Fréttablaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 4
2. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
KENNARAVERKFALL Kennaraþing
Kennarasambands Íslands (KÍ) var
sett á Grand Hóteli í gær. Þingið er
haldið í skugga verkfalls fram-
haldsskólakennara sem staðið
hefur yfir í á þriðju viku.
Illugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, vék ekki
að kjarabaráttu kennara í ræðu
sinni við upphaf þings. Hann
sagði að yfirstandandi samninga-
viðræður ættu ekki að fara fram
í fjölmiðlum eða á ráðstefnu sem
þessari. „Það er miklu stærra mál
sem hér er verið að ræða. Hér
er verið að ræða menntakerfið
í heild sinni en ekki bara kjara-
deiluna. Ég vil leggja áherslu á
almenn atriði sem við eigum að
geta náð samstöðu um. Við þurf-
um að bæta frammistöðu fram-
haldsskólanema,“ sagði hann.
„Við þurfum að bæta lesskilning
og starfsemina á grunnskólastig-
inu þar af leiðandi. Við þurfum að
efla heimilin. Þetta eru mikilvæg
atriði burtséð frá þeirri kjara-
deilu sem nú er uppi. Umræðan
um kaup og kjör núna fer fram
við samningaborðið.“
Þórður Hjaltested, formaður
Kennarasambands Íslands, sagði
það dapurlegt að setja Kennara-
þing þegar stór hluti félagsmanna
væri í verkfalli. Hann sagði að
stjórnmálamönnum þætti sjálf-
sagt að kennarastéttin væri illa
launuð og kallaði eftir auknu fjár-
magni til skólastarfsins. „Þróunin
frá hruni hefur verið sú að kenn-
arar dragast aftur úr. Það launa-
skrið sem Seðlabankinn er farinn
að gera ráð fyrir í sínum viðmið-
um er ekki til staðar hjá kennur-
um. Við erum tilbúin að setjast
niður um ákveðnar kerfisbreyt-
ingar en forgangurinn er launa-
mál og við verðum að fá botn í þau
áður en við stígum í aðra vinnu.“
Guðríður Arnardóttir, formað-
ur Félags framhaldsskólakennara,
var óánægð með að menntamála-
ráðherra hefði ekki talað um yfir-
standandi kjaradeilu við setningu
þingsins í gær. „Brýnasta verk-
efni menntamálaráðherra núna
er að beita sér fyrir lausn í kjara-
deilu framhaldsskólakennara og
koma skólanum til starfa á ný. Ég
hef ekki séð mikið af ráðherrum
tjá sig né beita sér í þessari kjara-
deilu. Þó að fjármálaráðherra
haldi um veskið hlýtur það að
vera faglegur ráðherra mennta-
mála sem á að knýja á um að fá
fjármuni inn í sitt ráðuneyti.“
Formaður KÍ lýsti í ræðu
sinni yfir áhyggjum af því að
fáir sæktu í kennaranám vegna
lágra launa. Laun íslenskra kenn-
ara væru fyrir neðan meðaltal
OECD-ríkjanna. Formaður Félags
framhaldsskólakennara tók undir
áhyggjurnar, „Hvernig eigum við
að laða að hæfa kennara til að
sinna kennslu þegar framhalds-
skólakennarar eru rétt hálfdrætt-
ingar í launum á við kollega sína á
Norðurlöndunum? Það hefur verið
bent á það í alþjóðaskýrslum að
það þurfi að hækka laun íslenskra
kennara til að viðhalda nýliðun í
stéttinni,“ sagði Guðríður.
Kennaraþing KÍ stendur yfir
fram á föstudag.
snaeros@frettabladid.is
Sjálfsagt að launin séu lág
Formaður Kennarasambands Íslands segir að stjórnmálamenn skorti þor til að takast á við launamál kennara
og þyki sjálfsagt að launin séu lág. Menntamálaráðherra ávarpaði Kennaraþing í gær og vill að sátt náist um
styttingu framhaldsskólans og aðrar kerfisbreytingar. Óánægja ríkti með að ráðherra ræddi ekki kjaramál.
1.088 var fjöldi fram-haldsskólakenn-
ara og leiðbeinenda veturinn
1999 til 2000.
Þeim hefur fjölgað árlega frá þeim
tíma og voru 1.656 veturinn 2011
til 2012.
KENNARAÞING Illugi Gunnarsson ávarpaði þingið í gær og ræddi almenn sóknarfæri í menntakerfinu. Hann vill stórbæta læsi
ungmenna og minnka brottfall úr framhaldsskólum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég hef
ekki séð mikið
af ráðherrum
tjá sig né beita
sér í þessari
kjaradeilu.
Guðríður Arnardóttir,
formaður Félags
framhaldsskólakennara
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
MILT Í VEÐRI Í dag og næstu daga ríkja S- og SA-áttir, vindur verður yfirleitt hægur,
þó má búast við hvassviðri syðst á morgun, einkum undir Eyjafjöllum. Lægir smám
saman og á föstudaginn eru horfur á hæglætisveðri um allt land. Hiti breytist lítið.
4°
3
m/s
5°
8
m/s
7°
7
m/s
9°
11
m/s
Allhvasst
eða hvasst
við suður-
ströndina,
annars
hægur
vindur.
Hægur
vindur um
allt land.
Gildistími korta er um hádegi
16°
28°
9°
23°
15°
6°
22°
9°
9°
22°
20°
22°
20°
22°
18°
19°
10°
22°
6°
6
m/s
8°
6
m/s
7°
5
m/s
3°
4
m/s
8°
2
m/s
4°
2
m/s
3°
10
m/s
8°
6°
4°
3°
5°
6°
5°
5°
7°
5°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN
Sturtusett
Verð frá kr. 66.900
Gæði fara aldrei úr tísku
FRAKKLAND, AP Manuel Valls tók
í gær við forsætisráðherraemb-
ætti Frakklands af flokksbróður
sínum, Jean-Marc Ayrault. Báðir
eru þeir sósíaldemókratar rétt
eins og François Hollande, forseti
landsins.
Hollande ákvað að skipta þyrfti
um ríkisstjórn eftir að Sósíal-
demókrataflokkurinn fékk slæma
útreið í sveitarstjórnarkosningum
á sunnudag.
Reiknað er með að Valls muni
kynna nýjan ráðherralista í dag. - gb
Hollande skiptir um stjórn:
Valls tekur við
af í Frakklandi
RÁÐHERRASKIPTI Manuel Valls og
Jean-Marc Ayrault. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍSRAEL, AP John Kerry, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
hélt til Ísraels í gær í von um
að koma við-
ræðum Ísraela
og Palestínu-
manna af stað
á ný.
Ýmis merki
voru um að
hægt yrði að
hefja viðræður
ef samkomu-
lag tækist, sem snerist um að
Jonathan Pollard yrði látinn
laus úr fangelsi í Bandaríkj-
unum í skiptum fyrir hundruð
palestínskra fanga í Ísrael. - gb
John Kerry flaug til Ísraels:
Reynt að bjarga
viðræðunum
KENNARAVERKFALL Forystu kennara og mennta-
málaráðherra greinir á um hvort heppilegt sé
að ræða kerfisbreytingar á borð við styttingu
framhaldsskólans í kjarasamningum.
Illugi Gunnarsson ráðherra segir að stytting
framhaldsskólans sé til umræðu í kjaraviðræð-
um nú. „Það eru ýmis atriði í kjarasamningum
kennara sem hafa áhrif á það hvernig við getum
breytt skólakerfinu og þróað það. Meðal annars
með styttingu framhaldsskóla.“
Formaður KÍ, Þórður Hjaltested, og formaður
Bandalags háskólamanna, Guðlaug Kristjáns-
dóttir, sögðu bæði í erindum sínum á Kennara-
þingi í gær að kjaraviðræður væru ekki réttur
vettvangur til að ræða styttingu
framhaldsskólans. „Við þurfum
að fá botn í launamálin áður en
við ræðum aðrar breytingar,“
sagði Þórður.
Undir þetta tekur Guðríður
Arnardóttir, formaður Félags
framhaldsskólakennara. „Þú
ræðir ekki kerfisbreytingar í
menntakerfinu við einhverja
eina tiltekna fagstétt. Launa-
málin eru forgangsatriði og ráðherra er ekki að
byrja á réttum enda.“
- ssb
Forysta kennara segir ekki tímabært að ræða styttingu framhaldsskólans:
Botn verður að fást í launadeilu
ÞÓRÐUR
HJALTESTED
JOHN KERRY
VÍSINDI Allt bendir til að niður-
stöður stofnfrumurannsókna sem
birtust í janúar síðastliðnum hafi
verið byggðar á fölsunum. Þetta
fullyrðir rannsóknarnefnd í Japan,
og kemur fram í vísindatímaritinu
Nature.
Rannsóknarnefndin skilaði
þeirri niðurstöðu að höfundur-
inn Haruko Obokata hafi hagrætt
gögnum í rannsóknarvinnunni og
sýnt fram á vanrækslu í starfi sem
leiðir til þess að niðurstaða rann-
sóknarinnar er ekki marktæk. - jm
Stofnfrumurannsókn fölsuð:
Niðurstöðurnar
ómarktækar