréð hefur verið keypt og þangað til það er tekið í hús til skreytingar er best að geyma það á köldum og skjólsælum stað. Á vefsíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga segir að gott sé að saga sneið neðan af stofninum til að fá nýtt sár og einnig að tálga börkinn af neðstu 5-10 cm stofnsins. Síðan á að láta tréð standa í snarp- heitu vatni í um 10 mínútur áður en það er sett í fót með vatni. Tekið er fram að suðumeðferðina þurfi ekki að nota á þini og furur. Greint er frá því að mikilvægt sé að fylgjast vel með því fyrstu dagana að nægt vatn sé í fætin- um því tréð dragi til sín mikinn vökva fyrst eftir þessa aðgerð. Á þin- og furutrjám er nægilegt að saga sneið neðan af stofninum og gæta þess síðan að ávallt sé vatn í fætinum. Rauðgreni – með réttri meðhöndlun má auka barr- heldni rauðgrenis verulega. Stafafura – barrfellir er ekki vandamál á furu- trjám. Sérstök meðhöndlun á furu er því óþörf. Norðmannsþinur – þessi tegund hefur þá kosti að fella ekki barr. Ekki þarf sérstaka meðferð til að tryggja barrheldni Norðmannsþins. Rétt meðhöndlun jólatrjáa er mikilvæg: Nægt vatn nauðsynlegt fyrstu dagana til að tryggja barrheldni HÁTÍÐ Eitt af hlut- verkum skólans er að halda við hefð- um, samkvæmt mati sænsku ríkis- stjórnarinnar. NORDICPHOTOS/GETTY JÓLATRÉÐ SÓTT Vinsælt er að sækja sér jólatré í Heið- mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. EKKI SKAFA SKÍTINN Rain-X verndar bílinn gegn frosti og tjöru Rain-X sparar tíma við að skafa Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.