Fréttablaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 46
17. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 BAKÞANKAR Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Ég sat á fjölsóttum skyndibitastað á dög-unum með dóttur minni. Á næsta borði sátu þrír ungir karlmenn. Án þess að reyna það heyrði ég hvert einasta orð sem þeir sögðu. „KONUR vilja láta koma illa fram við sig. Ef maður kemur vel fram við þær verður maður vinur þeirra,“ sagði einn karlmann- anna. Hinir tóku undir. MÉR var svo létt að heyra þetta. Verst var að dóttir mín var nýbúin að bregða sér í leikherbergið þannig að hún missti því miður af þessum gullkornum. MÉR var létt því ég var búin að standa í þeirri trú að karlmenn héldu virkilega að við konur nærðumst á gullhömrum og að þeir menn sem við heilluðumst af ættu að virða okkur og styðja við bakið á okkur í gegnum þykkt og þunnt. Auðvitað viljum við það ekki! ÞEGAR ég fer í saumaklúbb tala ég aldrei um hvað kærastinn minn er ljúfur, góður eða yndislegur við mig. Og það gera vinkonur mínar ekki heldur. Af hverju ætti okkur að finnast það heillandi? Á þessum mannamótum muntu aldrei heyra setningar á borð við: „Hann Jói minn var svo dásamlegur í gær. Þegar ég kom heim var hann búinn að láta renna í heitt bað því hann vissi að dagurinn var búinn að vera erfiður hjá mér,“ eða „Hann Maggi er draumamaðurinn minn. Ég elska hann því hann tekur mér eins og ég er og hefur óbilandi trú á mér.“ Ó, nei. Það er miklu lík- legra að eftirfarandi orð séu látin falla: „ÞAÐ sem ég elska mest í fari Nonna er að hann setur út á hvert einasta smáatriði í fari mínu og heldur mér þannig í fangelsi kúgunar allan ársins hring. Ó, þvílík bless- un sem þessi maður er. Ég á ekkert betra skilið.“ Eða: „Ég fíla fátt meira en þegar maðurinn minn drekkur sig fullan og byrj- ar að úthúða mér. Og við skulum ekki einu sinni ræða það þegar hann leggur hendur á mig. Sexí!“ ÉG vona svo heitt og innilega að næst þegar þessir ungu herramenn verða á vegi mínum geti þeir frætt dóttur mína um hvað konur vilja í raun og veru. Sagði enginn – aldrei! Konur vilja láta koma illa fram við sig „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á áfengisframleiðslu og þá sér- staklega á viskíi. Ég er líka mjög hrifinn af hráefninu, íslenska byggið hentar mjög vel í áfeng- isframleiðslu,“ segir Haraldur Þorkelsson, stofnandi Eimverk Distillery, sem framleiðir Flóka viskí og Vor gin. Flóki, sem er íslenskt „single malt“ viskí eða öllu heldur íslenskur einmöltungur, er fyrsta framleiðsla á slíkri íslenskri afurð og þar með norðlægasti einmöltungurinn sem framleidd- ur er í heiminum. „Við byrjuðum að vinna að vöruþróun á Flóka fyrir um fimm árum og notum eingöngu íslenskt bygg frá Vallanesi til framleiðsl- unnar. Eimverk Distillery er síðan stofnað 2011 og framleiðsla hefst 2012, í fyrstu í mjög smáum stíl en við reiknum með að fram- leiða tíu til fimmtán þúsund lítra á þessu ári,“ útskýrir Haraldur. Fjórir vinna að þessu verkefni í dag, þau Egill Gauti Þorkelsson, sem er „master distiller“, Eva María Sigurbjörnsdóttir stýr- ir framleiðslunni, Sigrún Jenný Barðadóttir er rekstrarstjóri og Haraldur er framkvæmdastjóri. Sem stendur er eingöngu boðið upp á Flóka viskí á tunnu, til dæmis í sérpöntun hjá ÁTVR, og eins má fá Flóka beint af tunnu á Microbar, Dillon, Bravo og fleiri stöðum í miðbæ Reykjavíkur. „Fyrsta átöppun á flöskur í almenna sölu er áætluð síðar á þessu ári þar sem Flóki er ekki fullþroskaður enn, beint af tunnu er hugsað meira fyrir alhörðustu viskíáhugamenn.“ Í desemberframleiðslunni voru teknar frá tunnur sem verða fyrsta tíu ára átöppun fyrirtæk- isins og kemur þá á markað árið 2023. Flóki er meginframleiðsluvara Eimverks Distillery en fyrirtæk- ið stóðst ekki mátið með bæði tæki og þetta frábæra íslenska hráefni í höndunum og hefur verið að þróa alíslenskt gin að undanförnu. „Ginið okkar heitir Vor og er það sem kallað er „Pot Dist- illed Gin“ sem er gin með gamla laginu, handlagað, úr lífrænu íslensku byggi, bragðbætt með íslenskum einiberjum og villtum kryddjurtum. Við erum verulega spennt fyrir þessari vöru sem kemur í sölu á næstu vikum. Vor er einstakt gin og íslenska byggið kemur sterkt í gegn, toppað með kryddi úr íslenskri náttúru,“ segir Haraldur. Undanfarin tíu ár hefur gengið mjög vel að rækta bygg á Íslandi og eru tækifærin sem fylgja þeirri velgengni mörg. „Tæki- færin eru mörg og við stöndum vel að vígi, ég hef fundið fyrir miklum áhuga erlendis og við stefnum á erlendan markað sem allra fyrst.“ Hugmyndin að Flóka sem slík er ekki ný, íslenskur einmöltung- ur hefur verið draumur margra. „Hér eru allar aðstæður í dag ákjósanlegar fyrir viskífram- leiðslu. Viskí hefur auk þess verið í mikilli sókn um allan heim. Skoskt viskí var til að mynda flutt út frá Skotlandi fyrir 4,27 millj- arða punda og víða í löndunum í kringum okkur er viskífram- leiðsla blómstrandi sprotagrein, til dæmis í Stauning í Danmörku.“ gunnarleo@frettabladid.is Íslenskt viskí og gin væntanlegt á markað Haraldur Þorkelsson, stofnandi Eimverk Distillery sem framleiðir íslenskt viskí og íslenskt gin, segir aðstæður hér á landi frábærar til áfengisframleiðslu. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Haraldur Þorkelsson, Eva María, Sigrún Jenný og Egill Gauti vinna að framleiðslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tækifærin eru mörg og við stöndum vel að vígi, ég hef fundið fyrir miklum áhuga erlendis og við stefnum á erlendan markað sem allra fyrst. Haraldur Þorkelsson SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas 47 RONIN 3D 8, 10:30 SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 3D 4 LONE SURVIVOR 8, 10:30 HOBBIT 2 3D (48R) 5, 9 SECRET LIFE OF WALTER MITTY 4, 6 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. sýnd í 3d 48 rammaS R L K G. . - FBLS.G.S - MB L FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! 5% NÁNAR Á MIÐI.IS Ý ÖSK JAÐ MEÐ KJ TBOLLUM... 2 3D KL. 5:50 47 RONIN KL. 8 - 10:15 / LONE SURVIVOR KL. 5.50 SECRET LIFE OF WALTER MITTY KL. 8 THE HOBBIT 3D KL. 10:15 VENUS Í FELDI KL. 6 / EYJAFJALLAJÖKULL KL. 8 ÉG UM MIG OG MÖMMU KL. 10 / 38 VITNI KL. 5.50 EINN Á BÁTI KL. 8 / AÐEINS ÞÚ KL. 10 47 RONIN KL. 8 - 10.30 Ý ÖSK JAÐ MEÐ KJ TBOLLUM... 2 2D KL. 5.40 SECRET LIFE OF WALTER MITTY KL. 5.30 - 8 - 10.30 Ý ÖSK JAÐ MEÐ KJ TBOLLUM... 2 2D SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM... 2 3D 47 RONIN 3D BELIEVE LONE SURVIVOR SECRET LIFE OF WALTER MITTY SECRET ... WALTER MITTY LÚXUS THE HOBBIT 3D 48R THE HOBBIT 3D48R LÚXUS RISAEÐLURNAR 2D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.40 KL. 3.30 KL. 8 - 10.30 KL. 3.30 - 5.40 KL. 8 - 10.35 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 - 9 KL. 4.30 KL. 3.30 -S.G.S., MBL -L. K.G., FBL MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ EGILSHÖLLÁLFABAKKA 12 YEARS A SLAVE KL. 5 - 8 - 10:45 12 YEARS A SLAVE VIP KL. 8 AMERICAN HUSTLE KL. 8 - 10:50 AMERICAN HUSTLE VIP KL. 5 WOLF OF WALL STREET KL. 4:30 - 8:30 - 10:20 WOLF OF WALL STREET VIP KL. 10:45 HOBBIT: DESOLATION OF SMAUG 2D KL. 8 SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM Á KÖFLUM 2 ÍSLTAL3D KL. 3:40 - 5:50 SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM Á KÖFLUM 2 ÍSLTAL2D KL. 4:10 - 6:20 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 3:20 - 5:40 ANCHORMAN 2 KL. 8 - 11 KRINGLUNNI 12 YEARS A SLAVE KL. 6 - 9 AMERICAN HUSTLE KL. 6 - 9 WOLF OF WALL STREET KL. 5:40 - 9:10 12 YEARS A SLAVE KL. 8 LONE SURVIVOR KL. 10:45 47 RONIN KL. 8 SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM Á KÖFLUM 2 ÍSLTAL3D KL. 5:50 AMERICAN HUSTLE KL. 10:25 FROSINN ÍSLTAL2D KL. 5:40 12 YEARS A SLAVE KL. 5:10 - 8 - 10:50 AMERICAN HUSTLE KL. 5:10 - 8 - 10:50 WOLF OF WALL STREET KL. 5 - 8:30 - 10:20 SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM Á KÖFLUM 2 ÍSLTAL2D KL. 5:50 ANCHORMAN 2 KL. 8 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK AKUREYRI 12 YEARS A SLAVE KL. 8 - 10:45 ANCHORMAN 2 KL. 8 WOLF OF WALL STREET KL. 10:20 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40 FROSINN ENSTAL2D KL. 5:40 SÝND Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI USA TODAY EMPIRE THE TIMES THE GUARDIAN THE NEW YORK TIMES T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT ROLLING STONE EMPIRE THE GUARDIAN óskarstilnefningar m.a. Besta Mynd, Besti Leikstjóri, Besti Leikari, Besti Leikari í aukahlutverki9 FRÁ LEIKSTJÓRA SILVER LININGS PLAYBOOK OG THE FIGHTER CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY TIME WALL STREET JOURNAL SAN FRANCISCO CHRONICLE óskarstilnefningar m.a. Besta Mynd, Besti Leikstjóri, Besti Leikari, Besta Leikkona, Besta Handrit10 óskarstilnefningar m.a. Besta Mynd, Besti Leikstjóri, Besti Leikari, Besti Aukaleikari, Besta Handrit5 Sigurvegarinn á Golden Globe m.a. BESTA MYND ÁRSINS (COMEDY OR MUSICAL) 3 Golden Globe BESTA MYND ÁRSINS (DRAMA)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.