Fréttablaðið - 25.03.2014, Blaðsíða 4
25. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
ÁRLEGA FLYTJA ÍSLENDINGAR
INN UM 2.000 TONN AF ILMVÖTN-
UM OG ÖÐRUM SNYRTIVÖRUM.
Mest árið 2007 frá aldamótum eða
2.167 tonn en 1.800 til 1.900 tonn
undanfarin þrjú, fjögur ár.
NÁTTÚRA Bleikjustofninn í
Mývatni er í sögulegu lágmarki.
Veiðistofn bleikju stendur vart
undir því nafni lengur og er met-
inn um eitt þúsund silungar. Vís-
bendingar eru um að urriðastofn-
inn, sem sögulega er lítill, standi
ekki undir veiði þrátt fyrir miklar
veiðitakmarkanir. Ástæður hruns-
ins eru taldir samverkandi þættir
náttúrulegra breytinga og mann-
anna verka.
Þetta sýna rannsóknir Guðna
Guðbergssonar, sviðsstjóra auð-
lindasviðs Veiðimálastofnunar.
Guðni er sammála því að varla
sé hægt lengur að tala um veiði-
stofn bleikju í Mývatni og að
staðan sé verulegt áhyggjuefni. Í
skýrslu sinni mælir hann með því
að sem allra mest verði dregið úr
veiði, sem hann segir að sé í raun
hvatning til þess að veiði sé alfarið
hætt um tíma. Dregið hefur verið
úr sókn í bleikjustofninn síðustu
þrjú ár. Vegna þess hefði mátt
búast við auknum afla en Guðni
segir að þær vonir hafi ekki ræst
ennþá. Enn fremur er ekkert úr
netaveiði undir ís fyrri hluta mars
í Mývatni sem bendir til að hagur
silungsins sé að vænkast, nema
þvert á móti þar sem veiðin var
lélegri en undanfarin tvö ár.
Mývatn er eitt frjósamasta
stöðuvatn á Íslandi, sem setur
stöðu silungsins í vatninu í ákveðið
samhengi og vekur enn meiri furðu
að mati Guðna. Vitað er að silung-
astofnarnir fóru illa árin 1988 og
1997 og drapst silungur í stórum
stíl úr hungri yfir sumartímann.
„Svo er gríðarleg aukning túr-
isma við vatnið og kísilgúrvinnsla
var í vatninu um langt árabil,“
segir Guðni og vísar til þess að
samfellt dæling kísilgúrs úr vatn-
inu stóð í þrjá áratugi, en veiði-
tölur sýna að um líkt leyti og sú
starfsemi hófst byrjaði samdráttur
í silungsveiði í vatninu og stóð með
nokkrum sveiflum til 2006 þegar
aðeins um 2.400 silungar voru
skráðir í veiðiskýrslur.
„Svo eru menn að tala um Bjarn-
arflag og þá hugsar maður með
sér hvert verður kornið sem fyll-
ir mælinn. Í mínum huga mega
menn ekki tefla á tvær hættur
með þessa stofna,“ segir Guðni en
Landsvirkjun hefur uppi áform um
nýja og stærri jarðvarmavirkjun
við Bjarnarflag skammt austan
Reykjahlíðar. Verulegar áhyggjur
hafa komið fram um áhrif virkjun-
arinnar á grunnvatnsstreymi til
Mývatns og efnasamsetningu þess,
sem kunni að raska lífríki vatnsins.
svavar@frettabladid.is
Bleikja í sögulegu lágmarki
Veiðistofn bleikju í Mývatni er orðinn hverfandi lítill. Sérfræðingur Veiðimálastofnunar mælist til að veiði
verði tímabundið hætt. Hann setur spurningamerki við virkjanaáform í Bjarnarflagi í ljósi stöðu lífríkisins.
NÁTTÚRUFEGURÐ Mývatn er óumdeilt ein mesta náttúruperla Íslands, en fiskistofnar vatnsins eru í hættu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
■ Heildarveiðin í Mývatni árið 2013
var 2.489 silungar.
■ Út frá afla í vetrarveiði er áætlað
að stærð veiðistofns bleikju í upp-
hafi veiðitímans 2013 hafi verið
1.058 bleikjur og að 37 prósent þess
fjölda hafi því veiðst.
■ Meðalveiði síðustu 113 ára er
27.000 silungar, mest bleikja. Mesta
veiði í Mývatni var um 1920 þegar
hún losaði 100 þúsund fiska.
■ Í skýrslu Guðna er vikið að því að Mývatn sé nú eitt fárra vatna á Íslandi
þar sem silungsveiði er enn stunduð sem hluti af hefðbundnum búskap.
Veiði í Mývatni er því rótgróið menningartengt fyrirbæri og það verði að
hafa hugfast í samhenginu.
Meðalveiði síðustu aldar 27.000 silungar
DÓMSMÁL Wow air hefur kært
ákvörðun áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála um að félagið eigi
ekki rétt á tileknum afgreiðslu-
tímum á Keflavíkurflugvelli til
héraðsdóms.
Áfrýjunarnefndin felldi í febrú-
ar úr gildi ákvörðun Samkeppn-
iseftirlitsins um að Wow air ætti
rétt á tveimur afgreiðslutímum
en Skúli Mogensen, forstjóri Wow
air, hefur sagt að þessir ákveðnu
tímar væru forsenda þess að
félagið geti hafið flug til Banda-
ríkjanna. Hætti félagið tímabund-
ið við flug vestur um haf vegna
óvissunnar sem var um málið nú
í upphafi árs.
Fyrirtaka fór fram í málinu í
gær en áður hafði dómstjóri Hér-
aðsdóms Vestfjarða tekið við mál-
inu þar sem allir dómarar við
Héraðsdóm Reykjavíkur voru
taldir vanhæfir á þeim grund-
velli að dómstjóri hans var skip-
aður til formennsku í áfrýjunar-
nefnd samkeppnismála.
- fbj
Wow air leitar til dómstóla vegna úthlutunar lendingar- og brottfarartíma:
Dómarar vanhæfir í Wow-máli
DEILT FYRIR DÓMI Wow air telur það
forsendu fyrir Bandaríkjaflugi að félagið
fái aðgang að ákveðnum brottfarar- og
lendingartímum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Alþjóðlega fjármála-
tímaritið Global Finance Maga-
zine hefur valið Landsbankann
sem besta bankann á Íslandi. Til-
kynnt var um valið í New York
í síðustu viku, að því er fram
kemur í tilkynningu Landsbank-
ans.
„Global Finance greinir frá
vali sínu eftir að hafa haft náið
samráð við bankamenn, starfs-
menn á fjármálamarkaði og
greinendur um allan heim. Við
matið koma til álita fjárhagsleg-
ir þættir sem hægt er að mæla
nákvæmlega, jafnt og aðrir þætt-
ir sem byggja fremur á huglægu
mati,“ segir í tilkynningunni, en
til viðbótar er Global Finance í
fyrsta sinn sagt byggja val sitt á
könnun meðal lesenda blaðsins.
- óká
Lesendur fengu að kjósa:
Landsbankinn
sagður bestur
SUÐUR-AFRÍKA, AP Reeva Steen-
kamp var stundum hrædd við
kærasta sinn, Oscar Pistor-
ius, sem varð
henni að bana í
febrúar í fyrra.
Þetta kom fram
í réttarhöldun-
um yfir honum,
sem nú standa
yfir í Pretoríu,
höfuðborg Suð-
ur-Afríku.
„Ég er hrædd
við þig stundum og hvernig þú
brjálast við mig og hvernig þú
bregst við mér,“ segir í texta-
skilaboðum úr síma hennar til
hans, en þau voru birt við réttar-
höldin í gær. Í öðrum textaskila-
boðum kemur fram að Pistorius
hafi sagt henni að vinir hans ætl-
uðu að taka á sig sökina af byssu-
skotum í atviki sem varð um það
bil mánuði fyrir lát hennar. - gb
Réttað yfir Pistorius:
Reeva fylltist
stundum ótta
OSCAR PISTORIUS
BANDARÍKIN Stjórnvöld í Banda-
ríkjunum hafa ákveðið að senda
herþotur og fleiri hermenn til
Úganda til að aðstoða við leitina
að Joseph Kony, leiðtoga sam-
taka sem bera ábyrgð á þúsund-
um morða og hafa neytt þúsundir
barna til að taka þátt í hernaði.
Um 2.500 hermenn frá nokkr-
um Afríkulöndum hafa tekið þátt
í leitinni að Kony, sem hingað til
hefur tekist að fara huldu höfði í
frumskógum landsins ásamt nokk-
ur hundruð liðsmönnum sínum. - gb
Liðsauki sendur til Úganda:
Bandaríkjaher
leitar að Kony
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
ROK OG RIGNING um allt sunnan og vestanvert landið á morgun, víða stífur vindur
en úrkomulítið norðaustan til. Skammvinn hlýindi en á fimmtudag lægir og kólnar
smám saman. Stefnir í bjart og rólegt veður á föstudag og um helgina.
3°
7
m/s
4°
9
m/s
5°
10
m/s
7°
13
m/s
10-20 m/s.
Hæg
breytileg
en stíf SV-
átt V-til.
Gildistími korta er um hádegi
3°
22°
7°
10°
15°
6°
10°
8°
8°
22°
8°
22°
22°
18°
13°
7°
8°
11°
5°
5
m/s
6°
7
m/s
6°
6
m/s
3°
7
m/s
4°
6
m/s
3°
8
m/s
-1°
7
m/s
8°
3°
6°
2°
7°
3°
7°
4°
9°
2°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FIMMTUDAGUR
Á MORGUN
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Frábært
verð!