Fréttablaðið - 25.03.2014, Side 19
| FÓLK | 3
Við lifum í samfélagi þar sem hraði, áreiti og tímaleysi eru daglegt brauð flestra landsmanna. Þetta verður til
þess að minni tími gefst til þess að hugsa
um heilsu og næringu. Oftar en ekki er
auðveldara að skella einhverju einföldu og
fljótlegu í sig á milli þess sem við reynum að
sinna öllum verkefnum dagsins. Það er ekki
að ástæðulausu að skyndibitakeðjur eru á
hverju horni.
Margir upplifa streitu í krefjandi samfélagi
sem þessu. Það má því áætla að mörg heilsu-
farsvandamál nútíma samfélags megi rekja
til streitu. Fjölmiðlavefurinn Sverigeradio
hefur greint frá því að streita sé algengasta
orsök veikindaleyfis í Svíþjóð. Streita kostar
þar af leiðandi sænska samfélagið næstum 3
milljarða á ári.
UPPLÝSINGAÖLD
Við lifum á upplýsingaöld. Læknar og aðrir
sérfræðingar standa frammi fyrir þeirri kröfu
að fylgjast stöðugt með þeim fjölda rann-
sókna sem gerðar eru í heiminum í dag. Þeir
verða að fylgjast með þróuninni, enda banka
upp á ný og ný heilsufarsvandamál í nútíma
samfélagi og sífellt koma fram nýjar upplýs-
ingar um mögulegar lausnir þeirra. Með stór-
auknum aðgangi að upplýsingum í gegnum
veraldarvefinn fylgist almenningur líka mun
betur með. Margir gúgla heilsufarsvandamál
sín áður en þeir leita læknis og eftir að þeir
fá greiningu á kvillum sínum. Þetta getur auð-
vitað verið tvíeggjað sverð. Margt sem finna
má á netinu er óáreiðanlegt en þar er líka að
finna réttar og gagnlegar upplýsingar sem
gera fólki kleift að taka meiri ábyrgð á eigin
heilsu með aukinni vitneskju.
Hallgrímur Magnússon læknir hefur komið
fram opinberlega og frætt fólkið í landinu um
mikilvægi magnesíums. Það lá því beint við
að heimsækja þennan áhugaverða lækni til
Hveragerðis, þar sem hann starfar sem heim-
ilislæknir, og spyrja hann nánar út í þetta
ferðalag fræðslunnar um magnesíum. Hann
segir okkur frá því að ráðstefna á vegum
„Magnesium Health Institute“ hafi verið hald-
in í 12. sinn í nóvember á síðasta
ári. Þar koma saman
læknar og aðrir sér-
fræðingar, bæði frá Evr-
ópu og Bandaríkjunum
og bera saman bækur
sínar um þriðja mikil-
vægasta efni manns-
líkamans, magnesíum.
Hann tekur það fram
að þessar rannsóknir
um magnesíum séu
óháðar lyfja- og fæðu-
bótarefnaframleiðend-
um og því langt frá því
að vera gerðar í hagn-
aðarskyni. Þetta snú-
ist um það að halda
lýðnum heilbrigðum
og koma í veg fyrir
sjúkdóma í kjölfar
nútíma lifnaðarhátta.
Þegar slegið er upp
„Magnesium rese-
arch“ á viðurkenndum
leitarsíðum eins og
PubMed koma í ljós
39.608 niðurstöður.
FRUMKVÖÐULL
Hallgrímur Magnús-
son lagði stund á
sérnám í svæfinga-
lækningum í Svíþjóð á
níunda áratugnum og
kynntist þar magn-
esíum í fyrsta skipti.
Hann segir okkur frá
því að óléttum konum
hafi þar verið gefið magnesíum í æð til
þess að lækka blóðþrýstinginn með góðum
árangri. Fólki hefur verið gefið magnesíum
við ýmsum heilsufarsvandamálum um allan
heim. Í Kanada hefur magnesíum t.d. verið
gefið í stað verkjalyfja, segir Hallgrímur. Þrátt
fyrir að magnesíum sé víða notað í lækninga-
skyni hefur það einhvern veginn ekki náð
fótfestu hér á landi en Hallgrímur byrjaði
að gefa magnesíum í æð árið 2009. Þess má
geta að Hallgrímur byrjaði að bjóða upp á
nálastungur á Íslandi árið 1987 og þótti það
á sínum tíma hneyksli. Í dag er það viður-
kennd aðferð sem stunduð er í samráði við
lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk og því
má segja að Hallgrímur Magnússon læknir sé
frumkvöðull á þessu sviði líka.
Hallgrímur segir nokkrar ástæður fyrir því
að hann mæli með inntöku magnesíums. Í
fyrsta lagi segir hann að magnesíum í fæð-
unni hafi minnkað mikið frá því sem áður
var. Nútíma ræktunaraðferðir hafi því miður
orðið þess valdandi að jarðvegurinn hefur
ekki fengið þá hvíld og þau skilyrði sem hann
þarf til þess að gefa af sér magnesíumríka
fæðu eins og áður.
Í öðru lagi þarf ekki mikið til þess að líkam-
inn ráðist á magnesíumbirgðir líkamans og
þurfi meira. En einmitt sykur, koffín, hveiti og
sum lyf henda út magnesíum úr líkamanum.
Þegar við verðum stressuð þarf líkaminn
meira magnesíum en ella. Hann segir að
við streituástand losi líkaminn magnesíum
og sink út í æðakerfið til þess að minnka
álagseinkenni. Þannig er gengið á magnes-
íumbirgðir líkamans sem getur m.a. leitt til
þess að orkuframleiðsla minnkar en hver ein-
asta fruma þarf á magnesíum að halda til að
framleiða orku. Hallgrímur bendir einnig á að
Coca-Cola inniheldur fosfórsýru sem dregur
frá okkur bæði magnesíum og kalk. Hann
segir að áfengi hafi svipuð áhrif.
HENTAR FLESTUM
Hallgrímur læknir mælir með Slökun fyrir
flesta. Hann segir að það virki betur á líkam-
ann að taka inn magnesíum í vatni eins og
gert er með Slökun. Það á greiðari leið inn
í kerfið en töflurnar en nýting í töflum og
hylkjum er að meðaltali 10% en Slökun 60-
85% Hann segir að Slökun geti hentað flest-
um, börnum, unglingum, fullorðnum, öldr-
uðum og barnshafandi konum. Það sé lítil
hætta á því að taka of mikið af Slökun. Aftur
á móti er hægt að fá í sig of lítið magnesíum,
og vill Hallgrímur meina að það sé nokkuð
algengt.
Hallgrímur segir að erfitt sé að mæla
magnesíumskort með hefðbundnum blóð-
prufum vegna þess að aðeins 1% af magnes-
íum sem við notum er í blóðvökva en 66%
eru í beinagrind og 33% í hjarta og vöðvum.
Sem þýðir að eina mælingin sem hægt er
að styðjast við sé blóðpróf sem mæli stöðu
magnesíums í rauðum blóðkornum en þess
háttar próf eru mjög dýr.
Þegar byrjað er að taka inn Slökun er gott
að hafa í huga að byrja á smáum skammti
og auka hann smátt og smátt. Þetta er vegna
þess að hjá sumum geta stórir skammtar af
magnesíum valdið skammtíma niðurgangi.
Þetta er ekki hættulegt og hjá sumum er
þetta gott vegna hægðatregðu en með því
að leyfa líkamanum að venjast við í smáum
skömmtum komum við í veg fyrir þennan
hvimleiða fylgifisk. Einnig skal þess getið
að skammtastærðir getur þurft að laga að
þörfum hvers og eins og að sjálfsögðu taka
börn minni skammt en fullorðnir.
HÖF.: Anna Kolbrún Jensen,
félagsfræðingur
BLÖNDUN
Hvernig á að blanda Slökun: Gott er að
nota kalt vatn, betra er að nota volgt vatn
en best er að leysa Slökun upp í heitu
vatni. Fyrir börn er líka hægt að blanda í
safa.
www.hreinslokun.is
http://mammaveitbest.is
https://www.facebook.com/Mamma-
VeitBestEhf
MIKILVÆGI MAGNESÍUMS
Í NÚTÍMASAMFÉLAGI
MAMMA VEIT BEST KYNNIR vinsælasta og fljótvirkasta magnesíum-fæðubótarefnið á Íslandi síðastliðin 8 ár. SLÖKUN er leyst upp
í vatni og á þannig greiðari leið gegnum kerfi líkamans.
HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON læknir.
MAGNESÍUM
Magnesíum sem bætiefni hefur
reynst mörgum vel við ýmsum
vandamálum svo sem sina-
drætti, fótapirringi, svefnleysi,
höfuðverk, tíðaverkjum, þynnku
og hægðatregðu. Einnig reiði,
gremju og vægu þunglyndi
með því að auka framleiðslu á
seratóníni.
■ Hver einasta fruma notar
magnesíum til að framleiða
orku og er nauðsynlegur
samverkandi þáttur fyrir
hundruð efnahvarfa í líkam-
anum.
■ Magnesíum er nauðsynlegt
fyrir eðlilega starfsemi
vöðva og taugakerfis.
■ Streita eykur þörf líkamans
fyrir magnesíum.
■ Magnesíum og kalk vinna
náið saman og mikilvægt
er að jafnvægi sé milli
þeirra. Margir borða fæðu
sem inniheldur mun meira
kalk en magnesíum og því
ákveðin hætta á að ójafn-
vægi geti myndast sem
getur leitt af sér æðakölkun
og kölkun líffæra.
■ Erfitt getur reynst að fá
nóg magnesíum úr fæð-
unni bæði vegna þess að
fæstir borða nóg af þeirri
fæðu sem inniheldur mest
magnesíum eins og grænt
grænmeti og vegna þess
að jarðvegur sem maturinn
okkar er ræktaður í er oft
snauður af þessu mikilvæga
steinefni sökum nútíma
ræktunaraðferða.