Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 38
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður aug lýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum
auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu
daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Bryndís Hauksdóttir,
bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson,
sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Kolbeinn Kolbeinsson,
kolli@365.is, s. 512-5447
JÓLASÖGUR
„Þetta er nokk-
urs konar félags-
sálfræðilegt yfirlit
yfir siði Íslendinga.
Til dæmis af hverju
við borðum reykt-
an mat um jólin en
saltaðan og súrs-
aðan á þorranum,
af hverju kveikt
er á jólaljósum og
hvaðan sögurnar af
jólasveinunum og
Grýlu er komnar.“
Á jólavökunni förum við yfir íslensku jólahefðirnar og hvernig þær tengjast því að lifa af í skammdeg-
inu,“ segir Ásta Kristrún sem hefur ásamt
Valgeiri manni sínum haldið jólavökur
til margra ára. „Við byrjuðum heima þar
sem við tókum á móti erlendum gestum
svo þeir gætu kynnst íslenskri fjöl-
skyldu og heimili. Þegar þetta spurðist út
færðum við út kvíarnar, og höfum farið á
milli menningarhúsa hér í 101 nú síðast
á hafnarloftinu, efstu hæð gamla Strætó-
hússins á Lækjartorgi en um mánaða-
mótin október/nóvember síðastliðinn lok-
uðum við þar og færðum okkur tveimur
hæðum neðar. Þar erum við með hlýlega
bóka- og píanóstofu þar sem við getum
tekið á móti allt að tólf manna hópum
og átt innilega stund,“ segir Ásta en þau
hjónin halda jólavökur í bókastofunni
daglega fram yfir jól.
Ásta lýsir nánar hvað fram fer á
jólavöku þeirra hjóna. „Þetta er nokkurs
konar félagssálfræðilegt yfirlit yfir siði Ís-
lendinga. Til dæmis af hverju við borðum
reyktan mat um jólin en saltaðan og súrs-
aðan á þorranum, af hverju kveikt er
á jólaljósum og hvaðan sögurnar af
jólasveinunum og Grýlu er komnar.
Allt var þetta hluti af því að þrauka
á vissum tímabilum í íslenskri menn-
ingu,“ segir hún. Þau Valgeir ræða við
gesti sína um íslensk jól fyrr og nú, segja
jólasögur, syngja söngva og spjalla um
það sem gestunum þykir áhugaverðast
hverju sinni. „Ég bý svo vel að eiga bónda
með barka og því sér hann um sönginn
og tekur sýnishorn af því sem við erum
að segja í textum og tónum,“ segir hún
glaðlega.
Ásta segir Jólavökurnar vera orðnar
hluta af jólahaldi þeirra hjóna. „Okkur
finnst gaman að vera með fólki og geta
gefið af okkur,“ segir hún en heilögustu
dagarnir eins og aðfangadagur og jóladag-
ur eru ekki undanskildir hjá þeim. „Í fyrra
vorum við til dæmis með erlenda gesti á
aðfangadag sem borðuðu með okkur fjöl-
skyldunni,“ segir Ásta glaðlega og minnir
á að bóka þarf á jólavökuna fyrir fram. Er-
lendir gestir hafa verið í meirihluta gesta
á jólavökunni fram að þessu en vissulega
geta Íslendingar bókað jóla- og nýársvök-
ur fyrir sig og sína.
LJÚF JÓLAVAKA
Í BÓKASTOFU
JÓLIN Hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir bjóða til
persónulegrar aðventustundar í bókastofu sinni við Lækjartorg.
Sykurbrúnaðar kartöflur eru ómiss-
andi með jólasteikinni. Ekki er
mikið mál að brúna kartöflur en þó
þarf að vera vakandi yfir verkinu
svo vel takist til.
Nokkrar mismunandi aðferðir eru
til en hér er gefin uppskrift að einni
góðri sem inniheldur rjóma. Þeir
sem vilja hann síður geta sleppt
honum.
1 kíló kartöflur
sykur
smjör
rjómi
Sjóðið kartöflurnar og látið þær
kólna. Flysjið kartöflurnar og sker-
ið í bita ef þær eru stórar. Setjið
sykur á pönnu, nóg til að dreifa
þunnu lagi yfir alla pönnuna. Ekki
hafa of háan hita og passið að
brenna sykurinn ekki við. Þegar
sykurinn er orðinn uppleystur
og ljósbrúnn er sett góð smjör-
klípa saman við og hrært í. Síðan
er rjóminn settur út í og hrært
þar til blandan er falleg og jöfn.
Þá er kartöflunum hellt varlega
saman við enda er sykurinn mjög
heitur og vont ef hann skvettist á
hendur. Látið hitna í smá stund.
BRÚNAÐAR KARTÖFLUR
LJÚFFENGAR Sykurbrúnaðar kartöflur
eru alltaf jafn góðar og eiga vel við um
jólin. MYND/ANTON
NOTALEG STEMNING
Á annarri hæð gamla
Strætóhússins á Lækjar-
torgi hafa Valgeir Guð-
jónsson og Ásta Kristrún
Ragnarsdóttir komið
upp notalegri bókastofu
þar sem þau taka á móti
gestum og fræða þá um
íslenska jólasiði.
MYND/DANÍEL
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
Rauðrófukristall
100% lífrænt og því fullkomlega öruggt
30 daga skammtur. 1 teskeið daglega
(2 tsk. fyrir æfingar) blandað í 150 ml
af vatni. Bætt blóðflæði 30 min
eftir inntöku.
Stingur
keppinautana af.
1. Superbeets dós
= 22.5 lítrar af
rauðrófusafa
Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide.
SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóð-
flæði, allt að 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur
blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar
bata eftir æfingar. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna.
Hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og
taugakerfi, þvagblöðru og ristil, lifur, nýru, ofnæmiskerfi, heila, skap-
ferli, þynnku, astma, lungnaþembu. Ríkt af andoxunarefnum.
Náttúruleg kynörvun fyrir karla og konur
Hvað gerir VIAGRA - SILDENAFIL The release of nitric oxide molecules causes erection.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, World Class og Sportlíf
Umboð: www.vitex.is
Gleði leg jól
með Superbeets
Stingur keppinautana af
NO = 22.5 lítrar af rauðrófusafa
Nitric Oxide
Nóbelsverðlaun 1998
Sameind ársins 1992