Fréttablaðið - 17.01.2014, Blaðsíða 30
FRÉTTABLAÐIÐ Þorbjörg Hafsteinsdóttir. Kökunámskeið. Helgarmaturinn og Spjörunum Úr.
8 • LÍFIÐ 17. JANÚAR 2014
Önnu Margréti sem rekur Yoga Shala
Reykjavík. Í okkar vestræna heimi er
svo mikill hraði og við verðum að læra
að draga andann.“
Á sykri eða gleðipillum
Hefur þú fundið fyrir því að streita sé
meira áberandi hér á landi en í Dan-
mörku? „Já og nei. Oprah Winfrey kom
til Danmerkur fyrir nokkrum árum
og var ofsalega hrifin og teiknaði upp
glansmynd af Dönum sem hamingju-
sömustu þjóð í heimi. Það er mikil ham-
ingja í gangi en ekki mikið meira en
hér á landi. Það er bara önnur stemn-
ing og menning sem fjallar um að þeir
eru góðir í að „hygge sig“ eða hafa það
huggulegt og afslappað. Þeir eru einn-
ig efstir á lista yfir þjóð sem notar hvað
mest af gleðipillum. Íslendingar eru á
sykrinum og þeir eru á gleðipillum,“
segir hún og hlær. „Hjólið er að bjarga
Dönunum frá offitu og sykursýki-tvö
því þeir hjóla nánast allt sem þeir fara
og fæstir eiga bíl í borginni. Hér heima
erum við öll í bílum og það nægir ekki
að leggja 300 metrum frá staðnum,
heldur beint fyrir utan.
Það er hins vegar brýn
nauðsyn að við lærum að
slaka svolítið á. Ég hugsa
að það þurfi að vera eins
konar þjóðarátak til þess
að lyfta upp þessu and-
lega verkefni saman.
Við þurfum að læra að
tengja mataræðið og
slökunina. Fara í jóga
og nota verkfærin sem
maður finnur þar.“
Nú var að hefja
göngu sína þáttur-
inn Heilsugengið, en
þar ert þú í farar-
broddi ásamt öðrum
góðum konum. Segðu
frá því. „Þátturinn er
heilsuþáttur og markmiðið er að sýna
hvað gerist ef þú breytir lifnaðarháttum
og lífsstíl, sérstaklega þegar þú breytir
um mataræði. Þessi þáttur er hugverk
Völu Matt en hún fékk okkur Sollu með.
Ég hef hitt margt frábært fólk við gerð
þáttarins þar sem ég gef ráðleggingar í
sambandi við mataræðið og Solla útbýr
réttina.“
Svona rétt í lokin, hefurðu nokk-
ur góð ráð handa konum sem vilja lifa
heilbrigðara lífi? „Lesa bókina 9 leiðir
að lífsorku því hún er svo heildræn
og fjallar mikið um
sjálfsvinnuna. Þetta
er í raun níu bækur í
einni þar sem þú getur
farið inn í hvaða kafla
sem er og fundið lausn-
ir og fengið nákvæm-
ar leiðbeiningar og upp-
lýsingar um orkuna,
hreyfingu eða jafnvel
um ástríðuna og kynlífið.
Bókin var skrifuð í þrem-
ur heimsálfum, í Taíl-
andi, New York og í Aðal-
vík á Íslandi. Hún er ansi
mögnuð þessu bók. Ef ég
mætti segja fimm atriði þá
er það-lestu 9 leiðir að lífs-
orku, dragðu andann með-
vitað og láttu símann þinn
minna þig á það. Borðið morgunmat
sem er fullur af prótíni og fitu, góðan
sjeik eða ommelettu sem setur ekki álag
á blóðsykurinn.“
EXEM
ÞURRKUR Í HÚÐ
PSORIASIS
HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR
ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Sprautan virkar
kannski í sex mánuði
en þú sefur kannski
enn þá illa og ert enn
þá með lélegt sjálfs-
álit og þú ert enn þá
of feit eða of mjó eða
þú ert enn þá van-
nærð eða með þurrk í
húðinni.
Hætti að borða sykur og brauð og fann gleðina á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM