Fréttablaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 2
27. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VEÐUR Útlit er fyrir svolítið stífan
vind víðast hvar á landinu á gaml-
árskvöld og einhverri úrkomu,
aðallega á suðausturhluta lands-
ins.
„Á þriðjudaginn dregur úr
frosti fyrir norðan og hiti verð-
ur rétt fyrir ofan frostmark fyrir
sunnan á gamlársdag,“ segir
Hrafn Guðmundsson, vakthafandi
veðurfræðingur.
Hvað næstu daga varðar telur
Hrafn að norðanáttin gangi ekki
niður strax. „Það hvessir aftur í
fyrramálið [í dag] vestanlands
með meiri snjókomu fyrir norð-
an. Síðan hvessir á öllu landinu
seinnipartinn. Hún er ekki alveg
búin að syngja sitt síðasta þessi
mikla lægð sem er núna milli
Íslands og Noregs, þótt hún hafi
grynnst talsvert.“
Vegurinn milli Ísafjarðar og
Súðavíkur verður áfram lokað-
ur fyrir allri umferð vegna snjó-
flóðahættu og litlar líkur eru á
því að hann verði opnaður á morg-
un ef veðurspá gengur eftir.
Rafmagn fór af á nokkrum stöð-
um á landinu á aðfangadag sökum
óveðurs, þar á meðal á Laugum í
Reykjadal. „Þetta eru bestu jólin
frá því að ég var barn,“ sagði
Örlygur Hnefill Örlygsson, hótel-
stjóri á Húsavík. -fb
Lægðin sem hefur verið yfir landinu er ekki enn búin að syngja sitt síðasta:
Stífur vindur á gamlárskvöld
GAMLÁRSKVÖLD Hiti verður rétt fyrir ofan frostmark fyrir sunnan á gamlársdag.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FRAKKLAND, AP 67 ára gamall maður ók á hlið forsetahallarinnar Elysee
Palace í París samkvæmt Associated Press. Maðurinn var handtekinn en
hann slasaðist lítillega við áreksturinn.
Ökumaðurinn, sem talinn er ítalskur, var þó ekki á ofsahraða þegar
hann ók á hliðið og því varð tjónið á því ekki mikið. Maðurinn sem sagður
er leikhússtjóri á með athæfi sínu hafa verið að mótmæla niðurskurði til
lista- og menningarmála í landinu.
Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir að stofna lífi borgara í hættu, fyrir
að niðurlægja þjóðareign og fyrir vopnað ofbeldi, þar sem hann notaði
bíl sinn sem vopn. - glp
Ökufantur ók á hlið forsetahallarinnar í Frakklandi:
Ók á hallarhliðið
HÆTTA VIÐ HLIÐIÐ Ítalski leikhússtjórinn ók á hlið hallarinnar í bræði er talið.
NORDICPHOTOS/GETTY
KVIKMYNDIR Hross í oss eftir
Benedikt Erlingsson er ekki á
meðal þeirra níu kvikmynda sem
eiga núna möguleika á tilnefn-
ingu til Óskarsverðlaunanna.
Alls voru 76 myndir á upphaf-
lega listanum, þar á meðal Hross
í oss. Nú mun þrjátíu manna dóm-
nefnd velja þær fimm myndir sem
verða tilnefndar í janúar.
Á meðal kvikmynda sem hlutu
náð fyrir augum dómnefndar-
innar eru The Hunt eftir danska
leikstjórann Thomas Vinterberg.
Einnig voru valdar myndir frá
Þýskalandi, Belgíu, Bosníu og Her-
segóvínu, Kambódíu, Hong Kong,
Ungverjalandi og Palestínu. -fb
Tilnefningar til Óskarsins:
Hross í oss helt-
ist úr lestinni
HEILBRIGÐISMÁL Legudögum sjúk-
linga á sjúkrahúsum fer fækk-
andi. Þetta kemur fram í saman-
tekt landlæknis á starfsemi
sjúkrahúsa á landsvísu á árunum
2003 til 2012. Þá eru einnig færri
lagðir inn en áður.
Mikill munur er á kynjunum
þegar kemur að innlögnum, mun
fleiri konur eru lagðar inn en
karlar, en tölurnar ná einnig yfir
legur vegna fæðinga. Legudögum
fer þó fækkandi hjá báðum kynj-
um. Þá hefur meðallegutími lítið
breyst á þessum tíma.
Fleiri eldri borgarar eru lagðir
inn en þeir sem eru undir 67 ára.
- fbj
Landlæknir gefur út skýrslu:
Færri eru lagðir
inn á sjúkrahús
SPURNING DAGSINS
ÍÞRÓTTIR „Ljóst er að aðstandend-
ur mótsins eru komnir í verulega
slæma klípu sem ekki hefur verið
fundin lausn á,“ segir Steinþór
Bjarni Kristjánsson, formaður
stjórnar Fossavatnsgöngunnar, í
bréfi til Ísafjarðarbæjar.
Steinþór vekur athygli á því í
bréfi sínu að íþróttahúsið á Torfa-
nesi hafi verið tekið frá fyrir
handboltamót sömu helgina og
skíðafólkið ætli að þreyta Fossa-
vatnsgönguna í byrjun maí á
næsta ári. „Fossavatnsgangan
fer fram hér á Ísafirði á hverju
vori. Þetta ætti raunar flestum að
vera kunnugt um, enda hefur hún
verið árviss viðburður í bæjar-
lífinu frá árinu 1935, með litlum
hléum,“ útskýrir Steinþór fyrir
bæjaryfirvöldum.
Steinþór segir hið alþjóðlega
skíðasamfélag hafa sívaxandi
áhuga á Fossavatnsgöngunni og
erlendum þátttakendum fjölgi ár
frá ári.
„Stærstu mótaraðir heims
á þessu sviði, Worldloppet
og Euroloppet, hafa sóst eftir
samstarfi við Fossavatnsgöng-
una,“ skrifar Steinþór. Þetta feli
í sér að Fossavatnsgangan starfi
í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi
og keppi við erlendar göngur um
hylli skíðafólks. Alls kyns önnur
dagskrá en skíðagangan sjálf sé
hluti Fossavatnsgöngunnar.
„Afnot af íþróttahúsinu á Torf-
nesi hafa verið lykillinn að þess-
ari viðbótardagskrá og að þeirri
mótsumgjörð sem Fossavatns-
gangan hefur getið sér gott orð
fyrir víða um heim,“ segir Stein-
þór. Afar bagalegt sé að búið sé
að taka íþróttahúsið á Torfnesi
frá fyrir handknattleiksmót því
ekkert annað hús í sveitarfé-
laginu rúmar þann fjölda fólks
sem sækir gönguna.
„Í vor munu koma hingað eft-
irlitsmenn frá Alþjóðlega skíða-
sambandinu og Worldloppet-
samtökunum til að gera úttekt á
mótshaldi, aðbúnaði og umgjörð,“
segir Steinþór. Vandinn sé því
mikill.
„Ekki verður hægt að bjarga
málinu með því að breyta dag-
setningu göngunnar, því allt
markaðsstarf erlendis hefur mið-
ast við fyrstu helgina í maí. Dag-
setningin er komin inn í móta-
skrár, með annars hjá Alþjóðlega
skíðasambandinu, og ferðaskrif-
stofur erlendis eru þegar byrj-
aðar að auglýsa og selja ferðir
í Fossavatnsgönguna umrædda
helgi,“ undirstrikar Steinþór.
Í samtali við Fréttablaðið seg-
ist forsvarsmaður Fossavatns-
göngunnar viss um að málið leys-
ist. „Það er hægt að leysa allt en
ef við fáum ekki íþróttahúsið
verður það ekki besta lausnin.“
gar@frettabladid.is
Fótunum kippt undan
árvissri fjöldagöngu
Skíðagangan Fossavatnsgangan sem haldin hefur verið á Ísafirði frá árinu 1935 er
í uppnámi því bærinn leigði út íþróttahúsið á Torfnesi gönguhelgina. Bæjarráðið
harmar málið. Eftirlitsmenn Alþjóðlega skíðasambandsins fylgjast með göngunni.
FOSSAVATNSGANGAN Heimsþekktir skíðagöngumenn hafa tekið þátt í Fossavatns-
göngunni sem öðlast sífellt alþjóðlegri skírskotun. MYND/FOSSAVATN.COM
SAMGÖNGUR Atvinnuþróunarfélag
Suðurnesja vinnur nú að úttekt á því
hvort hagkvæmt sé að bjóða upp á
innanlandsflug frá Keflavíkurflug-
velli. Vinnu við úttektina á að ljúka
í byrjun febrúar.
„Við erum ekki að horfa til þess
að Reykjavíkurflugvelli verði lokað,
heldur hvort við getum boðið upp á
breiðari vörulínu í innanlandsflugi,“
segir Berglind Kristinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum og Heklunnar,
atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Hún bendir á að miðað við fyrstu
upplýsingar sem félagið hafi aflað
sér séu aðeins rétt um þrjú pró-
sent farþega með innanlandsflugi
erlendir ferðamenn. Þar séu því
miklir möguleikar á að stækka
kökuna. „Það kom fram tillaga frá
sveitarstjórnarmönnum á aðalfundi
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum sem haldinn var í október
þess efnis að það væri kannað hvaða
afleiðingar það hefði fyrir okkur ef
Reykjavíkurflugvöllur legðist af,“
segir Berglind.
Einnig verður skoðað hvort mögu-
legt sé að fá fleiri erlenda ferða-
menn til að nýta sér innanlandsflug
með því að fljúga frá Keflavíkur-
flugvelli. Það tengist ekki framtíð
Reykjavíkurflugvallar, segir Berg-
lind. Icelandair hefur boðið upp á
flug milli Keflavíkur og Akureyr-
ar yfir sumarið, en innanlandsflug
hefur að öðru leyti ekki farið um
Keflavíkurflugvöll. Berglind segir
að mörgu að huga, enda ekki einfalt
að bjóða upp á innanlandsflug frá
alþjóðaflugvelli. - bj
Atvinnuþróunarfélag kannar kosti og galla við að bjóða upp á innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli:
Þrjú prósent erlendra ferðamanna í flug
FLUG Innanlandsflug til suðvestur-
hornsins hefur hingað til farið að nær
öllu leyti um Reykjavíkurflugvöll.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Fórstu í mörg útköll yfir jólin?
„Já, ég aðstoðaði Stúf á tíu stöðum
á aðfangadag.“
Andrés Ingólfsson hefur verið einn helsti
aðstoðarmaður jólasveinanna í þrjátíu ár.
Hann aðstoðaði Stúf á aðfangadag.
Ekki verður hægt að
bjarga málinu með því að
breyta dagsetningu göng-
unnar, því allt markaðsstarf
erlendis hefur miðast við
fyrstu helgina í maí.
Steinþór Bjarni Kristjánsson,
formaður stjórnar Fossavatnsgöngunnar