Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 76

Fréttablaðið - 20.12.2013, Side 76
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 52 „Ég er hefðbundin þegar snýr að hátíðunum,“ segir Friðrika Hjör- dís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka. „Ég ætla að vera með hamborg- arhrygg eftir minni fjölskyldu- hefð á aðfangadagskvöld. En ég ætla samt sem áður að bæta við hnetusteik til hliðar, svo að það sé svona sitt lítið af hverju og eitt- hvað fyrir alla á boðstólum,“ segir Rikka jafnframt. „Ég er að elda fyrir stóra fjöl- skyldu!“ segir Rikka, létt í bragði. „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að hafa í eftirrétt og ætla að vera nokkuð spontant í því – mér finnst pekanpæ ótrúlega hátíðlegt og það er vel hugsanlegt að það verði fyrir valinu,“ útskýr- ir Rikka. „En svo erum við oft með pínu hlaðborð, mamma gerir ís og ég eina köku og stundum verður úr heilt hlaðborð af eftirréttum!“ segir Rikka. „En í heildina litið er ég rosa- lega vanaföst í kringum jólin. Það er það sem mér þykir svo fallegt við jólin – hefðirnar, og mér þykir svo vænt um þær,“ segir Rikka. - ós Rikka með hamborgarhrygg og hnetusteik Rikku þykir sérstaklega vænt um hefðirnar í kring- um jólahátíðina. Hún deilir með lesendum uppskrift að Biscotti-kökum og súkkulaðibitakökum. EFTIRRÉTTAHLAÐBORÐ Fjölskylda Rikku útbýr gjarnan eftirréttahlaðborð á aðfangadagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sextán stykki: - 110 g smjör - 350 g púðursykur - 2 egg - 55 g kakó - ¼ tsk. salt - ¾ tsk. lyftiduft - 260 g hveiti - sjávarsalt - 8 msk. nutella - 8 Dumle-karamellur, skornar í tveinnt Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjörið og bætið púðursykrinum og eggjunum saman við og hrærið. Bætið afganginum af hráefnunum saman við og hrærið þar til blandan er orðin slétt og falleg. Setjið 1 tsk. af deiginu á smjörpappírsklædda ofnplötu, leggið 1 tsk. af nutella og hálfa karamellu ofan á, setjið aðra teskeið af kökudeiginu ofan á og lokið karamelluna inni. Gerið þetta þar til allt hráefni er uppurið. Stráið örlitu sjávarsalti yfir og bakið í 8-10 mínútur. Karamellu og nutella-súkkulaði- bitakökur Rikku 25-30 stk. - 60 ml ólífuolía - 150 g sykur - 2 tsk. vanilludropar - 2 egg - 180 g hveiti - 1 tsk. lyftiduft - salt á hnífsoddi - 85 g þurrkuð trönuber - 150 g pekanhnetur grófsaxaðar - 50 g hvítt súkkulaði, saxað Hitið ofninn í 150°C. Hrærið ólífuolíu og sykri saman í hrærivél og bætið vanilludropum og eggjum saman við. Blandið þurr- efnunum saman í skál og stráið þeim smám saman við eggjablönduna. Handhrærið trönuber, pekanhnetur og súkkulaði saman við deigið. Skiptið deiginu upp í tvo hluta og mótið eins konar brauðhleifa úr þeim. Leggið deigið á papp- írsklædda ofnplötu og bakið í 35 mínútur. Takið kökurnar úr ofninum og kælið í 10 mínútur. Lækkið hitann á ofninum niður í 100°C. Skerið kökurnar í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar og bakið áfram í 10 mín- útur eða þar til að þær eru þurrar viðkomu. Biscotti með pekanhnetum, trönuberjum og hvítu súkkulaði NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF ÓTRÚLEGUM TILBOÐUM 8BLS SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP Alla daga til jóla 10:00 - 1 Aðfangadag Loka OPNUNARTÍMAR 9:00 ð NÝ SENDING AF USB GLINGRI FRÁ SATZUM A Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.