Fréttablaðið - 25.03.2014, Síða 30
25. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22
Mæna, tímarit um grafíska
hönnun á Íslandi, er gefið út af
útskriftarnemum úr Listahá-
skólanum í dag. „Þetta er fimmta
útgáfa Mænu. Að sjálfsögðu
hljómar það frekar yfirþyrm-
andi í fyrstu að 20 hönnunarnem-
ar með mismikið egó og afar mis-
munandi skoðanir fari saman í
slíka útgáfu en ótrúlegt en satt þá
gekk samvinnan vonum framar
og engin vinslit urðu við vinnslu
blaðsins,“ segir Krista Hall, einn
nemenda að baki útgáfunni, létt
í bragði.
Þema blaðsins í ár er tækni.
„Við sem útskriftarnemar í graf-
ískri hönnun þurfum að vera
leiðandi í þeim straumum sem
í gangi eru í hönnunarheimin-
um hverju sinni,“ segir Sigríður
Hulda Sigurðardóttir, annar nem-
andi í Listaháskólanum.
„Við tölum oft um að við séum
með ákveðinn pervertisma fyrir
pappír, litum og áferð og okkur
fannst við svo sannarlega ná að
fullnægja þeim pervertisma með
þessu sexí tímariti,“ segir Krista,
en þau eyddu miklum tíma í
Gunnari Eggertssyni við papp-
írsval. „Við misstum okkur úr
gleði inni á flennistórum pappírs-
lagernum hjá honum. Svo hefði ég
ekki getað ímyndað mér að lyktin
af nýprentuðu tímariti gæti verið
svona fáránlega góð eða lengri
dvöl í prentsmiðjunni Odda svona
gefandi,“ bætir hún við.
Blaðið er gefið út í 500 eintök-
um og er hvert eintak sett saman
í höndunum. „Það þýddi fjórtán
klukkutíma af færibandavinnu
og hvorki meira né minna en
sjö hundruð og fimmtíu metra
af teygju sem klippt var niður
og notuð til að festa tímaritið
saman. Þá var líka eins gott að
við værum öll vinir ennþá því
þessir fjórtán tímar tóku aðeins
á taugarnar en á uppgjafaraugna-
blikunum var bara hækkað í tón-
listinni og dansað smá meðan
teygjurnar voru þræddar í blað-
ið,“ segir Krista, en útgáfuhóf
Mænu er haldið í Dansverkstæð-
inu klukkan fimm í dag.
olof@frettabladid.is
LÍFIÐ
Pervertismi fyrir
pappír og litum
Mæna, tímarit um grafíska hönnun, kemur út í dag.
„Við mættum bara fyrst í gær að
skoða tankinn og taka til,“ segir
Vilhelm Þór Neto, meðlimur Stúd-
entaleikhússins, en leikhópurinn
er að undirbúa nýtt verk sem nefn-
ist einfaldlega Djammið er snilld.
Það var leikstjórinn Tryggvi
Gunnarsson sem skrifaði verkið í
samstarfi við leikhópinn.
„Sagan er unnin úr ýktum
sögum af djamminu og reynslu
okkar allra af íslensku djammi,“
segir Vilhelm og bætir því við að
samskipti kynjanna séu einnig
viðfangsefni sem þreifað verður
á í leikritinu.
„Verkið er tilbúið, við eigum
bara eftir að renna í gegnum það
í þessum nýju aðstæðum,“ segir
Vilhelm en sýningin verður sett
upp í einum af gömlu vatnstönk-
um Perlunnar.
„Síðan á brunavarnaeftirlitið
eftir að koma og sjá hvort allt
gangi ekki upp,“ segir Vilhelm en
hópurinn er mjög spenntur að fá
að njóta sín á svona óvenjulegu
sviði.
„Tanknum verður líklegast skipt
í tvennt, áhorfendur öðrum megin
og leikhópurinn hinum megin,“
segir Vilhelm en leikhópurinn
ætlar að reyna að skapa ákveðna
stemningu á vettvangnum.
„Við viljum hafa svona fyrir-
partístemningu þarna, verkið
fjallar um djammið og við viljum
að áhorfendum líði eins og þeir
séu hluti af partíinu,“ segir Vil-
helm.
„Eitt af vandamálum okkar
núna er hversu mikið það ómar í
tanknum,“ segir Vilhelm en Stúd-
entaleikhúsið leitar til fólks til
þess að fá afnot af einhvers konar
tjöldum sem hægt er að nota til
þess að dempa hljóðið.
Stúdentaleikhúsið stefnir að
frumsýningu 4. apríl og segir Vil-
helm undirbúning ganga vel.
„Við hvetjum alla áhugamenn
um íslenskt djamm til þess að
sækja sýninguna,“ segir Vilhelm.
baldvin@365.is
Djamm er snilld í Perlunni
Stúdentaleikhúsið vinnur nú að uppsetningu leikritsins Djammið er snilld og
vill leikhópurinn að áhorfendum líði eins og þeir séu hluti af partíinu.
STÚDENTALEIKHÚSIÐ Setur upp sýningu í einum af gömlu vatnstönkunum í Öskjuhlíðinni.
Að sjálfsögðu
hljómar það frekar
yfirþyrmandi í fyrstu að
20 hönnunarnemar með
mismikið egó og afar
mismunandi skoðanir
fari saman í slíka útgáfu.
MISMIKIÐ EGÓ Þrátt fyrir allt segir
Krista engin vinslit hafa orðið við
vinnsluna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000 KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ
.
Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir
einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu.
Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn.
MAZDA. DEFY CONVENTION.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
*
Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90 mínútur í senn.
5 stjörnu öryggi!