Fréttablaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 26
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsa og Heimafæðing. Þorbjörg Hafsteinsdóttir. Kökunámskeið. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr. 4 • LÍFIÐ 17. JANÚAR 2014 Á nýju heilsuári setjum við okkur ávallt ný markmið og stefnu. Heilsan skiptir okkur öll miklu máli og því er nauðsynlegt að hlúa vel að líkama og sál. Besta leið- in er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mat- aræði, setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Gott er byrja á því að fá leiðbeiningar hjá einka- þjálfara svo að framkvæmd við æfingar séu réttar. Finna sér æfingafélaga sem gerir það að verkum að æfingarnar verða skemmtilegri því félagslegi þáttur- inn leikur stórt hlutverk í vellíðan og skemmtun við æfingar. Aðalatriðið er að gefast ekki upp þótt á móti blási og halda ávallt áfram. Stundum koma nokkrir erfiðir dagar og þá er ráð að stíga eitt skref aftur og tvö skref áfram. Hér eru 10 góðir heilsupunktar í lífi og starfi fyrir ykkur, kæru lesendur 1 Setjum okkur og heilsuna í fyrsta sætið!2 Heilsan skiptir okkur öll máli, því er nauðsyn-legt að hlúa vel að henni og hlusta á líkamann. 3 Leyfum okkur að dekra við líkamann t.d. fara í nudd, sund eða það sem hentar þér til að ná betri líðan. Vellíðan öðlumst við einnig með vaxandi sjálfs- trausti sem eykst þegar við ræktum líkama og sál. 4 Verum sátt við sjálf okkur. Þegar við erum sátt við lífið og tilveruna þá virðast allar dyr opnar og möguleikar lífsins verða endalausir! Göngum um dyr lífsins og njótum þess að vera til og lifa heilbrigðu lífi. 5 Andlegt og líkamlegt jafnvægi skapast með hreyf-ingu og að borða rétt fæði. 6 Skipuleggjum okkur betur, þá skapast meiri tími og svigrúm til að stunda hreyfingu og tómstundir sem við viljum iðka. 7 Verið óhrædd að prófa nýja hreyfingu, líkamsrækt eða íþróttir á nýju heilsuári. Farðu út að skokka, synda, ganga, dansa eða kynnast nýrri heilsurækt. 8 Lyftingar og að stunda heilsurækt er besta for-vörnin við beinþynningu. Við lyftingar þá styrkjum við vöðvafestur og byggjum upp vöðvaþol og styrk. Markmiðið er að byggja upp líkamann til að forð- ast hættu á meiðslum. Því eru lyftingar og hreyfing í hvaða formi sem er öllum nauðsynleg. 9 Sjáum okkur eins og við erum. Verum gagnrýnend-ur á okkar störf og því gerendur í leiðinni og fram- kvæmum. Þegar okkur líður betur með líkama og sál þá verða allir hlutir auðveldari og lífið leikur við okkur. 10 Setjum okkur markmið með því að skipuleggja okkur og ná árangri. Sjálfsmynd þín verður sterkari þegar sjálfstraust þitt vex og dafnar við það eitt að leggja rækt við sjálfan þig og byrja að hugsa um heilsuna strax í dag. HEILSA FÉLAGSLEGI ÞÁTTURINN LEIKUR STÓRT HLUTVERK Unnur Pálmarsdóttir, stöðvarstjóri World Class á Seltjarnarnesi, fer yfi r nokkur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga hvað heilsu og vellíðan í lífi og starfi á nýju ári varðar. Unnur Pálmarsdóttir FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Haraldur Magnússon hefur sérhæft sig sem streitu-og vellíðunarráð- gjafi frá Canadian Institute of Stress og heldur námskeið í streitustjórn- un sem ber nafnið Náðu tökum á stressi – einfaldar leiðir til betra lífs. Dagsdaglega starfar hann sem ost- eópati, sem þýðir að hann með- höndlar og leysir stoðkerfisvanda- mál hjá viðskiptavinum sínum sem eru jafnan með verki í hálsi, baki og ýmis krónísk tilvik. Harald- ur segir að hægt sé að flokka fólk niður í sex mismunandi stress-týpur en námskeið hans byggir á því að þú lærir að þekkja þig sem stress- manneskju og færð verkfæri til þess að slaka á svo stressið nái ekki yfir- hendinni. „Eftir nokkur ár við að með- höndla fólk tók ég greinilega eftir því að manneskju, sem var undir miklu álagi eða var neikvæð gagnvart ástandi sínu, farnaðist mun verr en þeim sem var jákvæður og tók yfir- vegað á vandamálum sínum. Það er greinilegt að hugarfar fólks gagn- vart vandamálum sínum er stór þáttur í alhliða heilbrigði manneskjunnar. Samspil hugar og líkama er ótrúlegt fyrirbæri,“ segir Haraldur. En hvað er eiginlega stress? Haraldur segir að skilgreiningarnar séu margþættar en einna helst er stress breyttar aðstæður eða álag sem manneskjan þarf að laga sig að. Streita er því persónubundin. „Dæmi um stress getur verið að kaupa sér hús, andlát maka, veikindi, fjármál, slæmt mataræði, koma börnunum í skóla og svo á æfingu eða samskipti við börnin sín og maka. Það sorglega við það er að við erum alltaf að hugsa um heilsuna hvað varðar mataræði og hreyfingu en streitan er lyk- illinn að heilbrigðu líferni. Það má ekki gleyma því að það sem við köll- um stress er eðlilegur hluti af lífi hverrar manneskju og mun alltaf vera til staðar í mismunandi formi. Okkar hlutverk er hins vegar að lágmarka slæm áhrif þess og hámarka jákvæðu áhrifin.“ Það er alkunna að stress er óhollt og veldur skaðlegri niðurbrjótandi hversdagshegðun. Margar rannsóknir tengja stress við offitu og stærsta hluta af öllum heimsóknum til heimilislæknis má rekja til streitu. „Hið dæmigerða meðal við streitu er að finna eitthvert ráð til að slaka á, djúpslökun eða íhugun, setja sér raunhæfari markmið og halda sig við jákvæðar dagsdaglegar rútínur. Mikilvægt er að spyrja sjálfan sig: hvað vil ég fá út úr lífinu? Slökun er góð, en galdurinn liggur í að nota sönnuð verk- færi til að kljást við streitu nær uppruna sínum á þann veg sem hentar þér persónu- lega.“ Hægt er að nálgast upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu Lifandi mark- aðar, www.lifandimarkadur.is HEILSA ANDLEGT JAFNVÆGI Í FORGANG Haraldur Magnússon ráðleggur hvernig hægt er að vinna bug á streitu með réttu hugarfari og réttum verk- færum og bendir á að stress getur verið vinur þinn. Haraldur Magnússon, streitu- og vel- líðunarráðgjafi. Þ etta byrjaði sem lítil fræðslumynd sem ég ætlaði að taka í fæðingarorlofinu mínu fyrir tæpum tveimur árum, en vinkona mín benti mér á að það væri ákveðin vönt- un á umfjöllum um heimafæðing- ar vegna ýmissa ranghugmynda í samfélaginu,“ segir Dögg Móses- dóttir kvikmyndagerðarkona. Sjálf ætlaði Dögg að eiga sitt barn heima en hún endaði í bráðakeisara uppi á Landspítala. „Ég prófaði eigin- lega tvær fæðingar í einni og fékk reynslu bæði af spítala og heima- fæðingu. Ég var svo fegin að vera eins lengi og ég gat heima.“ Dögg segir að ranghugmyndirnar snúist oft um það að fólk haldi að heima- fæðing sé subbuleg og hættuleg en það sé fjarri lagi. Ljósmæðurn- ar beri mikla virðingu fyrir kon- unni og hlutverki hennar í fæðing- unni. Þær sjái um öll þrif og leggja ríka áherslu á fyrstu tengslin milli barnsins og foreldranna. Dögg er hálfnuð með myndina og segir þetta eldfimt við- fangsefni þar sem marg- ir innan heilbrigðisgeir- ans séu ekki sérlega hrifnir af heimafæð- ingu. „Það eru skipt- ar skoðanir á þessu og það er sennilega ástæð- an fyrir því hve erfitt er að fá fjármagn í myndina því hún er óvenjuleg.“ Dögg hvetur konur til að kynna sér nánar möguleikana hjá Mæðra- verndinni og óskar eftir að fá að vera viðstödd fleiri heimafæðingar. Arney Þórarinsdóttir og Hrafn- hildur Halldórsdóttir eru sjálf- stæðar ljósmæður hjá Björkinni og vinna eingöngu í heimafæð- ingum. Arney segir heimafæð- ingar einungis vera fyrir hraust- ar konur og bendir á að heimafæð- ingar hafi aukist undanfarin ár þar sem konur séu orðnar meðvitaðar um valið. Í kringum 2% allra fæð- inga á Íslandi eru heimafæðingar sem er hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. „Margar konur eru hræddar við spítala sem getur haft áhrif á framgang fæðingar- innar en í heimafæðingu eru konur FÆÐINGAR ÞITT ER VALIÐ! Dögg Mósesdóttir vinnur að heimildarmyndinni Valið, en myndin fjallar um val kvenna á fæðingarstöðum á Íslandi. Hún óskar eftir styrkjum til að ljúka myndinni á Karolinafund. Arney Þórarinsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir. í umhverfi sem þær þekkja og eru öruggar í. Við ljósmæður erum með ýmislegt í töskunni en við notum enn vatnið númer eitt, tvö og þrjú sem verkjastillandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir. Hægt er að styrkja verkefnið á Karolinafund http://www.karolina- fund.com/project/view/191 en einnig geta velunnarar lagt beint inn á reikning 0321-26-8010 kt. 1903792999. Dögg Mósesdóttir kvikmyndargerðakona Vikuna 15. – 21. nóvember 30% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM HÖNSKUM FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heimafæðing í gangi. F R É T TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.