Fréttablaðið - 25.03.2014, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.03.2014, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 2014 | FRÉTTIR | 11 VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is | Finndu okkur á Facebook Miðvikudaginn 26. mars kl. 09.00 – 10.15 efnir VÍB til fundar um skráningu Sjóvár í Kauphöll Íslands. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, kynnir félagið. Í kjölfarið taka góðir gestir þátt í umræðum ásamt Hermanni. Þátttakendur: • Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá • Ólafur Njáll Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sjóvá • Fanney Birna Jónsdóttir, fréttastjóri viðskiptafrétta hjá 365 miðlum • Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum Fundarstjóri er Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar VÍB. Á www.vib.is má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar. Þú getur sent spurningar til fundarmanna á fundarstjori@vib.is eða á twitter með #sjovautbod ALMENNT ÚTBOÐ Á HLUTUM Í SJÓVÁ EFNAHAGSMÁL Laun á íslenskum vinnumarkaði hækkuðu um 5,7 prósent milli áranna 2012 og 2013 samkvæmt ársmeðaltali vísitölu launa. Samkvæmt gögnum sem Hagstofa Íslands birti í morgun hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 6,1 pró- sent að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 4,9 prósent. „Þar af hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 5,1 prósent en laun starfsmanna sveitarfélaga um 4,7 prósent,“ segir í umfjöll- un Hagstofunnar. Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun skrifstofufólks mest á milli ára eða um 7,5 prósent en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst eða um 5,3 prósent. Sundurgreint eftir atvinnugreinum á almennum markaði var hækkun launa mest á bilinu 5,5 til 7,1 prósent. „Mest hækkuðu laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum en minnst í iðnaði.“ - óká Laun hækkuðu meira hjá ríki en sveitarfélögum á milli 2012 og 2013 samkvæmt tölum frá Hagstofu: Skrifstofufólk hækkaði meira en aðrir MENN AÐ STÖRFUM 2011-2013 var árshækkun launa alltaf minnst hjá starfsmönnum sveitarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÁVARÚTVEGUR Daninn Bendt Bendtsen, sem á sæti á Evrópu- þinginu, þrýstir á framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, ESB, um að grípa til aðgerða gegn Norð- mönnum. Danskir sjómenn segja að mikið magn af þorski frá Nor- egi á Evrópumarkaðinum þýði miklu lægra verð fyrir aðra, að því er kemur fram í frétt danska ríkis- útvarpsins. Bendtsen segir Norðmenn leggja háa tolla á vörur frá ESB. Þeir hafi auk þess haldið öðrum frá norskri landhelgi samtímis því sem þeir sömdu um kvóta við ESB. Bendt- sen vill að tollar verði lagðir á norskar vörur. - ibs Danskur Evrópuþingmaður: Norðmönnum verði refsað ÞORSKUR Norðmenn geta ekki lengur selt þorsk til Rússlands, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Fram- boðið í ESB-löndum hefur þess vegna aukist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVÍÞJÓÐ Nota á sérþjálfaða hunda við meðferð fanga sem dæmdir hafa verið til vistunar á réttar- geðdeildum í Svíþjóð. Með því að hafa hundana viðstadda í hópvið- tölum og einstaklingsviðtölum er vonast til að tilfinningar leysist úr læðingi sem annars hefðu ekki gert það. Sænskir fjölmiðlar hafa það eftir ráðgjafa á réttargeðdeildinni í Öjebyn, þar sem verkefnið hefst, að hundarnir eigi að miðla tilfinn- ingum fanganna. - ibs Nýtt verkefni í Svíþjóð: Hundar á rétt- argeðdeildir TILFINNINGAR Hundar verða notaðir við að leysa úr læðingi tilfinningar fanga á réttargeðdeildum í Svíþjóð. DANMÖRK Fjórtándi hver sjúkling- ur í Danmörku sem fékk lyf með sér heim við útskrift af sjúkrahúsi árið 2012 fékk rangt lyf. Í frétt á vef Politiken segir að í 108 tilfellum hafi röngum sjúklingi verið gefið lyfið, í 103 tilfellum hafi rangt lyf verið gefið en í 2.157 tilfellum var um að ræða rangan skammt, rangan tíma eða alls ekk- ert lyf. Afleiðingar urðu í 49 tilfellum banvænar eða alvarlegar. Tveim- ur af hverjum þremur varð ekki meint af. - ibs Sjúkrahús í Danmörku: Sendir heim með röng lyf LYF Í 49 tilfellum urðu afleiðingarnar banvænar eða alvarlegar þegar sjúkling- ar voru sendir heim með rangt lyf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.