Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 64

Fréttablaðið - 20.12.2013, Page 64
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 40 BÆKUR ★★★★ ★ Umskipti Mo Yan Þýðing: Böðvar Guðmundsson UPPHEIMAR Mo Yan hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2012 en Umskipti er fyrsta bókin sem kemur út eftir hann á íslensku. Sagan er hluti af stærra verki, safni níu nóvella en hefur komið út stök á ensku undir heitinu Change. Þýðing Böðvars Guðmundssonar er gerð eftir þeirri útgáfu. Umskipti birt- ist á Vesturlöndum sem hluti af ritröð um fram- kvæmd kommún- ismans á 20. öld undir rit- stjórn bresk- pakistanska rithöfundarins Tariq Ali sem skrifar stutt- an eftirmála að sögunni. Umskiptin lýsa ævi höfund- ar í heimaland- inu frá barnæsku þegar hann er rek- inn úr skóla til sam- tímans þegar hann er orðinn virtur og frægur rithöfundur. Frásögnin er nokkuð sérkennilega skrúfuð saman, hún er blanda af nokkuð nákvæmum lýsingum á einstökum eftirminnilegum atvikum annars vegar og lengri sögum sem sagð- ar eru í stuttu máli af lífi sögu- manns og samferðamanna hans, skólasystkinum, ættingjum og félögum úr hernum. Saman mynda þessar frásagnir mósaík af sögu Kína undanfarin 40 ár sem, að minnsta kosti fyrir lesanda sem ekki þekkir þá sögu nema mátulega vel fyrir, er bæði upplýsandi og heillandi. Mo Yan kann vel þá list að segja frá miklu í fáum orðum, Umskiptin eru lítil fyrir bók að sjá en undirtextinn er umfangsmikill. Einstök smá- atvik varpa ljósi á einkenni kín- versks samfélags og kerfisins. Gagnrýnin er aldrei beinskeytt eða hávær heldur liggur hún oft og tíðum á milli línanna. Ekki síst birtist gagnrýni á kerfið í lýsing- um á örlögum persónanna, í því hvernig þær eru annaðhvort heft- ar og bundnar af kerfinu eða læra að leika á það stundum með vafa- sömum aðferðum. Þegar Mo Yan fékk Nóbels- verðlaunin rökstuddi sænska akademían val sitt meðal annars með því að í verkum hans mætti finna „samruna fantasíu og raunsæis og sagnfræði- legra og félagslegra viðmiða“. Nú veit ég ekki hvort Umskipt- in eru lýsandi fyrir verk höfundarins, en fantasían er hér fjar- verandi. Á hinn bóg- inn beitir Mo Yan táknsæi af mikilli fimi og sagan er hugvitsamlega upp byggð. Um þýðingu Böðvars Guð- mundssonar er erfitt að segja margt fyrir þann sem ekki kann staf í kínversku og hefur ekki ensku útgáf- u n a v i ð höndina. Böðvar er vanur skáldsagnahöf- undur og þýðandi og honum tekst að skila texta Mo Yan á sannfær- andi hátt án þess að maður verði var við höfundareinkenni hans sjálfs. Kínverskar samtímabók- menntir rata ekki oft til okkar í íslenskum þýðingum. Þess vegna er ástæða til að fagna þessu fram- taki þýðanda og útgáfu og gaman væri að fá meira að heyra og fá að kynnast þeim verkum þessa Nóbelshöfundar þar sem fantas- ían leikur stærra hlutverk. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Áhugaverð sjálfs– ævisöguleg nóvella eftir kínverskan Nóbelshöfund sem leynir á sér. Umskipti í Kína Kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri fagnar útgáfu jóladisks síns, Þar ljós inn skein, í annað sinn í Akureyrarkirkju á laugardaginn. Á disknum eru jólalög frá ýmsum öldum, innlend og erlend, en líka nýjar tónsmíðar íslenskra tónskálda. Meðal annars eru þar þrjú lög eftir Daní- el Þorsteinsson, píanóleikara í Eyjafjarðarsveit, sem ekki hafa komið út áður á plötu og enn fremur tvö áður óútgefin verk eftir Michael Jón Clarke, söngkennara og tónskáld á Akureyri. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Auk kórsins koma fram hljóðfæra- leikararnir Lára Sóley Jóhannsdóttir, sem leikur á fiðlu, Emil Þorri Emilsson slagverksleikari og Eyþór Ingi Jónsson, sem spilar á harmón- íum en hann er líka stjórnandi Hymnodiu. Forsala aðgöngumiða á útgáfutónleikana í Akureyrarkirkju er í Eymundsson á Akureyri og tónleikarnir hefjast klukkan 21. Jólalög frá ýmsum öldum á Akureyri Hymnodia fagnar útgáfu nýs geisladisks, Þar ljós inn skein, í Akureyrarkirkju á laugardaginn. KAMMERKÓRINN HYMNODIA Útgáfutónleikar númer tvö í Akureyrarkirkju á laugardag. „Þetta er spennandi saga um börn sem strjúka að heiman vegna þess að fullorðna fólkið hefur brugðist þeim,“ segir Sigrún Eldjárn beðin að segja í stuttu máli frá inni- haldi bókar sinnar, Strokubörnin á Skugga skeri. „Þau búa í dal sem heitir Fagridalur. Áin sem rennur eftir dalnum skiptir honum í tvennt. Öðrum megin er þorpið Vesturhlíð og hinum megin Austurhlíð og þar hefur allt leikið í lyndi og íbúar þorpanna hafa alltaf verið vinir. Það breytist hins vegar þegar í ljós kemur að í hólma úti í miðri ánni er auðlind í jörðu.“ Er þetta sem sagt pólitísk alle- goría? „Ja, ástæðan fyrir því að börnin strjúka að heiman er að líf þeirra verður óbærilegt þegar fullorðna fólkið fer að berjast um þennan hólma. Fyrst fylgir sagan börnum úr Vesturhlíð sem flýja á báti út í drungalegt sker sem heitir Skugga sker og koma sér þar fyrir, síðar koma krakkar úr Austurhlíð og setjast þar að og sagan fjallar mest um samskipti þessara krakka sem hittast á Skuggaskeri.“ Spurð hvort sögutími og -staður sé Ísland samtímans segir Sigrún að það komi reyndar hvergi fram að þetta sé á Íslandi en sagan sé sam- tímasaga. Hún dregur hins vegar seiminn þegar spurt er hvort sagan sé að einhverju leyti fantasía. „Nei, ekki beinlínis,“ segir hún. „Mér finnst reyndar svona flokkun óþægi- leg. Í sögum mínum gerist reyndar oft eitthvað yfirnáttúrulegt, en það er minna af því í þessari sögu en oft áður, þótt vissulega sé ýmislegt skrítið sem gerist í sambandi við þessa auðlind og hólmann.“ Bókin er tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöru- verðlaunanna og hefur fengið ríf- andi dóma. „Ég er mjög glöð með það,“ segir Sigrún. „Ég hef reynt að vanda mig, eins og ég geri reyndar alltaf. Eins og í öllum mínum bókum er í þessari mikið af myndum, enda legg ég mikið upp úr því, það er bara partur af minni sköpun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem barna- bækur fá sérstakan flokk í Íslensku bókmenntaverðlaununum, en hing- að til hafa þær verið gjaldgengar í hinum flokkunum. Sigrún segir það skipta máli fyrir barnabókmennt- irnar að hljóta þessa viðurkenningu. „Ég held að tvær bækur hafi verið tilnefndar í flokki fagurbókmennta og ein í flokki fræðibóka á þessum 25 árum sem verðlaunin hafa verið veitt, þannig að það er augljóst að þær hafa átt erfitt uppdráttar. Fólki hættir til að taka ekki almennilegt mark á barnabókum sem er náttúru- lega fáránlegt, því þær skipta miklu máli. Vonandi breytist það með til- komu þessa flokks og því að barna- bækur hafa fengið sinn flokk í Nor- rænu bókmenntaverðlaununum.“ fridrikab@frettabladid.is Börnin fl ýja átök full- orðinna um auðlind Strokubörnin á Skuggaskeri eft ir Sigrúnu Eldjárn er ein þeirra barnabóka sem hæst ber á vertíðinni, hún er tilnefnd til tvennra bókmenntaverðlauna og hefur fengið rífandi dóma. Sigrún segir viðhorf til barnabóka vonandi vera að breytast. SIGRÚN ELDJÁRN „Fólki hættir til að taka ekki almenni- legt mark á barna bókum sem er náttúrulega fáránlegt.“ F RÉ TT AB LA Ð IÐ /P JE TU R RAGNHEIÐUR ný ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson FRUMSÝNING Í ELDBORG 1. MARS 2014 GJAFAKORT SELD Í MIÐASÖLU HÖRPU gefðu óperusýningu í jólagjöf MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.