Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 79
FÖSTUDAGUR 20. desember 2013 | MENNING | 55
Út er komin bókin Bara börn,
eða Just Kids, eftir Patti Smith í
íslenskri þýðingu Gísla Magnús-
sonar.
Í bókinni segir Patti Smith frá
einstöku sambandi sínu og lista-
mannsins Roberts Mapplethorpe.
Bara börn hefst sem ástarsaga
sumarið sem Coltrane dó, árið
1967, og lýkur sem tregasöng
rúmum tveimur áratugum síðar.
Bókin endurspeglar andrúmsloft-
ið í New York í lok sjöunda ára-
tugarins og byrjun þess áttunda.
Þetta er sönn frásögn, mynd af
tveimur listamönnum á uppleið.
Bara börn hefur notið gífurlegra
vinsælda um allan heim og hlotið
fjölda viðurkenninga. - ósk
Patti Smith
á íslensku
PATTI SMITH FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
„Við fjölskyldan syngjum öll
saman og verðum með sjötíu
manna kór á bak við okkur,“ segir
tónlistarkonan Regína Ósk Ósk-
arsdóttir sem stendur fyrir jóla-
tónleikum í kvöld í Lindakirkju.
Þetta er í fimmta skiptið sem tón-
leikarnir fara fram í hverfiskirkju
fjölskyldunnar og hafa þeir stækk-
að að umfangi frá ári til árs.
„Ég var nýbúin að eignast barn
árið 2009 og langaði til að gera
eitthvað jólalegt, þannig að þetta
byrjaði sem hálfgert fjölskyldu-
verkefni,“ segir Regína Ósk. Eig-
inmaður hennar, Svenni Þór, leik-
ur á gítar, slagverk og syngur á
tónleikunum og þá munu dæturn-
ar tvær, Aníta Daðadóttir ellefu
ára og Aldís María Sigursveins-
dóttir fjögurra ára syngja. Ásamt
fjölskyldunni koma fram bæði
gospelkór og unglingagospelkór
Lindakirkju undir leiðsögn Óskars
Einarssonar. Kristján Grétarsson
leikur á gítar og þá mun stórsöngv-
arinn Ragnar Bjarnason koma
fram sem sérstakur heiðursgestur.
„Ég gaf út jólaplötuna Um gleði-
leg jól og við flytjum lög af henni,
ásamt því að syngja jólalög úr
öllum áttum sem flestir ættu að
kannast við.“
Miðasala fer fram á midi.is,
einnig er hægt að fá aðgöngumiða
við innganginn. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 20.00. - glp
Fjölskyldan syngur saman með
70 manna gospelkór bak við sig
Regína Ósk stendur fyrir árlegum jólatónleikum í kvöld ásamt fj ölskyldu sinni.
ÖLL FJÖLSKYLDAN Regína Ósk Óskars-
dóttir kemur fram ásamt fjölskyldu sinni í
kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í tilefni útgáfu annarrar breið-
skífu sveitarinnar Johnny and the
Rest er blásið til veglegrar tón-
leikaveislu í Tjarnarbíói í kvöld.
Nýja platan ber heitið Wolves in
the Night og hefur að geyma lög á
borð við Mama Ganja sem fengið
hefur afbragðs viðtökur á öldum
ljósvakans síðan í sumar.
Húsið verður opnað klukkan
20.00 og Smári Tarfur mun sjá
um að hefja hljóðveisluna með
fögrum tónum af sinni alkunnu
snilld en hann hefur verið að
koma sterkur inn með nýtt efni
þar sem hann siglir á ný mið,
einsamall með kassagítarinn og
röddina að vopni.
Forsöluverð á midi.is og annars
staðar er 1.500 krónur en 2.000
krónur við innganginn. Á tónleik-
unum verður platan á sérstöku
tilboðsverði og veglegar veiting-
ar í boði. - glp
Tónleikar við
tjörnina í kvöld
FAGNA Í KVÖLD Útgáfutónleikar
Johnny and the Rest fara fram í kvöld.
MYND/GUNNAR MÁR PÉTURSSON
48 ramma byltingin er komin í
Smárabíó. Á dögunum voru sýn-
ingarvélar Smárabíós uppfærð-
ar. Það var gert til að geta sýnt
kvikmyndir sem teknar eru upp
á 48 römmum á sekúndu í fullum
gæðum, en hingað til hafa flest
kvikmyndahús notað búnað sem
styður helmingi færri ramma, eða
24 ramma á sekúndu.
Tæknin eykur á skýrleika þrí-
víddarmynda til muna með því að
varpa römmunum tvöfalt hraðar
á tjaldið og niðurstaðan verður sú
að myndin verður raunverulegri
og áhorfendur fá betri tilfinningu
fyrir þrívíddinni.
Með nýrri 48 ramma tækni gefst
áhorfendum nú tækifæri til að
njóta sagna Tolkiens líkt og þeir
sjálfir væru í hringiðunni miðri.
The Hobbit: The Desolation of
Smaug verður sýnd í þessum nýju
myndgæðum í Smárabíói.
Bylting
í Smárabíói
OPIÐ MÁN-FÖS 9-18 | LAU 11-15 | ÁRMÚLI 40 | S: 517 4600 | WWW.MARKID.IS
Birt með fyrirvara um myndbrengl og prentvillurÞjónustu samningur til 15. júní fylgir öllum nýjum hjólum!
Mikið úrval
Innifalið í þjónustusamningi:
Almenn yfirferð á hjólinu, stilling á gírum
og bremsum í 6-12 mánuði
10% afsláttur af vinnu á verkstæði og hjólavörum
Hámark 2 virkir dagar biðtími á verkstæði
20% afsláttur af hjálmi
NORCO PLATEAU
Verð áður 79.900kr. Verð nú63.920kr.
Dömu borgarhjól
Dempari í gaffli og sæti
NORCO CITY GLIDE
Verð áður 109.900kr. Verð nú76.930kr.
Klassískt dömu borgarhjól
NORCO STORM 6.1
Verð áður 89.900kr. Verð nú 71.920kr. NORCO STORM 6.2Verð áður 69.900kr. Verð nú55.920kr.
Verð áður 139.900kr. 97.930kr.NORCO CITY GLIDE 8NORCO STORM 9.1Verð áður 94.900kr. Verð nú75.920kr.
29” hjól
Mikið úrval
af hjólavörum
Topp þjónusta - 30 ára reynsla
um Jólin
Ekki gleyma að
leika þér
SETTU
ÚTIVERU Í PAKKANN!
20%AF ÖLLUM
SKÍÐAPÖKKUM
SKÍÐAVÖRUR
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA!