Fréttablaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.12.2013, Blaðsíða 46
27. desember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 Stjörnugjöf í dagblöðum er stundum umdeild í listaheiminum. En hún er veru- leiki sem þarf að sætta sig við. Stjörnudóm- ar eru úti um allt á netinu. Kosturinn við stjörnurnar er að maður veit strax hvort dómurinn er góður eða vondur. Þegar ég lít yfir þá gagnrýni sem ég skrifaði á árinu, sé ég að ég hef átta sinnum gefið fimm stjörnur, tuttugu og fimm sinn- um fjórar stjörnur, tuttugu og einu sinni þrjár stjörnur, átta sinnum tvær stjörn- ur og tvisvar sinnum eina stjörnu. Þetta endurspeglar auðvitað ekki nákvæmlega hvernig tónlistarlífið var á árinu sem er að líða. Ég skrifa ekki um allt sem gerist. Það væri ekki nokkur leið, slíkt er framboðið. Markmið mitt er að greinarnar mínar séu eins konar þverskurður af því sem á sér stað. Því reyni ég að fjalla bæði um stórvið- burði og minni tónleika. Mikilvægt er að umfjöllunin sé fjölbreytt. Hvaða fútt væri í því að gagnrýna bara Sinfóníutónleika og óperusýningar? Hreinskilni er nauðsynleg Stjörnurnar eru þó ekki aðalatriðið, heldur textinn. Hann verður að vera skrifaður af hreinskilni. Grundvallaratriði er að les- andinn treysti gagnrýnandanum. Hann er auðvitað ekki óskeikull og veit ekki allt. Gagnrýnin er því ekki einhver vísinda- leg niðurstaða. Hún er skoðun einnar manneskju. En skoðunin á samt að vera byggð á þekkingu og yfirsýn og sett fram af heiðarleika. Hún á því að hafa vægi í umræðunni um það hvernig tiltekinn list- viðburður heppnaðist. En vægi fyrir hvern? Fyrir hverja er tónlistargagnrýni hér í blaðinu? Stundum verður vart við þann misskilning að gagnrýnendur eigi að „rýna til gagns“ fyrir listafólkið sem stóð að viðburðinum. Að greinarnar eigi að vera ábending til tónlistarmannanna, borin fram í silkiumbúðum. Að gagnrýn- endurnir séu einhvers konar auðmjúkir leiðbeinendur listafólksins. Svo er ekki. Gagnrýni í Fréttablaðinu er ætluð hinum almenna lesanda. Hún er til þess að almenningur átti sig betur á því hvað er að gerast í listalífinu. Marg- ir þeirra sem halda tónleika fá styrki frá hinu opinbera í einhverri mynd. Það eru starfslaun listamanna, Tónlistarsjóður, Kraumur, Musica nova, ýmis niðurgreiðsla til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, RÚV og fleiri aðila, svo maður tali nú ekki um allt sem Harpan kostaði. Hvaðan koma þessir peningar? Jú, frá fólki sem borgar skatta. Listamenn sem njóta hlunninda í formi styrkja og starfslauna eiga því að vera á tánum. Tónskáld, söngvarar og hljóðfæra- leikarar verða að gera sitt besta. Ef þeir standa ekki undir væntingum á að segja frá því. Að sjálfsögðu á líka að hrósa því sem vel er gert. Hér er ég ekki að tala illa um styrki og starfslaun. Þau eru nauðsynleg til að ýta undir nýsköpun og fjölbreytni í menning- arlífinu. Listaheimurinn yrði harla fátæk- legur ef lögmál markaðarins ættu þar ein að gilda. En listamenn sem þiggja slíka aðstoð verða að þola það að fundið sé að verkum þeirra, ef ástæða er til. Þeir verða að átta sig á að gagnrýni er ekki skrifuð til þeirra og fyrir þá, heldur um þá í blaði sem er ætlað öllum almenningi. Reynt að banna gagnrýni Því miður er til fólk í tónlistarheiminum sem vill að umfjöllun um tónlist sé aðeins í formi frétta og fréttatilkynninga á undan tónleikum. Með öðrum orðum, það vill ókeypis auglýsingar. Það vill banna nei- kvæða gagnrýni. Upp kemur í hugann þegar Josef Göbbels, áróðursmeistari Þriðja ríkisins, gaf út yfirlýsingu um listgagnrýni. Frá því segir í bókinni Classical Music Criticism eftir Robert Schick (þýðing mín): „Þar sem árið 1936 hefur liðið án nokk- urra fullnægjandi framfara í listgagnrýni, þá banna ég hér með iðkun listgagnrýni eins og hún hefur verið stunduð hingað til. Héðan í frá munu fréttir af listum koma í stað listgagnrýni … Listgagnrýn- andinn mun nú víkja fyrir menningarrit- stjóranum… Í framtíðinni verður aðeins þeim menningarritstjórum leyft að fjalla um listir sem nálgast verkefni sitt með hreint hjarta og fullvissu [um réttmæti] þjóðernis sósíalismans.“ Nú má segja að það sé ósmekklegt að kalla einhvern Göbbels! En það er samt sannleikskorn í þessari ýktu samlíkingu. Bannið á gagnrýni í Þriðja ríkinu hafði slæm áhrif. Listsköpun varð að samfelld- um áróðri fyrir hið opinbera. Hvers konar tónlistarlíf yrði hér ef styrkjahöfðingj- arnir fengju að vaða uppi óáreittir án þess að fá nokkru sinni slæma gagnrýni? Að öll menningarumfjöllun væri kranablaða- mennska? Sumir kvarta líka undan því að gagn- rýni sé ekki nógu fagleg. En Fréttablaðið er ekki fagtímarit. Greinar um tónlist hér þurfa að vera stuttar, læsilegar og snarpar. Og ekki er verra að þær séu skemmtilegar. Þær verða að vera á máli sem almenningur skilur, skrifaðar tæpitungulaust. Það þýðir að þær móðga einhverja af og til. Hjá því verður ekki komist. Samt eru þær byggðar á faglegu mati. Þeir sem geta ekki sætt sig við þannig gagnrýni ættu að gera eitthvað annað en að halda tónleika. Að svo mæltu óska ég lesendum mínum gleðilegs árs og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Frá mínum bæjardyr- um séð var 2013 flott ár í klassísku tónlist- inni. Stjörnurnar sem ég minntist á hér í byrjun gefa það til kynna. Ég er viss um að komandi ár verður fleiri stjörnum prýtt og enn þá skemmtilegra! Fyrir hverja er tónlistargagnrýni? Jónas Sen gerir upp tónlistarárið og hugleiðir tilgang listgagnrýni: „Frá mínum bæjardyrum séð var 2013 fl ott ár í klassísku tónlistinni.“ Megumi Masaki píanóleikari á Myrkum músíkdögum í febrúar. Sophie-Veronique Cauchefer-Choplin organisti á Alþjóðlegu orgelsumri Hall- grímskirkju í júlí. Ragnheiður, ópera eftir Gunnar Þórðar- son og Friðrik Erlingsson í Skálholti í ágúst. Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhúsið í Salnum í Kópavogi í nóvember. Aðventutónleikar Schola cantorum í Hallgrímskirkju í desember. Slagverkshópurinn Stomp í Hörpu í desember. Geisladiskurinn Í djúpsins ró með tónlist eftir Huga Guðmundsson. 5 stjörnu dómar Jónasar Sen á árinu RAGNHEIÐUR Þóra Einarsdóttir, Friðrik Erlingsson og Gunnar Þórðarson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STOMP SCHOLA CANTORUM Tónlist 2013 MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.