Fréttablaðið - 25.03.2014, Side 22

Fréttablaðið - 25.03.2014, Side 22
FÓLK| Save the Children á Íslandi HEILSA Bandarísk yfirvöld sem hafa með öryggi í samgöngum að gera hafa eytt um einum milljarði í að þjálfa öryggis- verði á flugvöllum í því að finna hryðjuverkamenn með því að lesa í svipbrigði og aðra líkams- tjáningu fólks. Gagnrýnendur aðferðarinnar segja að eng- inn hryðjuverkamaður hafi verið stöðvaður með þessum hætti og að aðferðin hafi ekki skilað neinu nema óþægindum fyrir tugi þúsunda ferðalanga á hverju ári. Flestir telja sig geta lesið í líkamstjáningu annarra og halda að lygarar komi upp um sig með augngotum eða annarri tauga- veiklun. Það hefur hins vegar sýnt sig í rannsóknum að fólk er lélegt í því að greina lygara frá þeim sem segja sannleikann. Lögreglumenn og aðrir sem eiga að heita sérfræðingar í þessum efnum eru ekkert endilega betri í því heldur, þó þeir hafi meiri trú á hæfileikum sínum. Nicholas Epley, prófessor í atferlisfræði við Háskólann í Chi- cago, segir að líkamstjáning tali til okkar en einungis með hvísli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk beri kennsl á lygara í einungis 47 prósentum tilfella. Þegar kom að því að greina þá sem sögðu satt var útkoman örlítið betri en um 61 prósent þátttakenda fann þá. Tölurnar voru enn lægri í þeim rannsókn- um þar sem þátttakendur þurftu að taka ákvörðun um hvort fólk væri að ljúga eða ekki, einungis út frá líkamstjáningu þess. „Sú almenna vitneskja að lygarar komi upp um sig með líkams- tjáningu virðist vera lítið annað en tilbúningur,“ segir Maria Hartwig, sálfræðingur hjá dóm- stólum New York-borgar. Þeir sem vilja athuga hversu góðir þeir eru í að þekkja lygara frá þeim sem segja sannleikann geta tekið próf á vísindavef heimasíðu New York Times, nytimes.com/science. LÆVÍSIR LYGARAR Erfitt getur reynst að greina þá sem ljúga frá þeim sem segja sannleikann út frá líkamstjáningu. FLUGVALLAEFTIRLIT Starfsmenn flugvalla eru margir þjálfaðir í að finna hryðjuverka- menn út frá líkamstjáningu og -burðum þeirra. MYND/GETTY Margir kannast eflaust við að hafa huggað sig með mat og sumir kenna því jafnvel um óhóf-lega fitusöfnun. Reyndar eru líka til þeir sem missa alla matarlyst þegar eitthvað bjátar á. Margir leita í átið hálfómeðvitað þegar reiði, leiði, hræðsla, stress eða einmanaleiki gerir vart við sig. Svo virðist sem átinu fylgi ákveðin ró. Það dreifir athygli frá vandamálinu og erfiðar tilfinningar dofna um stund. Tilfinningarnar geta átt ýmsar rætur og til dæmis tengst fjölskyldu, vinnu, fjárhag, heilsu eða félagslegum samskiptum. Hjá sumum getur tilfinninga- líf og át orðið svo samtvinnað að fólk sækir kerfis- bundið í mat um leið og eitthvað bjátar á og forðast þannig að takast á við vandann. Við þetta skapast vítahringur og við hann bætist samviskubit yfir óhóf- legu áti og fylgifiskum þess. Hér fylgja nokkur ráð til að brjótast út úr víta- hringnum sem fengin eru af vef Mayo Clinic, mayo- clinic.org. Hafðu hemil á stressinu: Ef stress kallar á óhóflegt át þarftu að reyna að ná tökum á því. Reyndu að draga úr stressvöldum í lífi þínu. Prófaðu líka þaulreyndar aðferðir á borð við jóga, hugleiðslu og slökun. Staldraðu við: Reyndu að átta þig á hvort hungrið sé af líkamlegum eða tilfinningalegum toga. Ef þú ert nýbúin/inn að borða reyndu þá að leiða matarlöngun- ina hjá þér. Líklega ertu bara að reyna að slökkva í óþægilegum tilfinningum. Haltu matardagbók: Skrifaðu niður hvað þú borðar og hversu oft. Skráðu líka hvernig þér líður þegar þú borðar og hversu svöng/svangur þú raunverulega ert. Með tímanum sérðu jafnvel eitthvert mynstur á milli tilfinninga og áts sem þú getur þá tekist á við. Fáðu aðstoð: Kannski þarftu að takast á við tilfinn- ingarnar undir niðri. Hinir ýmsu aðilar bjóða aðstoð. Meðal annars OA-samtökin. Reyndu að vinna á móti leiða: Margir tala um að borða þegar þeim leiðist. Reyndu að halda þér upp- teknum/upptekinni. Hugaðu að áhugamálum þínum, farðu í göngutúr, horfðu á mynd eða heyrðu í góðum vini. Fjarlægðu freistingar: Gættu þess að fylla ekki eld- hússkápana af huggandi mat sem erfitt er að standast þegar eitthvað kemur upp á. Þetta eru gjarnan kökur, kex, snakk og nammi. Veldu frekar ávexti, grænmeti og létta ídýfu, hnetur, dökkt súkkulaði eða annað álíka. Ekki berja á sjálfum/sjálfri þér: Allir eiga það ein- hvern tíma til að hugga sig eða verðlauna með mat. Það má bara ekki verða að venju. Það er allt í lagi að misstíga sig. Leggðu áherslu á litlu skrefin og þær já- kvæðu breytingar sem þú gerir á matarvenjum þínum. HUGGUN Í MAT NOKKUR RÁÐ Tilfinningalíf og át getur orðið það samtvinnað að fólk sækir kerfisbundið og ómeðvitað í mat um leið og eitthvað bjátar á. Það er óheilla- vænlegt til lengdar. Hér eru nokkur ráð til að brjótast út úr vítahringnum. FJARLÆGÐU FREISTINGAR Gættu þess að fylla ekki eldhús- skápana af óhollum huggandi mat. Heilsuhótel Íslands Lindarbraut 634 235 Reykjanesbær Sími 512 8040 heilsa@heilsuhotel.is www.heilsuhotel.is Heilsuhótel Íslands - Endurnýjanleg orka „Mér hefur aldrei liðið svona vel“. Svanhildur Guðjónsdóttir, verslunarmaður. Frábær aðstaða Á hótelinu eru 50 herbergi. Öll herbergin eru björt og góð með ljósu parketi á gólfum og sér baðherbergi. Leikfimisalur, gufubað, infra-rauður saunaklefi, heitur útipottur og sólbaðsaðstaða bjóðast gestum. Heilsunudd og ýmsar meðferðir sem vinna gegn einkennum gigtar eru í boði. Góð heilsa Að upplifa og nema hluti sem breytir lífinu með jákvæðum hætti eru markmið hótelsins. Aukin lífsorka og gleði eru gæði sem flestir sækjast eftir. Góð heilsa byggir á góðu mataræði, hreyfingu, hvíld og slökun auk jákvæðni. Sauna Kostir infra-rauðra saunaklefa hafa verið rannsakaðir. Infra-rauð ljós hita likamann með djúphitun sem hefur góð áhrif á heilsuna, eykur liðleika, minnkar verki, bólgur og bjúg. Algengustu einkenni gigtar eru stirðleiki, verkir og bólgur í liðum, vöðvum, sinum og sinafestum. Á Heilsuhóteli Íslands er lögð áhersla á þætti sem snúa að svefni, hreyfingu, hvíld og hollu mataræði. Næsta námskeiði 2. -16. maí

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.