Fréttablaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 10
27. desember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Kanarí
14. janúar í 15 nætur
Skíði
4./11./18. janúar
Frá kr.
99.900
Frá kr.
99.900
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
e
m
p
re
nt
vi
l
n
lu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
i
ð
i
ð
ás
k
á
r r
ja
lja
ljailj
a
ér
r
sé
r
r
ér
r
sé
r
sés
t
t
tt
t
ttttéttétéé
e
l l
e
il
le
ð
ré
téé
ið
ré
ið
tin
g
a
tin
g
a
tin
g
a
ng
a
tin
g
a
á
sl
á
s
l
á
sá
ík
u.
ík
u.
ík
u.
ík
u
í
A
th
.
A
th
.
A
th
A
th
.
A
th
A
th
A
thhthththh
A
thththththtttt
A
að
v
e
að
ð
ðaða
ð
g
e
ð
g
eeeee
ð
g
eee
ðrð
g
e
rð
g
eeeeeee
g
eeeeeeeee
g
eeeee
g
eeeee
g
e
g
e
g
e
g
e
g
e
g
ee
gggg
ð
gggggg
ð
ggggggggggg
ð
ggg
rð
ur
b
tu
r
b
ur
b
ur
b
tu
r
bb
tu
r
tu
r
tu
r
tu
r
tu
r
tu
rututuuututuutu
re
ys
t
re
ys
t
ey
st
re
ys
tt
re
ys
tttt
án
f
á
n
f
á
n
f
á
n
f
án
f
n
f
án
f
án
ff
ánánánánnnnánáánánánnnnánánánnnánánánááááááááááááááááááááááááááá
yr
irv
yr
irv
yr
irv
yr
irvv
ar
a.ra
.
raaar
aararaaaaaaaaaraaa
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
60
76
8
M
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna
og 2 börn kr. 99.900 á Dorotea í
íbúð m/2 svefnherbergjum.
2 fullorðnir í íbúð m/2 svefn-
herbergjum á 134.900 á Dorotea.
Sértilboð 14. janúar í 15 nætur.
Einnig í boði gisting á Los Tilos,
verð m.v. 2 fullorðna kr. 119.900.
Sértilboð 15. janúar í 13 nætur.
Sjá aðra gistimöguleika og
tilboð á heimsferdir.is
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna
og 2 börn kr. 99.900 á Skihotel
Speiereck í Lungau með hálfu
fæði í viku.
2 fullorðnir kr. 120.300 á Skihotel
Speiereck í Lungau með hálfu
fæði í viku.
KJARAMÁL „Vissulega voru þarna
formenn fimm félaga í Starfs-
greinasambandinu sem ekki
vildu skrifa undir samningana,
það er ljóst að þeim fannst ekki
nógu langt gengið gagnvart þeim
tekjulægstu,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ, í samtali
við Fréttablaðið um gagnrýni
sem nýgerðir kjarasamningar
hafa sætt.
„Samtök atvinnulífsins höfðu
hafnað kröfu þessara aðila strax
í september og það var ljóst að
ekki var hægt að mynda grund-
völl að samningi og að efnahags-
kerfið hefði ekki staðið af sér
10-12% hækkun án þess að það
myndi hafa áhrif bæði á gengi
og verðlag,“ segir Gylfi.
Hann bætir við að þeir í verka-
lýðshreyfingunni hafi starfað í
næstum 100 ár og það sé bitur
reynsla þeirra að aðferðafræði
snöggra og mikilla launahækk-
ana í kjarasamningum hafi ekki
skilað þeim fram á veginn.
„Þó það sé digurbarkalegt að
standa á stól og hrópa þá hefur
það ekki skilað sér til okkar
félagsmanna þegar til lengdar
lætur. Það að byggja þetta upp
hægum skrefum er það sem skil-
ar sér í budduna í auknum kaup-
mætti,“ segir Gylfi.
Samkvæmt samningunum
hækka lægstu laun um 5 prósent
en almenn laun um 2,8 prósent.
Gylfi segir það hafa verið ein-
lægan vilja verkalýðshreyfing-
arinnar að leggja sitt af mörkum
til að tryggja stöðugleika og lága
verðbólgu.
„Það þarf að tryggja að það
sem við semjum um staldri við
í veskinu og verði að varan-
legri kaupmáttaraukningu. Það
er reynsla verkalýðshreyfinga
nágrannaþjóða okkar sem við
höfum verið í góðu sambandi
við, að gera hóflegar launabreyt-
ingar sem til lengdar skila miklu
meiri kaupmætti en þessi snögga
aðferð sem við viljum oft reyna.
Það er því miður óþolinmæðin
sem oft vill hlaupa með okkur í
gönur,“ segir hann.
Gylfi segir um 4% félagsmanna
ASÍ tilheyra félögunum sem ekki
skrifuðu undir samningana.
„Það eru 56 félög í ASÍ og á
laugardaginn gekk 51 þeirra
frá samningi. Tillagan frá þeim
sem ekki skrifuðu undir hljóðaði
vissulega upp á meiri hækkanir
fyrir þá tekjulægstu en einnig
um enn meiri hækkanir fyrir þá
tekjuhæstu. Við vildum auðvitað
fá meira í verkalýðshreyfingunni
en það sem Samtök atvinnulífsins
voru tilbúin að samþykkja og þar
munaði mjög miklu. Þeir höfðu
lagt til 2% flata hækkun og enga
krónutöluhækkun og það er búin
að vera þeirra afstaða í allt haust
frá því í september,“ segir Gylfi.
Hann segir SA hafa verið með
áróðurs- og auglýsingaherferð
fyrir þeirri afstöðu sinni og einn-
ig fengið að hluta til stuðning frá
Seðlabankanum fyrir því.
„Niðurstaðan varð sú að SA
fallast á okkar meginkröfu, að
lægstu launin hækki meira en
almenn laun og í ljósi afstöðu
þeirra var það mikill áfangasig-
ur að ná því í gegn, en auðvitað
hefðum við viljað sjá þessar tölur
hærri,“ segir Gylfi að lokum.
fanney@frettabladid.is
Skilar sér að byggja
launin upp hægar
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að það þurfi að tryggja að hækkanir sam-
kvæmt kjarasamningum skili sér í veski félagsmanna í auknum kaupmætti. Þó
það sé digurbarkalegt að standa á stól og hrópa þá skili það sér ekki til lengdar.
BANGKOK, AP Kjörnefnd í Taílandi
hefur hvatt ríkisstjórn landsins til að
fresta kosningum vegna götubardaga
sem háðir hafa verið milli öryggishers-
ins og mótmælenda.
Bardagarnir leiddu til dauða eins
lögregluþjóns og um 100 slösuðust í
gær.
Mótmælendur telja ríkisstjórnina
spillta og ólögmæta og vilja fresta
kosningunum til að tryggja lýðræðis-
umbætur.
Forsætisráðherrann, Yingluck
Shinawatra, vill að kosningarnar
verði haldnar eins og ráðgert er þann
2. febrúar þar sem hún telur að hún
muni fara með sigur af hólmi.
Kjörnefndin hefur biðlað til ríkis-
stjórnarinnar um að fresta kosningun-
um vegna öryggis- og friðarástæðna.
Samkvæmt stjónarskrá Taílands
verður að halda kosningar 45 til 60
dögum frá því að þing er rofið og telur
ríkisstjórnin því ekki stætt á því að
fresta kosningunum.
Mótmælin hófust seint í október en
ofbeldisfullu bardagarnir í gær voru
þeir fyrstu í um tvær vikur. - fbj
Mótmælendur krefjast lýðræðisumbóta áður en gengið verður til kosninga sem kjörnefnd vill fresta:
100 slösuðust í götubardögum í Taílandi
BERAST Á BANA-
SPJÓT Kjörnefnd í
Taílandi hefur hvatt
til þess að fyrirhug-
uðum kosningum
verði frestað vegna
götubardaga milli
öryggissveita og
mótmælenda.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STÖÐUGLEIKINN Í FYRIRRÚMI Ekki eru allir á eitt sáttir um nýgerða kjarasamn-
inga. Gylfi Arnbjörnsson segir ASÍ vilja tryggja stöðugleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í kjarasamningunum er gengið út frá því að fyrirtæki
gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum í ljósi
kostnaðaráhrifa þessa samnings og þeirra breyttu verð-
bólguvæntinga sem honum er ætlað að stuðla að.
Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, segir að sam-
tökin skori einfaldlega á fyrirtækin að gæta að sér í
verðlagsákvörðunum og horfa til þess að verðbólgu-
væntingar verði að fara niður.
„Við sjáum þetta gerast hjá hinu opinbera, sveitar-
félögum og ríkisvaldinu og skorum einfaldlega á fyrir-
tækin að gera hið sama. Við trúum því að verðbólgu-
væntingar eigi að fara niður á við og þær hafa verið of
háar,“ segir Björgólfur.
Hann segir að fyrirtækin spili þar stóra rullu með því
að gæta að verðlagi.
„En það er að sjálfsögðu ákvörðun fyrirtækjanna
sjálfra en við segjum við þau, líkt og við gerðum í aug-
lýsingunni margfrægu, að það kemur alveg jafn mikið
niður á fyrirtækjunum ef verðbólgan verður jafn há og
hún hefur verið. Þau og þeirra ákvarðanir eru því mjög
mikilvægur hluti af þessu ferli öllu,“ segir Björgólfur.
Skora á fyrirtækin að gæta að verðlagi
TREYSTIR Á FYRIRTÆKIN Björgólfur Jóhannsson, formaður
SA, segir að allra hagur sé að verðlag hækki ekki umfram
það sem eðlilegt sé. Hækkandi verðlag muni koma niður á
fyrirtækjum eins og öllum öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FLUG Nýtt íslenskt-grænlenskt flug-
félag hefur í vor áætlunarflug milli
Grænlands og Danmerkur með við-
komu á Íslandi. Þetta kemur fram
á frétta- og afþreyingarvefnum
alltumflug.is. Flugfélagið Eyjaflug
keypti síðastliðið haust hlut í græn-
lenska flugfélaginu Greenland
Express og var rekstur félaganna
sameinaður í kjölfarið. Til að byrja
með mun félagið leigja flugvél
af hollenska flugfélaginu Demin
Air, en stefnt er að sækja um flug-
rekstrarleyfi árið 2015. - eb
Greenland Express:
Nýtt flugfélag
hefur störf í vor
Það þarf að tryggja að
það sem við semjum um
staldri við í veskinu og
verði að varanlegri kaup-
máttaraukningu.
Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ