Fréttablaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 22
27. desember 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Að undanförnu hafa verið að birtast greinar og svör við fyrir- spurnum um lagfæringar á kyn- færum kvenna í fjölmiðlum. Ljós- mæðrafélagi Íslands hafa borist fyrirspurnir þar að lútandi og hvort eðlilegt sé að hvatt sé til svokallaðra fegrunaraðgerða á ytri kynfærum kvenna og að þær séu taldar sjálfsagðar. Aðgerðir á skapabörmum, það er ytri kynfærum kvenna, hafa aukist verulega á undanförn- um árum í Bretlandi og má ætla að það eigi líka við hér á landi, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem hér á sér stað. Eftirspurn- in eftir slíkum aðgerðum virð- ist vera mest hjá konum á aldr- inum 20-45 ára og helstu ástæður fyrir aðgerðinni eru útlitslegar eða til að geðjast maka. Þess- ar konur eiga það sammerkt að innri skapa barmar eru stærri en ytri skapabarmarnir og telja þær það lýti á kynfærum sínum. Nið- urstaða rannsóknar sem gerð var meðal kvenna sem höfðu farið í fegrunaraðgerð á kynfærum var sú að konur hefðu óraunhæfar væntingar til aðgerðarinnar og virtist sem svo að þær vildu falla inn í eðlilegan ramma, sem þær voru hins vegar ekki alveg viss um hver væri. Þær lýstu kyn- færum sínum sem furðulegum og skrítnum, en voru ekki viss- ar um hvernig kynfæri kvenna gætu og ættu að líta út. Ætla má að sú tíska sem ríkir í dag, þar sem ungar konur raka öll hár af skapabörmum, ýti undir skapa- barmaaðgerðir þar sem kynfær- in verða mun sýnilegri þegar engin hár hlífa þeim. Aðgerðum af þessu tagi geta fylgt aukaverk- anir, sem dæmi má nefna sýking- ar, blæðingar, verki og örvef sem getur leitt til minni tilfinningar í kynfærunum. Flokkaðar sem limlesting Í skýrslu WHO frá 2008 kemur fram að allar aðgerðir á kynfær- um kvenna, sem ekki eru gerð- ar af heilsufarsástæðum en fela í sér að hluti eða öll ytri kyn- færi eru fjarlægð, eða ef annars konar misþyrmingar á kynfær- um eru viðhafðar, eru flokk- aðar sem limlesting á konum. Samkvæmt skýrslu UNICEF á Íslandi frá 2009 kemur fram að í febrúar 2008 „strengdu tíu stofnanir Sameinuðu þjóðanna þess heit að útrýma umskurði á kynfærum kvenna, með því að styðja við ríkisstjórnir, samfélög og konur og stúlkur sem vilja hverfa frá slíkri hefð“. Árið 1985 voru sett lög á Englandi um bann við umskurði kvenna og var það gert í kjölfar dauða þriggja ungra stúlkna sem blæddi út eftir umskurð. Á Íslandi hafa slík lög ekki verið sett. Þó var árið 2005 bætt við 218. grein almennra hegningarlaga ákvæði um refsingu við líkamsárás sem veldur tjóni á heilsu eða líkama stúlkubarna eða kvenna með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti. Í kjölfar þess sem að framan er sagt og með tilliti til þess að umskurður á kynfærum kvenna er enn þann dag í dag gerður vegna hefða og til þess að gera konur gjaldgengar á hjónabands- markaði er eðlilegt að velta því upp af hvaða toga nútímafegrun- araðgerðir á kynfærum kvenna eru. Eru þær til að fullnægja þörf kvenna til að líta vel út, eða er þessi aðgerð til að markaðssetja kynfæri kvenna á nýjan hátt, gera þær gjaldgengar á hjóna- bandsmarkaði í karllægu samfé- lagi nútímans, eða gjaldgengar í eigin augum vegna markaðs- setningar klámvæðingarinnar? Er hugsanlegt að með fræðslu og styrkingu kvenna sé hægt að breyta því viðhorfi þeirra að kyn- færin séu ekki eðlileg, eða útlit þeirra fullnægi ekki kröfum samtímans? Slík fræðsla getur orðið til þess að konur þekki og viti betur hvað telst eðlilegt, því liðið betur og orðið sáttar við sjálfa sig. Nútímaaðgerðir á sköpum kvenna – fegrunaraðgerðir eða hvað? Hin almenna umræða um íslenskan sjávarútveg gengur því miður oft út á það að vera á neikvæðum nótum. Sjaldan er minnst á hina ótrúlegu þroska- sögu íslensks sjávarút- vegs síðustu þrjátíu árin. Í dag er þorskur ekki bara fryst flök og hertir haus- ar heldur hluti af lyflækn- ingavörum, handtöskum frá Prada, heilsuvörum og svona mætti lengi telja. Í þessari grein langar mig að nefna það sem jákvætt er og deila með almenn- ingi brot af því sem fullunnið er úr sjávarfangi. Við sjávarútveginn starfar fólk með gríðarlegu þekkingu á sínu sviði. Þetta fólk hefur fundið aðferðir til að fá meira úr sjávar- afurðinni en áður þekktist og um leið margfaldað verðmæti aflans. Þessi byltingarkennda nýting hrá- efnis hefur sett Íslendinga í sér- flokk og um leið skapað þeim ótelj- andi störf. Árið 1981 veiddu Íslendingar 460.000 þúsund tonn af þorski. Árið 2011, eða 30 árum síðar, veiddust hér við land 180.000 þús- und tonn eða 280.000 þúsund tonn- um minna. Á sama tíma tvöfaldað- ist samt útflutningsverðmætið og fór úr 340 milljónum dala (núvirt) árið 1981 í 680 milljónir dalir árið 2011. Árið 1981 voru ¾ hlutar útfluttra þorskafurða heilfrystur þorskur og fryst flök. Árið 2011 lítur vöruúrvalið úr þorskinum allt öðru vísi út. Fiskiroð og Nike í eina sæng Ferskar gæðaafurðir skapa þjóð- arbúinu mikil verðmæti auk salt- fisks, lýsis, skreiðar, hrogna, þorskhausa, beingarða og ýmissa annarra matvæla. Á síðustu árum hefur bæst við fjöldi fyrirtækja sem farið hafa ótroðnar slóðir í að nýta þorskinn. Hér má nefna fyrirtæki eins og ZymeTech sem nýtir ensím úr innyflum til að framleiða lyflækningavörur og húðáburð, Kerecis sem nýtir roð til að framleiða stoðefni fyrir þrá- lát sár, Atlantic Leather sem vinn- ur fiskleður úr roði og selur til fyrirtækja á borð við Prada, Dior, Nike og Puma, og Lipid Pharma- ceuticals sem þróar lyf sem inni- halda omega-3 fitusýrur úr fiski- olíum. Lyf og líftæknivörur eru unnar úr þorskinum, fæðubót- arefni, snyrtivörur, heilsuvörur, dýrafóður, kollagen og fleira og fleira. Við erum með niðursoðna lifur, þurrkaða hausa, mjöl, Pen- zim sem er unnið úr innyflum þorskins og áfram mætti lengi telja. Allur þorskurinn er nýttur og engu er hent. Fullvinnsla sjávarafurða hefur leitt til þess að fjöldinn allur af störfum hefur skapast. Aukin menntun skipar einnig stóran sess í þessari þróun. Árið 2009 kom út könnun sem gerð var í fram- haldsskólum og sýndi hún að þeir sem vildu vinna við sjávarútveg í framtíðinni voru aðeins 0,9 pró- sent. Sýnir þessi tala m.a. að það þarf og verður að gera eitthvað róttækt til að sýna þessum krökk- um öll tækifærin sem eru í sjávar- útveginum. Það þarf meðal annars að fjalla um sjávarútveginn í mun víðara samhengi heldur en gert er núna. Útvegsblaðið hefur gert það í mörg ár en aðrir fjölmiðlar þurfa að gera slíkt hið sama. Ég tek það fram að ég er ekki að alhæfa, margir eru vel með á nótunum, en betur má ef duga skal. Störf í sjávarútvegi og afleidd störf eru svo mörg og fjölbreytt að erfitt er að telja þau öll upp en til þess að átta sig á hversu mikið umfang sjávarútvegs er og hversu margar hliðar hann hefur bendi ég á heimasíðu Íslenska sjávar- klasans þar sem finna má skýrsl- una Tveir fyrir einn. Sýnir þessa skýrsla á mjög greinargóðan hátt allar þær afurðir sem skapast hafa við fullvinnslu á sjávaraf- urðum og mæli ég með því að fólk kynni sér hana. Ég vinn við sjávarútveginn og er það skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið. Sjávarútvegur á jákvæðum nótum Hlutverk grunnskólans er uppeldi og mótun; að laða fram mannlega eig- inleika sem þeir lifna og birtast, – þroska þá og móta til hæfileika og færni, einstaklingum og samfélagi til hamingju og heilla. Það má líka orða það svo að hlutverk grunnskólans sé að leiða vaxandi ungviði í sann- leikann um mannlegt eðli svo og að kenna og þjálfa félagslega færni, siði og reglur mannlegra samskipta. Sálar,- uppeldis- og kennslu- fræðin eiga síðan að svara okkur því hver fræðsla og viðfangsefni, hvenær og hvernig unnin, megi best tryggja árangur skólastarfs- ins. Lífsskeið grunnskólanemand- ans er skeið vaxtar og þroska – líkamlega, tilfinningalega, vits- munalega og félagslega. Með grunnskólalögum skuldbind- ur samfélagið sig til þess að hlúa að, örva og móta mannlega möguleika hvers og eins. Hlut- verk grunnskólans er að sinna þörfum uppvaxandi ungviðis, að rækja skyldur samfélagsins við börn og unglinga. Hlutverk- ið er mannrækt, að búa ungvið- inu leikni og færni til þess að ferðast áfallalítið um mannheima og velja sér verkefni, sem hæfa áhuga og getu. Viðfangsefni grunnskólans er því lífsleikni og þá má líta á loka- skírteini grunnskólans sem eins konar haffærniskírteini á lífsins ólgusjó. En fæstum er það nóg að fljóta – menn vilja sigla og ráða för. Hlutverk framhalds- skólans er annars eðlis, það er að hlusta á raddir samfélags og atvinnulífs og setja þeim kröfur og skilmála um þekkingu og leikni sem vilja sigla og ráða för. Viðurkennum ekki eðlismun F ra mha ldsná m ska l undir búa nemendur undir tiltekin störf sem krefjast viðeigandi sérmenntunar. Einnig má orða það svo, að við- fangsefni skyldunámsins sé lífs- leikni en viðfangsefni framhalds- námsins starfsleikni. Ég tel grunnskólann líða fyrir það að við viðurkennum ekki eðlismun lífsmennta og starfs- mennta. Nú er meginhlutverk grunnskólans, lífsleiknin, orðin sjálfstæð námsgrein. Ekki líst mér á að loka þetta viðfangsefni af sem einangraða námsgrein í grunnskólanum og opna þá jafn- vel fyrir enn meiri stýringu framhaldsskólans. Ég vil halda kröfunni um mannrækt og lífsleikni grunn- skólans ofar kröfu framhalds- skólanna um tiltekna þekkingu í einstökum námsgreinum. Til þess að skilja á milli eðlislega óskildra markmiða grunnnáms og framhaldsnáms er ef til vill nauðsynlegt að lengja tímabilið þar á milli frá einu sumri, jafnvel að leggja inn millistig sem verði þá hvort tveggja í senn fullnum- un og prófraun lífsleikninnar og undirbúningur sérhæfingar. Á kerfismáli vildi ég sjá lok skyldunáms á fermingarvori nemandans eða með 8. bekk. Eftir skólaskylduna tæki síðan við þriggja ára frjáls miðskóli, mjög sveigjanlegur, en vel skil- greindur og væri „unglingamið- aður“ – legði megináherslu á verk- og listgreinar, félagsþrosk- un og persónumótun. Skólaskyld- an væri þá átta ár en fræðslu- skylda stæði þremur árum lengur. Framhaldsskólinn væri síðan þriggja ára skóli. Sveigjanleiki væri í kerfinu til að ljúka hverju skólastigi fyrir sig á skemmri tíma. Inntökupróf væru haldin við framhaldsskóla, lokapróf áfanga eftir ástæðum og útskrift ræðst af námshraða nemenda, sem gætu þá hafið háskólanám mun fyrr en verið hefur. Skyldunámið, grunnskólinn, ætti að vera í umsjá ríkisins, en miðskólinn og framhaldsmennt- unin á betur heima í umsjá sveit- arfélaga og samtaka þeirra. Eðlismunur lífsleikni og starfsmennta Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín MENNTUN Sturla Kristjánsson sálar- og uppeldis- fræðingur og Davis- ráðgjafi HEILBRIGÐISMÁL Björg Sigurðardóttir ljósmóðir MS Kristín Rut Haraldsdóttir ljósmóðir MS Fyrir hönd Ljósmæðrafélags Íslands ➜ Hin almenna um- ræða um íslenskan sjávarútveg gengur því miður oft út á það að vera á neikvæðum nótum. Sjaldan er minnst á hina ótrúlegu þroskasögu íslensks sjávarútvegs síðustu þrjátíu árin. ➜ Niðurstaða rannsóknar sem gerð var meðal kvenna sem höfðu farið í fegrunar- aðgerð á kynfærum var sú að konur hefðu óraun- hæfar væntingar til að- gerðarinnar og virtist sem svo að þær vildu falla inn í eðlilegan ramma, sem þær voru hins vegar ekki alveg viss um hver væri. Þær lýstu kynfærum sínum sem furðulegum og skrítnum, en voru ekki vissar um hvernig kynfæri kvenna gætu og ættu að líta út. ➜ Viðfangsefni grunn- skólans er því lífsleikni og þá má líta á lokaskírteini grunnskólans sem eins konar haff ærniskírteini á lífsins ólgusjó […] Hlut- verk framhaldsskólans er annars eðlis, það er að hlusta á raddir samfélags og atvinnulífs og setja þeim kröfur og skilmála um þekkingu og leikni sem vilja sigla og ráða för. SJÁVAR- ÚTVEGUR Hildur Kristborgardóttir framkvæmdastjóri Goggs og formaður Kvenna í sjávar- útvegi Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.