Fréttablaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 36
Lífi ð
FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn.
Hvern faðmaðir þú síð-
ast? Ég faðmaði son minn.
En kysstir? Son minn líka,
það er svo gott!
Hver kom þér síðast á
óvart og hvernig? Systir
mín þegar hún kom með heitt
súkkulaði, rjóma og smákök-
ur upp á spítala til okkar.
Hvaða galla í eigin fari
ertu búin að umbera
allt of lengi? Æi, ég veit
það ekki, ætli ég mætti ekki
vera duglegri að taka til í
kringum mig, fötin mín eru
sjaldan inni í skáp, meira
úti um allt á svefnherbergis-
gólfinu.
Ertu hörundsár? Nei, ekk-
ert alvarlega allavega.
Dansarðu þegar enginn
sér til? Nei, en ég syng.
Hvenær gerðirðu þig
síðast að fífli og hvern-
ig? Held það sé öllum fyrir
bestu að vera ekkert að rifja
það skemmtilega atvik upp.
Hringirðu stundum í
vælubílinn? Já, er það ekki
örugglega 113?
Tekurðu strætó? Nei.
Hvað eyðirðu miklum
tíma á Facebook á dag?
Kannski 2 klukkustundum en
stundum minna.
Ferðu hjá þér þegar þú
hittir fræga eða heils-
arðu þeim? Nei, en ég
heilsa fólki ef ég þekki það.
Lumarðu á einhverju
sem fáir vinir þínir vita
um þig? Uppáhalds ís-
lenska tímaritið mitt er Lifandi
vísindi og mér finnst leiðin-
legt að lesa tískublöð, grun-
ar að margir vinir mínir viti
það ekki.
Hvað ætlarðu alls ekki
að gera um helgina?
Sofa út.
Bryndís Gyða
Michelsen
ALDUR: 22
STARF: ER Í FÆÐINGARORLOFI
EINS OG ER. EIGANDI HUN.IS.
...SPJÖ
RU
N
U
M
Ú
R
Rósa Guðbjartsdóttir, rit-
stjóri Bóka-
félagsins og
bæjarfulltrúi
í Hafnar-
fi rði, deilir
uppskrift að
frábærum
forrétti.
„Reyktur lax
er alltaf í
miklu upp-
áhaldi hjá
mér og
flestum þykir hann góður. Það eru
endalausir möguleikar á útfærslu
en hér gef ég einfalda uppskrift
að ljúffengum laxarétti úr bókinni
minni Partíréttir. Hann hentar mjög
vel sem forréttur á hátíðum eða
sem smáréttur á hlaðborð. Réttur-
inn er því tilvalinn í áramótaveisl-
una. Smart er að bera hann fram í
litlum glösum eða skálum, á hlað-
borði nota ég gjarnan litlar krukk-
ur eða smáglös, jafnvel af mis-
munandi stærðum og gerðum. Það
er hentugt að útbúa réttinn nokkr-
um klukkustundum fyrr og geyma
í kæli, en þá er betra að dreypa
smá sítrónusafa yfir avókadóið.“
Lax í smáglösum
Uppskrift í um 20 lítil glös
eða krukkur
200 g reyktur lax, smátt skorinn
1 rauður greipávöxtur, smátt skor-
inn
1 avókadó, smátt skorið
1 lítill rauðlaukur, smátt saxaður
2 jalapeño, smátt söxuð
grófmalaður pipar að smekk.
Öllu blandað saman, sett í lítil
glös og borið fram.
FORRÉTTURINN LAX Í SMÁGLÖSUM
v
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín