Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 34

Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 34
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 34 Þér er sagt að það þýði ekkert að ybba gogg. Það er ekki satt. Þú getur hætt að versla við þá sem þér líkar ekki og kjósa þá sem þú treystir ekki. Þú getur hætt að borga reikninga, búið í tjaldi, veitt þinn eigin fisk og ég skal lofa þér því að það munu margir standa með þér. Þú getur meira að segja farið í stríð við stórfyrirtæki (sem okkur er sagt að sé ekki hægt) og milljónir munu standa með þér. Það er hægt að breyta heimin- um og við eigum nú þegar fólk úti um allan heim sem safnar saman og kemur á framfæri praktískum lausnum. Það er meira að segja hægt að breyta okkur þann- ig að okkur þyki nautakjöt ógeð. Það myndi nú aldeilis draga úr gróðurhúsaáhrif- um. En við getum líka bara ákveðið hlutina sjálf og það er affarasælast. Ég hvet þig til að skrifa niður á blað það sem þér finnst skipta mestu máli. Flestir hugsa um börnin sín og fjölskylduna. Margir hugsa um ást, lýðræði, mann- réttindi, jafnrétti, menntun og frið – þessi stóru og yndislegu hugtök. Og að borin sé virðing fyrir okkur, að við séum ekki áhrifalaus. Þegar við vitum hvað skiptir okkur mestu máli er næsta skref að finna leiðir. Við getum þetta. Við eigum fólk sem trúir ekki á fjórflokka, gamaldags pólitíska iðkun og hægri/vinstri, allt þetta sem við notum til að aðgreina okkur og koma í veg fyrir að við getum myndað gott samfélag. Við höfum alltaf átt svona fólk en núna höfum við til viðbótar miklu betri tæki og tól til að skipuleggja okkur, fá upplýsingar og láta í okkur heyra. Það er mikilvægt að verja netið fyrir einræði. Og líka fyrir okkur sjálfum. Tökum málin í eigin hendur Það er drulluerfitt að breyta heim- inum, ég ætla ekkert að skafa utan af því. Það er ekkert að Facebook og kó í hófi en neysla einfaldrar afþreyingar er alveg jafnhættuleg og þegar Neil Postman skrifaði þá frábæru bók „Amusing Ourselves to Death“. Hún rænir okkur þeim möguleika að breyta samfélaginu. En ókei. Við erum með gott fólk, fína viðhorfsbreytingu og frábær tæki og tól. Málið er samt ekki í höfn. Við þurfum að skuldbinda okkur. Það er glæpsamlegt að leyfa LÍÚ að eiga landið. Það er fárán- legt að bankar græði milljarða á milljarða ofan á sama hátt og fyrir hrun. Það er súrrealískt að halda að til dæmis lyfjarisar eða land- tökufyrirtæki beri hag okkar fyrir brjósti. Og það er einfaldlega kjánalegt að trúa því að á meðan við sinnum okkar daglegu störfum þá redd- ist þetta allt saman einhvern veg- inn. Krefjumst alltaf svara og bás- únum svörin, eða skort á þeim, á netinu. Peninga og völd gefa sárafáir eftir. Við þurfum að taka málin í okkar hendur. Það er eina leiðin til að umhyggja, kærleikur, sam- vinna, traust og allt þetta góða sem við viljum að umljúki okkur sjálf þrífist í samfélaginu. Jörðin er að gefast upp á okkur og jafnvel þótt við bregðumst hratt við þá þurfum við að læra að lifa á annan hátt en við erum vön. Þeir sem halda um budduna bjarga ekki málunum. Það gerum við. Það er drulluerfi tt að breyta heiminum en lestu áfram SAMFÉLAG Kristín Elfa Guðnadóttir pírati Á tíma vaxandi ferðaþjón- ustu og áhuga á útivist og hreyfingu er gott að eiga Reykjanesfólkvang – ósnortið útivistarland við bæjardyrnar. Bæjarstjórn Reykja- víkur samþykkti sam- hljóða árið 1969 að stofna fólkvang um óbyggðir í nágrenni borgarinnar til að tryggja útivistarmögu- leika til framtíðar. Borgin leitaði til 15 nágrannasveit- arfélaga sem leiddi til þess að nokk- ur þeirra stofnuðu í sameiningu tvo fólkvanga, Bláfjallafólkvang 1973 og Reykjanesfólkvang 1975. Í Blá- fjallafólkvangi var byggt upp skíða- svæði þar sem fátt skortir hin síð- ari ár nema snjó, en að auki eru þar margar náttúruperlur. Í beinu fram- haldi til vesturs er svo Reykjanes- fólkvangur, nær m.a. yfir Brenni- steinsfjöll, Kleifarvatn, Krýsuvík, Trölladyngju og Ögmundarhraun. Þarna er gríðarflott land til úti- vistar steinsnar frá þéttbýlasta svæði landsins og Keflavíkurflug- velli, tilvalið til stuttra ferða allt árið, jafnt fyrir íbúa sem erlenda gesti. Það er mikið hagræði fyrir sveitarfélögin að vinna þar saman að uppbyggingu þjónustu og land- vörslu. Þau hafa þó ekki sinnt sem skyldi að byggja upp þjónustu né heldur að vernda svæðið þannig að nýting þess verði sjálfbær. Land- verðir eru lausráðnir bara yfir sum- artímann. Síðustu tvö sumur hefur landvörður, sem gjörþekkir svæð- ið, verið í starfi frá maí til október. Fjárhagurinn leyfir ekki meira. Fyrir 3 árum voru sett upp klósett við Seltún í Krýsuvík, en þar koma 100.000 manns við árlega. Salernin eru lokuð yfir veturinn þrátt fyrir vaxandi vetrarumferð. Það hentar ferðaþjónustuaðilum vel að senda ferðafólk í Krýsuvík flesta daga ársins, en afleitt að þurfa að vísa því út í móa um hávet- ur á svo fjölförnum stað. Fólkvangur góð hugmynd Í náttúruverndarlögum (44/1999) er fólkvangur skilgreindur sem „land- svæði í umsjón sveitarfé- lags eða sveitarfélaga sem friðlýst hefur verið til úti- vistar og almenningsnota“. Hlutaðeigandi sveitarfélög bera kostnað af stofnun og rekstri fólkvangs í hlutfalli við íbúatölu. Hvert sveitarfélag heldur óskertu skipulagsvaldi. Samkvæmt lögum þessum er fólkvanginum stjórnað af sam- vinnunefnd sveitarfélaganna sem að honum standa, í samráði við Umhverfisstofnun. Skulu sveitar- félögin gera með sér lögboðinn samning þar sem kveðið skal á um starfshætti nefndarinnar. Nefndin breytist gjarna þegar skipt er um sveitarstjórn. Þannig hefur aftur og aftur verið byrjað nánast upp á nýtt því fólkvangurinn á sér hvorki fast starfslið né formlegar starfsreglur, aðeins mjög grófan ramma í auglýs- ingu frá 1975. Á þeim 38 árum sem Reykjanes- fólkvangur hefur verið til hefur ekki tekist að koma á áðurnefnd- um lögboðnum samvinnusamningi. Fólkvangurinn hefur ekki haft einn einasta starfsmann í fullu starfi, aðeins landverði yfir sumartímann. Starf fólkvangsnefndarinnar hefur mest snúist um að leysa aðkallandi mál og stefnumörkun setið á hak- anum. Þó hafa verið haldnar mál- stofur og gerðar skýrslur um nátt- úrufar og hugsanlega nýtingu og er mikið til af góðum hugmynd- um. Núverandi nefnd nýtti auka- fjárveitingu frá Reykjavíkurborg 2010 til að láta gera drög að metn- aðarfullri stjórnunaráætlun sem er m.a. ágætur grundvöllur sam- vinnusamnings. Þar er góð lýsing á fólkvanginum með 7 þemakortum og settar fram ítarlegar hugmyndir um uppbyggingu þjónustu við gesti fólkvangsins og um vöktun náttúr- unnar. Plagg þetta hefur síðan 2012 verið í höndum viðkomandi sveitar- stjórna eða legið í skúffum þeirra. Sum sveitarfélögin hafa þó afgreitt það fyrir sitt leyti. Drögin má nálg- ast á www.reykjanesfolkvangur.is. Duga eða drepast! Reykjanesfólkvangur er að mestu leyti í landi Grindavíkur og Hafn- arfjarðar. Að auki er lítil sneið í Garðabæ og smáflís er þjóðlenda. Reykjavík, fjölmennasta sveitar- félagið, á þar ekkert land, en lík- lega koma flestir notendur fólk- vangsins þaðan, jafnt íbúar sem ferðamenn sem þar dvelja og vilja upplifa íslenska náttúru án langra ferðalaga. Því er sanngjarnt að Reykjavík beri stóran hluta kostn- aðar, en framlag sveitarfélaganna miðast við höfðatölu. Árlegt fram- lag hefur verið afar lágt, aðeins 17 krónur á íbúa. Núverandi fólkvangs- nefnd lagði til tvöföldun þess, í 35 kr. Það hafa mörg sveitarfélaganna þegar samþykkt. Nú er bara að vona að öll sveitar- félögin beri gæfu til að klára stjórn- unar- og verndaráætlunina fyrir Reykjanesfólkvang, hækka fjár- framlög upp í 35 kr. á íbúa og taka upp landvörslu allt árið svo fólk- vangurinn þjóni betur vaxandi vetr- arferðamennsku. Höfundur ber einn ábyrgð á því sem hér er sagt. Reykjanesfólkvangur – sam- starfsverkefni Sveitarfélaga ➜ Það er glæpsamlegt að leyfa LÍÚ að eiga landið. Það er fáránlegt að bankar græði milljarða á milljarða ofan á sama hátt og fyrir hrun. ➜ Á þeim 38 árum sem Reykjanesfólkvangur hefur verið til hefur ekki tekist að koma á áðurnefndum lög- boðnum samvinnusamningi. ➜ Mörg fyrirtækj- anna hafa gefi st upp en önnur hvorki vilja né geta það til dæmis vegna ábyrgða eig- endanna á fjárskuld- bindingum. FÓLKVANGUR Þorvaldur Örn Árnason í samvinnunefnd fólkvangsins Fyrir hrun stefndi í að lífskjör hér væru almennt viðunandi en við hrunið drógumst við langt aftur úr þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við. Aukin ferðaþjónusta og tekjur af sjávarútvegi, t.d. góðar makrílgöngur, hafa bætt stöðuna nokkuð en útlit er fyrir að lífskjör okkar verði í mörg ár tals- vert lélegri en í nágranna- löndunum. Margir lifa hér undir fátæktarmörkum, meðallaun eru lág og sár atgervisflótti. Það vantar skýra sýn og sam- heldni varðandi hvernig bæta á lífskjörin á landinu. Sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður hafa verið meginundirstaðan en til fram- tíðar þarf fleiri stoðir. Upplýs- ingar liggja fyrir meðal annars í McKinsey-skýrslunni um hvað gera þarf en pólitíkin mun, að því er virðist, ekki ná saman um kröft- ugar aðgerðir, meira svona hálf- kák. Fámenni í stóru norðlægu afskekktu landi, ónóg grunnmennt- un, slök fjölmiðlun, margt er mót- drægt og betur má ef duga skal. Falda aflið Félag atvinnurekenda stendur nú fyrir átakinu Falda aflið, þar sem athyglinni er beint að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á vegum Samtaka atvinnulífsins er unnið að svipuðu verkefni. Til að bæta lífskjör í landinu er fátt mikilvægara en að bæta starfs- umhverfi og vaxtarskilyrði minni fyrirtækjanna. Fyrirtæki með innan við tíu starfsmenn eru um 90 prósent atvinnulífsins. Fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn eru sam- tals 97 prósent allra fyrirtækja og veita um 2/3 af öllu starfandi fólki í landinu atvinnu, eða um 90 þúsund manns. Össur, Marel og CCP voru í byrjun lítil sprotafyr- irtæki. Til að sem flest slík nái að vaxa úr grasi þarf þekkingu, gott starfsfólk, snaggaralegt reglu- verk, hæfilegt eftirlit og síðast en ekki síst fjármagn á samkeppnis- hæfum kjörum. Það síðastnefnda, fjármögnunartækifæri og fjár- magnskostnaður lítilla og meðal- stórra fyrirtækja, er viðfangsefni þessa greinarkorns. Fyrirtæki eru í aðalatrið- um fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Eigið fé ræðst af fjárhags- legri getu eigendanna sem leggja til þolinmótt fjármagn, en lánsfé kemur aðallega frá bönkum og lífeyrissjóðum. Hlutafélaga- formið er mikilvægt meðal ann- ars til að takmarka áhættu eig- endanna við það fjármagn sem þeir leggja fram. En eigendur minni fyrirtækja þurfa samt yfirleitt að leggja fram viðbót- artryggingar til að fá lán. Þetta veldur því að þegar illa gengur, sem er óhjákvæmilegt í mörg- um tilvikum, ekki síst eftir hrun aldarinnar, lenda eigend- ur í ábyrgðum í skulda- kreppu sem þeir ná seint eða aldrei út úr. Við hrun- ið stökkbreyttust skuldir fyrir- tækja, mörg misstu tekjur og töp- uðu jafnvel ár eftir ár. Aðgangur að fjármagni versnaði og vextir hækkuðu. Mörg fyrirtækjanna hafa gefist upp en önnur hvorki vilja né geta það til dæmis vegna ábyrgða eigendanna á fjárskuld- bindingum. Þau fyrirtæki sem enn þrauka, gegn öllum líkum, eru mörg alltof skuldsett. Búið er að afskrifa umfram- skuldir af flestum stórfyrir- tækjanna svo nemur hundruðum milljarða króna eða þau horfin af sjónarsviðinu. Stjórnvöld þurfa að hlutast til um að bankar og aðrir kröfuhafar afskrifi þann hluta skulda smærri fyrirtækja sem óraunsætt er að greiddar verði eða á mjög löngum tíma. Bank- arnir vita af þörfinni og hafa í mörgum tilvikum lengt í skuldum en enginn þeirra vill ríða á vaðið og afskrifa óraunhæfar skuldir til að hinir bankarnir græði ekki á því. Það þarf samræmdar aðgerð- ir stjórnvalda til að þetta megi verða. Eftir hrun hafa bankarnir verið of varkárir í útlánum. Bank- ar ættu í núverandi ástandi að taka meiri en ekki minni áhættu en gert var fyrir hrun til að örva efnahagslífið. Aukið eigið fé Fyrirtækin þurfa einnig aukið eigið fé. Í lífeyrissjóðum er stór hluti sparnaðar launamanna. Sjóð- irnir hafa eðlilega fjárfest í stærri fyrirtækjunum en allt of lítið í þeim 97 prósentum fyrirtækja sem 2/3 hlutar landsmanna vinna hjá. Þetta kemur niður á lífskjör- um í landinu. Lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta jafnt í stórum sem smáum atvinnurekstri. Til þess geta þeir lagt fé í sjóði sem fjárfesta í minni og sprotafyrir- tækjum og nýtt First North-mark- að Kauphallarinnar. Hvetja þarf almenning til hlutabréfakaupa með skattaafslætti. Til að keppa á jafnréttisgrund- velli þurfa fyrirtækin traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem gjald- gengur er á heimsvísu. Krónunni fylgja gjaldeyrishömlur, verð- bólga, hátt vaxtastig, umsýslu- kostnaður og fleiri vandamál. Notum okkar fáu en góðu krafta betur og gerum gott úr okkar aðstæðum. Það er vitað hvað gera þarf. Það vantar bara að nýta þá þekkingu betur. Lífskjör og lítil fyrirtæki EFNAHAGSMÁL Guðjón Sigurbjartsson smáatvinnurekandi og viðskiptafræðingur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.