Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 30
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Nei, ég er ekki að tala
um karlalandslið okkar
í handbolta- eða fótbolta.
Ég er að tala um strákana
okkar sem eru í grunn-
skólum landsins. Og stelp-
urnar.
Mikið hefur verið
fjallað um útkomu PISA-
könnunarinnar frá 2012 í
fjölmiðlum. Sérstaklega
eru miklar áhyggjur af
strákunum okkar og les-
skilningi þeirra. Frammistaða
þeirra á lestrarprófinu var mun
lakari en stelpnanna og veldur
það mörgum áhyggjum. Enda vilj-
um við börnunum okkar það besta
og þegar við lesum svona grein-
ar er ekki annað hægt en að hafa
áhyggjur, er ekki svo?
Að mínu mati hefur þessi
umræða farið fram með full-
miklu offorsi. Víða er verið að
ræða um breytingar á skólakerf-
inu eða námsefni, ábyrgð foreldra
o.fl. Það er gott og blessað, en ég
tel að það sé ástæða til að staldra
aðeins við. Tölfræði getur verið
mjög gagnleg en það þarf að fara
varlega með hana, og túlka hana
t.d. með hliðsjón af því sem er að
gerast í kringum okkur. Erum
við svona sérstök hvað þennan
kynjamun varðar? Hefur fólk
skoðað frammistöðu barnanna
í löndunum í kringum okkur og
víðar? Ég get ekki sagt að niður-
stöðurnar hafi komið mér á óvart
en mig grunar að þær gætu komið
sumum á óvart. Skoðum aðeins
samanburðinn við önnur lönd í
kringum okkur.
Ekki bundið við Ísland
Í PISA-könnuninni árið 2000
skoruðu strákar 40 stigum minna
en stelpur í lestrarprófinu (488 á
móti 528). ÖLL hin löndin í OECD-
ríkjunum sem tóku þátt í rann-
sókninni þá sýndu fram á
marktækan og sambæri-
legan mun og fannst hér á
landi. Meðaltal munar í frammi-
stöðu þeirra landa (27 talsins) var
32 stig, stúlkum í hag. Sama gilti
um hin 12 löndin sem tóku þátt í
könnuninni þá en eru ekki OECD-
ríki.
Þessi munur er enn til staðar
12 árum seinna, í öllum OECD-
ríkjunum 34, sem og hinum ríkj-
unum sem tóku þátt árið 2012 (31
talsins). Nú er munurinn að vísu
meiri, bæði á Íslandi (51 stig) sem
og annars staðar í OECD-löndun-
um (meðaltal 38 stig).
Hvað það er sem veldur þessum
mun milli mælinga er vandséð, en
ljóst er að bæði þessi kynjamunur
og að það sé enn meiri kynjamun-
ur nú en árið 2000 er ekki bund-
ið við Ísland. Stelpur hafa verið
betri í lestri en strákar síðan
PISA-mælingar hófust, og líklega
talsvert lengur en það. Munurinn
finnst í öllum hinum löndunum í
könnuninni og líklega í öllum
heiminum. Það segir mér að þessi
munur sé ekki tilkominn vegna
menningarmunar eða kennslu-
fræðilegra eiginleika. Líklegra
þykir mér að það sé vegna kynja-
munar í taugaþroska heilans. En
það er önnur saga.
Mér finnst við þurfa að hafa
þetta í huga áður en við förum
að halda að strákarnir okkar séu
svo mikið frábrugðnir strákum í
öðrum ríkjum.
Strákarnir okkar
Umræða um dýravelferð
er lágvær hér á landi.
Dýraverndarsamband
Íslands sem hefur það
yfirlýsta markmið að berj-
ast fyrir bættum aðbúnaði
dýra er lítt áberandi, nán-
ast ósýnilegt. Þrátt fyrir
það eru verkefnin ærin og
augljóst að áhrifarík leið
til að stuðla að bættum
aðbúnaði dýra er að láta í
sér heyra, upplýsa almenn-
ing um aðstæður þeirra,
segja frá og tala hátt. Vert
er að benda á að Dýraverndarsam-
bandið er bundið af því með lögum
og setu í Dýraverndarráði að sinna
þessum málaflokki af festu.
Dýraverndarsamtök víða um
heim beita áhrifaríkum aðferðum
í baráttu sinni fyrir velferð skjól-
stæðinga sinna. Nýta minnstu til-
efni til að koma hugsjónum sínum
og baráttumálum á framfæri, láta
einskis ófreistað í þágu dýra, eru
fórnfúsir málsvarar. Alvöru dýra-
verndarsamtök þrýsta linnulaust
á stjórnvöld, almenning og hags-
munaðila, upplýsa um þann mikla
skaða og kvalræði sem maðurinn
veldur í lífríkinu með athöfnum
sínum og neysluvenjum.
Hér er þessu þveröfugt farið,
stjórn Dýraverndarsambands
Íslands er ósýnileg. Þegir þunnu
hljóði þegar brýn ástæða er til
að öskra af lífs og sálar kröftum.
Hvorki hósti né stuna þegar upp
kemst um skelfileg níðingsverk
og viðvarandi aðgerðaleysi eft-
irlitsaðila og yfirvalda að sinna
þeim lögboðnum skyldum sínum
að koma dýrum í nauðum til varn-
ar. Á sama tíma og heimspressan
upplýsir um árangursríka baráttu
dýraverndarsamtaka í útlöndum,
telur forysta Dýraverndarsam-
bands Íslands óþarfa að láta í sér
heyra vegna stórfelldra dýra-
níðsmála hér á landi.
Ekkert haggar forystu
sambandsins þrátt fyrir
ítrekaða áeggjan félags-
manna þess.
Fátt um svör
Af hverju að tiltaka Dýra-
verndarsamband Íslands í
þessu samhengi? Jú, þetta
eru höfuðsamtök dýravel-
ferðarmála hér á landi
með lögbundna ábyrgð og
eiga í ljósi merkrar sögu
sinnar að vera áberandi
og afgerandi sem málsvarar og
verndarar dýra. Þess í stað er
engu líkara en forysta Dýravernd-
arsambandsins telji hlutverk sitt
vera að miðla málum, sætta and-
stæð sjónarmið hagsmunaaðila í
dýraeldi og hugsjónafólks í eigin
röðum. Á þeim örfáu fundum sem
Dýraverndarsamband Íslands
stendur fyrir eru fulltrúar eldis-
iðnaðarins einatt fyrirferðamikl-
ir, mala þar um eigin hugðarefni
óáreittir, verja purkunarlaust
hagsmuni sem eru skelfilega and-
stæðir velferð dýra.
Þegar kallað er eftir afstöðu
stjórnar Dýraverndarsambands-
ins til tiltekinna mála, t.d. loð-
dýraeldis, verður fátt um svör og
þá helst þau að sú iðja njóti vel-
þóknunar sambandsins. Víðast
hvar er það algjört forgangsmál
dýraverndarsamtaka að berjast
gegn fyrrnefndri óþurftariðju.
Það er slíkri hugsjónabaráttu og
engu öðru að þakka að nú þegar
er loðdýraeldi aflagt í nokkrum
löndum Evrópu og að settar hafa
verið reglur um bættan aðbún-
að eldisdýra almennt. Í þessum
efnum eru Íslendingar svo sann-
arlega eftirbátar enda er dýra-
verndarstarf hér á landi í molum
á meðan eldis iðnaðurinn fer sínu
fram fyrir stöðulaust.
Óþurftariðja
Á síðastliðnum vetri bárust frétt-
ir af óhuggulegum áformum um
stóraukið loðdýraeldi hér á landi.
Hingað ætluðu útlenskir loðdýra-
ræktendur að leita skjóls með
óþurftariðju sem annarstaðar er
úthýst af siðferðisástæðum. Sömu
fréttir sögðu frá stórkarlalegum
áformum Kínverja um risaiðnað
af þessu tagi á Íslandi, griðastað
loðdýraræktenda sem vita að ekki
þarf að óttast harða andstöðu
dýraverndarsinna hér á landi.
Undirritaður sendi stjórn
Dýraverndarsambandsins fyrir-
spurn um afstöðu þess til framan-
greindra áforma. Svarið var rýrt:
Jú, málið yrði náðarsamlegast
tekið til skoðunar á næsta stjórn-
arfundi. Nú eru liðnir tíu mánuðir
án þess að bóli á svari og stjórnin
hætt að svara fyrirspurnum
undir ritaðs.
Er stjórn Dýraverndarsam-
bandsins virkilega ófær um að
taka hreina og klára afstöðu með
dýrunum? Þætti eflaust tíðindi
í útlöndum ef fréttist, að stjórn-
armenn hugsjónasamtaka á borð
við Dýraverndarsamband Íslands
hiki við að standa með skjólstæð-
ingum sínum.
Hvers vegna þessi ærandi þögn
um jafn brýnt dýravelferðarmál-
efni sem barátta gegn loðdýraeldi
er? Hvaða hagsmuni er verið að
verja? Erum við eftirbátar ann-
arra þegar taka þarf afstöðu til
siðferðislegra álitamála? Er það
fámennið og nálægðin?
Dýraverndarbarátta í molum
Hágæða Fissler pottasett
Varanleg jólagjöf
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt
ht.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
LAUGAVEGI 178. Sími: 568 9955.
➜ Ég get ekki sagt að
niðurstöðurnar hafi
komið mér á óvart en
mig grunar að hún
gæti komið sumum á
óvart.
MENNTUN
Gunnar Páll
Leifsson
sálfræðingur
DÝRAVERND
Óskar H.
Valtýsson
félagi í Dýra-
verndarsambandi
Íslands
➜ Er stjórn Dýraverndar-
sambandsins virkilega
ófær um að taka hreina
og klára afstöðu með
dýrunum?