Fréttablaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og tíska. Heilsa og Heimafæðing. Þorbjörg Hafsteinsdóttir. Kökunámskeið. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr. 2 • LÍFIÐ 17. JANÚAR 2014 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært WWW.FASHIONACADEMY.IS - INFO@FASHIONACADEMY.IS - 571 5151 - ÁRMÚLI 21 SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR FYLGDU OKKUR Á FACEBOOK FACEBOOK.COM/FASHIONACADEMYREYKJAVIK DAG-OG KVÖLDSKÓLI 10-14 vikna námskeið FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ KVÖLDSKÓLI 10 vika námskeið STÍL ISTANÁM NÆSTU NÁMSKEIÐ HEFJAST 20. JANÚAR NEMENDUR KOMA AÐ SKAPANDI VERKEFNUM M.A. REYKJAVIK FASHION FESTIVAL OPIÐ HÚS LAUGARDAG 19. JAN-MILLI 14-16 FÖRÐUNARRÁÐGJÖF, KYNNING Á NÁMI 15% AFSL. AF MAKE UP FOREVER VÖRUM ERUM AÐ LEITA AÐ FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI Á CASTINGSKRÁ ELITE HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG ! Það var margt um manninn í Borgarleikhúsinu á laugar- dagskvöld, en þar var verk- ið Hamlet frumsýnt fyrir full- um sal. Á meðal gesta voru hjónin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason, leikstjórinn Ragn- ar Bragason og búninga- hönnuðurinn Helga Rós Hannam, Tinna Gunn- laugsdóttir, þjóðleikhús- stjóri og Stefán Jónsson leik- stjóri svo einhverjir séu nefndir. Hamlet er í leik- stjórn Jóns Páls Eyjólfs- sonar en Ólafur Darri fer með titilhlutverkið. H elgi Ómarsson ljósmyndari sá mig í Bónus fyrir þremur árum. Hann hafði svo sam- band og bað mig um að koma í myndatöku. Ég var hálfrag- ur við það fyrst en lét svo til leiðast,“ segir hinn 19 ára Orri Helgason sem er nemi í Verslunarskólanum. Eftir myndatökuna fóru hjólin að snúast, Orri fór á skrá hjá Eskimo Models og mynd- irnar sem Helgi Ómarsson tók rötuðu inn á tískusíðuna Thefashionisto.com. Skömmu síðar bauðst Orra tækifæri til að fara til Míl- anó á vegum Eskimo Models og fyrirsætuskrif- stofunnar 2morrow Model í prufur hjá Calv- in Klein. Þá fékk hann ekki tæki- færi til að spreyta sig en í síðustu viku var Orri sérbókað- ur að nýju til Míl- anó og fór í prufur fyrir Versace. Hann endaði á tískupall- inum ásamt öðrum þaulvönum fyrir- sætum. Hann segist hafa verið óvenju lítið stressaður þegar sýn- ingin fór í gang og hafi í raun ekki áttað sig á öllu umfanginu fyrr en heim kom. „Mér fannst þetta allt voðalega skrít- ið. Ég var settur í hár- og handsnyrtingu og förðun og gekk á smá hælum á runway-inu,“ segir hann og hlær. „Þarna var fólk í bransanum sem vildi mynda sig með Orra frá Íslandi, sem ég skil ekki. Svo sat tónlistarmaðurinn Drake á fremsta bekk og ég sá hann ekki einu sinni.“ Andrea Brabin, eigandi Eskimo Models, segir árangur Orra þann besta sem karlfyr- irsæta frá Íslandi hefur náð á svo skömmum tíma. Orri hyggst þó ekki hella sér alfarið í fyr- irsætubransann og segist vilja klára skólann með glæsibrag og halda áfram að iðka crossfit sem keppnisíþrótt. Andrea Brabin, eig- andi Esk imo Models, segir árangur Orra þann besta sem karlfyrir- sæta frá Ís- landi hefur náð á svo stuttum tíma. TÍSKA UPPGÖTVAÐUR Í BÓNUS Orri Helgason slær í gegn á tískusýningu hjá tískurisanum Versace „Ég var búin að teikna upp öll dýrin mín áður en ég byrjaði að teikna uglur en það var svo mik- ill hópþrýstingur að ég ákvað að stökkva á ugluæðið sem gekk um veraldarvefinn og sé alls ekki eftir því,“ segir Erna Kristín Stefáns- dóttir þegar talið berst að uglu- æðinu á Íslandi. „Ég held mig við minn stíl og hef ekki sótt innblást- ur til annarra íslenskra hönnuða en það hafa að sjálfsögðu marg- ir verið að teikna með sugar-owl- og aztec-stílnum.“ Erna Kristín selur verk sín undir nafninu Stín á Facebook en hún hefur verið að teikna ýmislegt annað með penn- anum. Í barnaherbergin hafa kan- ínur, pandabirnir og fílar meðal annars verið vinsæl en nýjasta verkefnið eru uglur á bolla undir te eða kaffi. Erna Kristín er að læra guð- fræði við Háskóla Íslands og býr á Selfossi. Hún segir að oft geti verið áskorun að fara á milli yfir hávet- urinn en að allt sé mögulegt sé vilj- inn fyrir hendi. „Ef maður er í skemmtilegu námi er maður ekk- ert að pæla í þessari heiði, maður fær sér bara gott kaffi og hlustar á tónlist og þá er maður kominn á leiðarenda.“ Áhuginn á listinni hefur allt- af verið til staðar en Erna Krist- ín hefur einungis tekið tvo teikni- áfanga í myndlistarskólanum og segir þetta aðallega vera dund sem hún þó óskar að stækka, selja í fleiri búðum og jafnvel flytja verkin út fyrir landsteinana. „Ég er ekki bara að horfa á Ísland því ég er búin að selja verk til Rómar, Kaupmannahafnar og Finnlands.“ Hér á landi fást verkin hennar í versluninni Kauptúninu á Akur- eyri, Kaupstaður.is og undir Stín á Facebook. LIST FÆR SINN INNBLÁSTUR AF VERALDARVEFNUM Erna Kristín Stefánsdóttir teiknar undir nafninu Stín á Facebook. Erna Kristín Stefánsdóttir hyggst halda áfram að teikna og jafnvel koma listinni út fyrir landsteinanna. FRÉTTABLADID/VALLI Erna Kristín vann bollana í samvinnu við Merkt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.