Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2014, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 25.03.2014, Qupperneq 1
NÁTTÚRA „Svo eru menn að tala um Bjarnarflag og þá hugsar maður með sér hvert verður kornið sem fyllir mælinn. Í mínum huga þá mega menn ekki tefla á tvær hætt- ur með þessa stofna,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri auðlinda- sviðs Veiðimálastofnunar. Bleikjustofninn í Mývatni er í sögulegu lágmarki. Veiðistofninn stendur vart undir því nafni leng- ur og er metinn um eitt þúsund sil- ungar. Vísbendingar eru um að urriða- stofn vatnsins, sem sögulega er lítill, standi ekki undir veiði þrátt fyrir miklar veiðitakmarkan- ir síðustu þriggja ára. Ástæður hrunsins eru taldir samverkandi þættir náttúrulegra breytinga og mannanna verka. „Svo er gríðar- leg aukning túrisma við vatnið og kísilgúrvinnsla var í vatninu um langt árabil,“ segir Guðni og vísar til þess að samfellt dæling kísil- gúrs úr vatninu stóð í þrjá ára- tugi, en veiðitölur sýna að um líkt leyti og sú starfsemi hófst byrjaði samdráttur í silungsveiði í vatninu og stóð með nokkrum sveiflum til 2006 þegar aðeins um 2.400 silung- ar voru skráðir í veiðiskýrslur. Meðalveiði silungs í Mývatni síð- astliðna öld er rúmlega 27 þúsund fiskar. Mest veiddist á þriðja ára- tug síðustu aldar, og yfir 100 þús- und silungar á einstökum árum. - shá / sjá síðu 4 FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 AÐ GRENNAST HRATTEf eitthvað stendur til á næstunni og fólk vill grennast hratt er það mögulegt með því að breyta mataræðinu. Borða ríkulega af ávöxt-um, grænmeti, eggjahvítu, fisk og fitu-skertum mjólkurvörum. Sleppa sykri og drekka vatn. Sjálfsagi er allt sem þarf. S alcura DermaSpray inniheldur einstaka náttúrulega formúlu sem styður viðgerðarferli húðarinnar, kemst djúpt ofan í húðina og nærir hana innan frá og út. DermaSpray er þægilegt í notkun, hefur kláðastillandi áhrif, minnkar bólgur og roða. Úðaformið tryggir minni hættu á sýkingum, engan núning og minni óþægindi þegar borið er á húðina. Þetta eru einstakar vörur sem geta hjálpað húð-inni að lækna sig sjálfa.Salcura Dermasprey Gentle er fyrir börn yngri en 12 mánaða og ðkv eru þurr og/eða sködduð. Það inniheldur kraftmikið andoxunarefni sem ver húð-frumur gegn skaða, öflugt afeitrunarefni sem bindur og eyðir eiturefnum og róar kláða og bólgu. Virk efni í Zeoderm eru Zeolite og Urea. ALLAR VÖRURNAR ERU ÁN: ■ Stera ■ Parabena ■ Sýklalyfja ■ Alkóhól FYRIR ALLA SEM ÞJÁST AF: EXEMI SÓRÍASIS RÓSROÐA KLÁÐA Í HÚÐ HEFUR ÞÚ REYNT ALLT? GENGUR VEL KYNNIR Salcura DermaSpray er 100% náttúrulegt meðferðar- úrræði í úðaformi sem getur veitt langvarandi bata við m.a. exemi og sóríasis. Frábær árangur, auðvelt í notkun og engar aukaverkanir. Nýjar vor vörur streyma inn, Flottar yfirhafnir jakkar, frakkar og þunnar dúnúlpur.Sjáðu myndirnar á /ParisartizkanVerið velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur. Skipholti 29b • S. 551 0770 Vertu vinur okkar á Facebook Buxnadagar! Stretchbuxur, sparibuxur, gallabuxur Þrjár síddir! GARDEUR, GERKE, LINDON, GINO, TUZZINú eru vinsælu Lindon buxurnar á 7.980! SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 25. mars 2014 71. tölublað 14. árgangur Í mínum huga þá mega menn ekki tefla á tvær hættur með þessa stofna. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnin MENNING Önnur ópera um Ragnheiði biskupsdóttur frumsýnd í apríl. 20 SPORT Það léttist á Gylfa Þór Sigurðssyni brúnin með langþráðu sigurmarki. 26 FLJÓTLEGT OG ÞÆGILEGT Paratabs® SKOÐUN Árni Stefánsson skrifar grein um grillara og tolla. 14 ht.is ÞVOTTAVÉLAR STJÓRNSÝSLA Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri (LBHI) verður af innviðafjárfestingu upp á tæpar 300 milljónir króna næstu tvö ár sem ráðgerð var í tengslum við sameiningu skólans við Háskóla Íslands (HÍ). Skólanum er í staðinn gert að hefja þegar endurgreiðslu á ríflega 760 milljóna króna fram- úrkeyrslu fjárlaga síðustu ár. Aðstandendur skólans hafa bent á að á móti framúrkeyrslunni komi eignir í hluta- og skuldabréfum upp á um um 300 milljónir króna. Heimildir blaðsins herma að skól- anum verði gert að standa þegar skil á þeim fjármunum í ríkissjóð og síðan eigi að semja um hvernig staðið verði að endurgreiðslu þess sem út af stendur. Fyrirhuguð sameining LBHÍ og HÍ mætti andstöðu hjá stórum hluta aðstandenda skólans, sveitar- stjórn í Borgarfirði og Bændasam- tökum Íslands, auk þingmanna Norðvesturkjördæmis. Sjálfstæði skólans var talið vega þyngra en mögulegur ávinningur af samein- ingu. Fram kom í fréttamiðlinum Skessuhorni í gær að Ágúst Sig- urðsson, rektor LBHI, hefði fyrir helgi sent starfsfólki og nemend- um tilkynningu um að ekki yrði af sameiningunni. Niðurstaðan væri honum vonbrigði og ljóst að skól- inn þyrfti að draga saman seglin. Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra segir niðurstöðuna ekki hafa áhrif á áform um samein- ingu annarra háskóla. Hann hafi hins vegar haft metnað til þess að styrkja kennslu og vísindastarf á Hvanneyri með sameiningu við HÍ. Samlegðaráhrif í rannsókn- um og kennslu hefðu orðið mikil, auk þess sem koma hefði átt á fót nýrri stofnun í matvælarann- sóknum undir forystu skólans og í samstarfi við Matís. „En hér tel ég að hafi því miður orðið ofan á sjónarmið sem ég tel skammsýn og hvorki til þess fallin að styrkja héraðið né nám og vísindastarf- semi í búvísindum,“ segir Illugi. Þó sé ekki skynsamlegt að „ganga yfir heimamenn þannig að stórsjái á“ og knýja fram sameiningu. Illugi segir tvo kosti hafa verið uppi, annars vegar sameiningu og hins vegar að skólinn lagaði sig að þeim ramma sem honum hafi verið settur í fjárlögum. „Ég get ekki sett meiri tíma í þetta verkefni vegna þess að liðið er á árið og við þurfum að halda okkur innan fjár- laga þessa árs. Því þarf skólinn að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná fram þeirri hagræðingu sem honum er ætlað,“ segir Illugi. Skipuleggja þurfi námsframboð og aðra þætti fyrir næsta haust þann- ig að fast land sé undir fótum varð- andi starfsemi skólans. Þá hafi hann kallað eftir því við rektor á Hvanneyri að útfært verði mjög hratt hvernig skólinn standi skil á þeim fjármunum sem hann hafi fengið umfram fjárheimildir síð- ustu ár. „Skilaboð fjárlaganefndar eru mjög skýr í þeim efnum.“ Málefni skólans voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. - óká Silungastofnar í Mývatni mælast í sögulegu lágmarki og lagst er gegn veiðum: Veiðistofn svo gott sem horfinn FAGNAÐARLÆTI Gleðin var við völd þegar mæðgunum Susönnu Ortiz de Suarez og Johönnu Suarez var kynntur úrskurður innanríkisráðuneytisins um að þær hefðu fengið dvalarleyfi hérlendis. Susanna sést hér faðma dóttur sína, Mary Luz, sem kom hingað sem flóttamaður árið 2007. Úrskurður innanríkisráðuneytisins snýr við úrskurði Útlendingastofnunar sem synjaði konunum um hæli fyrr í þessum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Segir skammsýni ráða för Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri þarf að draga verulega saman seglin til að halda sig innan fjárlaga og endur- greiða framúrkeyrslu síðustu ára. Menntamálaráðherra hefur kallað eftir áætlun þar að lútandi hjá rektor skólans. TÓNLIST Ólafur Arnalds tón- listarmaður er tilnefndur til bresku Bafta-verðlaunanna fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Broadchurch. Ólafur sá um alla tónlistina í þáttunum en hann samdi um 4 klukkustundir af efni. Verð- launaafhending- in er í London 28. apríl. „Þessi tilnefn- ing opnar ein- hverjar dyr fyrir mig og nú getur maður farið að leika sér með stóru krökkunum. Þættirnir hafa líka verið mjög vinsælir, sýndir í hátt í 100 löndum, svo ég hef fengið mikið af tilboðum í kjölfarið á þeim vinsældum.“ - áp/sjá síðu 30 Segir tilnefningu opna dyr: Kominn í hóp með þeim stóru ÓLAFUR ARNALDS LÍFIÐ Mæna, tímarit út- skriftarnema í grafískri hönnun, kemur út í dag. 22 Bolungarvík 3° SV 7 Akureyri 4° SSV 6 Egilsstaðir 6° V 6 Kirkjubæjarkl. 5° V 5 Reykjavík 5° SV 10 HVESSIR SEINT Suðvestanstrekkingur V-til og skúrir eða slydduvél en annars hægari og úrkomulítið. Vaxandi suð austan átt og úrkoma seinnipartinn. 4 Hér tel ég að hafi því miður orðið ofan á sjónar- mið sem ég tel skammsýn og hvorki til þess fallin að styrkja héraðið, né nám og vísindastarfsemi í búvísindum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra Aðeins 2.400 silungar voru skráðir í veiðiskýrslur árið 2006. Til samanburðar er meðalveiði síðastliðna öld rúmlega 27 þúsund fi skar. 2.400 Tíu læknar áminntir Frá árinu 2008 hafa þrír læknar verið sviptir læknaleyfi. Oftast vegna áfengis- og/eða lyfjamisnotkunar. 6 Braut á dætrum sínum Karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta á tveimur dætrum sínum í þrígang. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vændiskaup. 2 Brot á Árósarsamningnum Land- vernd telur að hugmyndir stjórnarfor- manns Landsnets um að ekki megi kæra úrskurði ráðuneytisins brjóti í bága við alþjóðasamþykktir. 12 Rússar reknir úr G8 G7-ríkin voru sammála um að framferði Rússa í Úkraínu kallaði á brottrekstur úr bandalaginu. 13

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.