Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 20.12.2013, Qupperneq 90
20. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 66 HANDBOLTI Hanna Guðrún Stefánsdóttir, hornamaður Stjörnunnar, er besti hraða- upphlaupsleikmaður og einnig duglegasti leikmaðurinn í Olísdeild kvenna að mati þjálfara deildarinnar. Reynsluboltinn hefur staðið sig vel með toppliði Stjörn- unnar það sem af er leiktíð. Liðið er tap- laust í deildinni og vann deildarbikarinn um síðustu helgi. „Árangurinn hefur ekki komið á óvart. Við erum með hörkuhóp og tvo til þrjá leikmenn í hverja stöðu,“ segir Hanna Guðrún. Rúm tvö ár eru síðan leggja átti niður kvennalið Garðabæjarliðsins sökum rekstrarvandamála. Hanna gekk í raðir Stjörnunnar árið áður og segir það hafa verið áfall þegar leggja átti liðið niður. Árangurinn nú sé þeim mun skemmtilegri fyrir vikið. „Við stelpurnar sem urðum eftir ákváð- um að gefast ekki upp,“ segir Hanna en nokkrir lykilmenn gengu til liðs við önnur félög. Nú séu fyrrverandi leikmenn komn- ir heim eftir veru hjá öðrum félögum og aðrir úr fæðingarorlofi. „Það er ótrúlegt hvað hefur ræst úr liðinu,“ segir aldurs- forsetinn 34 ára. Aldursbilið í hópnum er mikið eða sautján ár en Hanna leggur áherslu á að allar séu jafnar í liðinu. „Það er engin drottning í liðinu,“ segir fyrir- liðinn. Hanna segir liðið samstilltara en í fyrra þegar miklar breytingar voru gerðar fyrir mót. Liðið fór þó í úrslit á Íslandsmótinu en tapaði fyrir Fram. Nú er markmiðið skýrt. Titillinn á að koma heim í Garðabæ. Finnst ég eiga heima í landsliðinu „Það er ekkert leyndarmál. Við förum í alla leiki til þess að vinna,“ segir Hanna. Úrslitaleikurinn gegn Gróttu um helgina hafi verið áfangi enda voru Seltirningar eina liðið sem Stjarnan hafði ekki mætt á leiktíðinni. Grótta hefur staðið sig vel en Stjarnan reyndist of stór biti í úrslita- leiknum. „Það var ákveðinn prófsteinn fyrir okkur og við stóðumst hann mjög vel.“ Hanna er margreyndur landsliðsmaður og hefur verið í lykilhlutverki um árabil. Hún var hins vegar ekki valin í landsliðið fyrir leikina gegn Slóvakíu og Finnlandi í undankeppni EM í október. Þegar Ásta Birna Gunnarsdóttir meiddist var Hanna kölluð inn í hennar stað. „Mér finnst ég alltaf eiga heima í landsliðinu á meðan ég er í toppstandi,“ segir Hanna. Landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson hafi viljað gefa yngri leik- mönnum tækifæri og hún skilji það. Þjálf- arinn ráði ferðinni. „Maður er samt alltaf fúll að vera ekki valinn.“ Var sett í hægra hornið Flestir þekkja Hönnu sem rétthentan hægri hornamann en hún hefur bæði spilað á miðjunni og mest í vinstra horn- inu með Stjörnunni í vetur. Samkeppnin í hægra horninu er mikil eftir að Sólveig Lára Kjærnested sneri aftur í vor úr fæð- ingarorlofi. „Við reyndum að nýta okkar lið eins vel og hægt er,“ segir Hanna. „Þetta er tilraun fyrir mig því þótt ég sé rétthent er ég rosalega örvhent,“ segir Hanna og hlær. Til þessa hafi hún spilað 35 mínút- ur í vinstra horninu í landsleik en annars alltaf hægra megin. Hún hefur spilað nán- ast allar stöður á vellinum á ferlinum en í yngri flokkum var hún ýmist markvörður eða miðjumaður. Það breyttist er hún hóf að spila með meistaraflokki Hauka þegar hún var fimmtán ára. „Þá vantaði hægri hornamann í liðið. Þá sagði einhver að Hanna gæti spilað alls staðar. Svo ég var sett í hægra hornið og hef verið þar síðan,“ segir Hanna. Dugleg- asti leikmaður deildarinnar segir áhuga sinn og metnað alltaf jafnmikinn. „Það breytist ekkert og ég er ennþá í mínu fantaformi ef þannig má að orði komast. Ég er líka ótrúlega heppin því ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að koma mér í form.“ kolbeinntumi@frettabladid.is Engin drottning í Stjörnunni Eft ir tæpa tvo áratugi í hægra horninu er Hanna Guðrún Stefánsdóttir byrjuð að spila í því vinstra. Hanna segir fúlt þegar hún sé ekki valin í landsliðið og ekkert leyndarmál að Íslandsmeistaratitillinn sé markmiðið. Hanna var valin besti hraðaupphlaupsleikmaðurinn og duglegasti leikmaðurinn af þjálfurum deildarinnar. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS MEÐAL ÞJÁLFARA OLÍS-DEILDAR KVENNA Í HANDBOLTA HVER ER BESTA HRAÐA- UPPHLAUPSKONAN Í OLÍS-DEILD KVENNA? 1. Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni 49 stig (Hún fékk 9 atkvæði í fyrsta sæti) 2. Solveig Lára Kjærnested, Stjörnunni 18 (2) 3. Unnur Ómarsdóttir, Gróttu 13 (1) 4. Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV 8 5. Steinunn Snorradóttir, FH 6 5. Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Val 6 7. Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram 4 8. Sigurbjörg Jóhannsdóttir , Fram 3 9. Sigríður Hauksdóttir, HK 1 Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. HVER ER DUGLEGASTI LEIKMAÐURINN Í OLÍS- DEILD KVENNA? 1. Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni 25 stig (Hún fékk 4 atkvæði í fyrsta sæti) 2. Steinunn Björnsdóttir, Fram 18 (3) 3. Florentina Grecu, Stjörnunni 10 (2) 4. Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV 6 (1) 5. Hildur Björnsdóttir, Fylki 5 (1) 6. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 4 6. Lene Burmo Skredderstuen, Gróttu 4 6. Berglind Ósk Björgvinsdóttir, FH 4 9. Kristín Guðmundsdóttir, Val 3 9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val 3 9. Rebekka Rut Skúladóttir, Val 3 9. Steinunn Snorradóttir, FH 3 9. Sandra Sif Sigurjónsdóttir, Stjörnunni 3 9. Sigurbjörg Jóhannsdóttir , Fram 3 15. Karen Helga Sigurjónsdóttir, Haukum 1 15. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK 1 15. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 1 15. Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Stjörnunni 1 15. Unnur Ómarsdóttir, Gróttu 1 Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 50 stig en 11 af 12 þjálfurum gáfu atkvæði fyrir duglegasta leikmanninn. FYRIRLIÐINN Hanna Guðrún er mikill leiðtogi og þekkir vel að vera fyrirliði hjá sínu liði. Hún tók við því hlutverki hjá Haukum þegar Harpa Melsted lagði skóna á hilluna og gegnir því nú í Garðabænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Jaleesa Butler hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val en Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur ákveð- ið að skipta um bandaríska leik- mann Hlíðarendaliðsins fyrir seinni hluta Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Jaleesa Butler var á sínu þriðja tímabili hjá Ágústi og á sínu fjórða tímabili á Íslandi en hún skilaði ekki sömu tölum og á hinum þremur tímabilum sínum í deildinni. Jaleesa Butler var með 16,7 stig, 11,9 fráköst og 4,6 stoðsendingar að meðal- tali í leik í vetur en Vals- liðið vann aðeins 6 af 14 leikjum sínum fyrir mót eftir að hafa verið spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir mót. Butler átti frábæra innkomu í Valsliðið á miðju síð- asta tímabili en þá var hún með 20,4 stig og 15,2 fráköst að með- altali í leik. Ágúst er búinn að finna nýjan bandarískan leikmann til þess að fylla skarð Butler en sú spil- ar ekki sömu stöðu. Butler spilar vanalega nálægt körfunni en nú mun Valsliðið tefla fram banda- rískum bakverði. Anna Martin mun leysa Butl- er af en Martin útskrifaðist úr DePaul-háskólanum síðasta vor. Martin var með 13,8 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í 127 leikjum með skólanum. Martin er sjötti stigahæsti leikmaður DePaul-háskólans frá upphafi en hún er enn fremur í 5. sæti yfir flestar þriggja stiga körfur og í 6. sæti yfir flest- ar stoðsendingar. Anna Martin skoraði tíu stig eða meira í 89 af 127 leikjum sínum með skól- anum en hún byrjaði inn á í 116 leikjum. Anna Martin mun væntanlega spila sinn fyrsta leik með Val þegar liðið heimsækir KR hinn 5. janúar næstkomandi. - óój Anna Martin með Val á nýju ári Jaleesa Butler hefur spilað sinn síðasta leik með Val í kvennakörfunni í vetur Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Anna Martin spilaði með DePaul-háskólanuim undanfarin fjögur ár. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Helmingur liða í Dominos-deild kvenna hefur nú skipt um bandarískan leikmann en þrír nýir leikmenn fá að spreyta sig í deildinni í upphafi nýs árs. KR reið á vaðið og skipti um Kana efir aðeins fjórar umferðir en Grindavík, Njarðvík og Valur nýta öll jólafríið til að taka inn nýjan leikmann. Skiptin heppnuðust vel hjá KR en Vesturbæjarkonur hafa unnið 5 af 7 leikjum sínum síðan Ebone Henry mætti á klakann. Henry var reyndar skelfileg í fyrsta leik (5 stig, hitti úr 2 af 26 skotum) en hefur skilað mjög flottum tölum eftir það. MEÐALSKOR BANDARÍSKU LEIKMANN- ANNA Í DOMINOS-DEILD KVENNA: 1. Lele Hardy, Haukum 29,6 2. Ebone Henry, KR 25,1 (Kom ný í nóvember) 3. Chynna Brown, Snæfelli 23,1 4. Di‘Amber Johnson, Hamar 22,5 5. Porsche Landry, Keflavík 21,8 6. Kelli Thompson, KR 19,8 (Látin fara í október) 6. Jasmine Beverly, Njarðvík 18,9 (Látin fara í desember) 7. Lauren Oosdyke, Grindavík 18,1 (Látin fara í desember) 8. Jaleesa Butler, Valur 16,7 (Látin fara í desember) Fjögur af átta liðum hafa skipt um Kana SEND HEIM Jaleesa Butler verður ekki meira með í vetur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.