Fréttablaðið - 02.04.2014, Qupperneq 6
2. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað bíða mörg mál umræðu á
Alþingi?
2. Hvar er Japönum bannað að veiða
hval?
3. Hvað er Hjalti Nordal Gunnarsson
tónskáld gamall?
SVÖR:
1. Rúmlega 80. 2. Í Suður-Íshafi nu. 3. 15
ára.
VELFERÐARMÁL Skoðað verður á
næstunni hvort ný stjórnsýslu-
stofnun verði sett á stofn til að
hafa umsjón með verkefnum ríkis-
ins á sviði félagsþjónustu og barna-
verndar. Einnig myndi stofnunin
hafa eftirlitshlutverk til að tryggja
gæði þjónustunnar sem verið er að
veita í málaflokkunum.
Eygló Harðardóttir félagsmála-
ráðherra kynnti hugmyndina á rík-
isstjórnarfundi á mánudaginn síð-
astliðinn.
„Vinna við mótun fjölskyldu-
stefnu hefur lengi verið í gangi í
ráðuneytinu. Umfjöllun um úrræði
fyrir börn í vanda og ábending-
ar, sem við höfum fengið um að
tryggja þurfi betur gæði og eftirlit
í félagsþjónustunni almennt, varð
til þess að ég taldi rétt að skipa
starfshóp til að beina sjónum að
þeim málum. Hópurinn mun skoða
hvernig megi útfæra þetta betur
og þá sérstaklega hugmyndina um
nýja stjórnsýslustofnun sem tæki
við þessu eftirlitshlutverki,“ segir
Eygló.
Hún segir að horft sé til danskr-
ar fyrirmyndar en þar í landi
starfar stofnunin Socialstyr elsen
undir félagsmálaráðuneytinu.
Ýmis verkefni sem hafa verið í
höndum Barnaverndarstofu eða
eru unnin innan velferðarráðu-
neytisins í tengslum við félags-
þjónustu sveitarfélaga munu þá
flytjast yfir til þessarar nýju
stofnunar.
Verkefnin eru túlkun laga,
umsýsla og ráðgjöf við þá sem
þjónusta börn, fatlað fólk, aldraða
og innflytjendur auk Íslendinga í
vanda erlendis.
„Sveitarfélögin hafa verið í
auknum mæli að taka við verk-
efnum á sviði félagsþjónustunn-
ar og hafa að mínu mati sinnt því
mjög vel. Ríkið þarf aftur á móti
að tryggja að það sé gott eftir-
lit og gæði í þjónustunni sem er
veitt um allt landið. Þetta er viða-
mikið verkefni og við þurfum að
vanda okkur því við erum með við-
kvæmustu einstaklingana í samfé-
laginu undir. Starfshópurinn mun
því leita leiða til að ríkið geti stutt
sem best við sveitarfélögin, eflt
þau enn frekar, og þetta er ein
hugmyndin,“ segir Eygló og bætir
við að einnig verði lögð áhersla á
snemmtæka íhlutun vegna vanda
barna og unglinga þar sem horft
verði til samstarfs við heilbrigðis-
ráðherra. erlabjorg@frettabladid.is
Tryggja eftirlit með
félagsþjónustunni
Félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi skipun starfshóps til að endur-
skoða velferðarþjónustu við börn og barnafjölskyldur. Hugmynd um nýja stjórn-
sýslustofnun sem hefur umsjón með félagslegum verkefnum ríkisins er á borðinu.
BÖRN Stofnunin mun meðal annars hafa eftirlit með þjónustu sveitarfélaganna í
barnaverndarmálum og veita þjónustuaðilum ráðgjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/
Þetta er
viðamikið
verkefni og
við þurfum
að vanda
okkur því við
erum með
viðkvæmustu einstakling-
ana í samfélaginu undir.
Eygló Harðardóttir,
félagsmálaráðherra.
STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin er búin
að afgreiða á annað hundrað mála
frá því hún kom til valda fyrir
tæpu ári, samkvæmt upplýsingum
sem Fréttablaðið fékk í Stjórnar-
ráðinu.
Lagafrumvörp eru 110, auk þess
hefur stjórnin afgreitt á annan tug
þingsályktunartillagna.
Ef allt er skoðað hefur ríkis-
stjórnin afgreitt á milli 120 og 130
mál.
Á þingmálalista ríkisstjórnar-
innar voru 173 mál þegar listinn
var birtur í haust. Hann var endur-
skoðaður fyrir vorþing.
Það styttist í að Alþingi fari í
sumarfrí, einungis er um tugur
þingfundadaga eftir og mörg stór
mál bíða, þar á meðal skuldaleið-
réttingarfrumvarp ríkisstjórnar-
innar og frumvarp um séreignar-
sparnað, að öllu óbreyttu verður
mælt fyrir þeim í dag.
Í gær biðu 40 frumvörp fyrstu
umræðu á Alþingi, 51 frumvarp
var til umfjöllunar í nefndum og
16 biðu annarrar umræðu. Frum-
vörp sem ekki næst að afgreiða á
yfirstandandi þingi, flytjast ekki
yfir til næsta þings, heldur þarf að
endurflytja málið. - jme
Rúmlega 170 mál voru á upphaflegum þingmálalista ríkisstjórnarinnar:
Búið að afgreiða 110 frumvörp
FJÖLDI FRUMVARPA Ríkisstjórnin hefur afgreitt á annað hundrað mála, bæði stór
og smá, síðan hún komst til valda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KRÍMSKAGI, AP Anders Fogh Ras-
mussen, framkvæmdastjóri
NATO, tilkynnti að bandalag-
ið hefði slitið öllu samstarfi við
Rússland.
Þetta kom fram á fundi Atl-
antshafsbandalagsins í gær.
Ekki var tekin ákvörðun um
hvort bandalagið myndi veita
Úkraínumönnum aðstoð í
varnarmálum. Moskvustjórn
hefur varað við samskiptum við
bandalagið því það gæti valdið
enn meiri örðugleikum í sam-
skiptum ríkjanna.
Þetta var í fyrsta sinn frá því
að Krímskagi var innlimaður
í Rússland, sem ráðherrar frá
öllum aðildaríkjunum funduðu
um málið. Gunnar Bragi Sveins-
son utanríkisráðherra sat fund-
inn fyrir hönd Íslands.
Á síðustu dögum hefur fjölgað
í herliði Rússa við landamæri
Úkraínu og hefur það skapað
hræðsluástand á svæðinu. Her-
flugvélar frá NATO stunda her-
æfingar í Eystrasaltsríkjunum.
Á mánudag heimsótti Dmitry
Medvedev, forsætisráðherra
Rússlands, Krímskaga. Þetta
var fyrsta heimsókn frá svo
háttsettum rússneskum emb-
ættismanni síðan skaginn var
innlimaður í rússneska ríkja-
sambandið.
Medvedev lagði áherslu á
að íbúar Krímskaga ættu ekki
að líða neitt tap í kjölfar inn-
limunarinnar heldur einungis
hagnast.
- kóh
Ráðherrar Atlantshafsbandalagsins funduðu um málefni Krímskaga í gær:
NATO slítur öllu samstarfi við Rússa
KRANSLAGNING Medvedev tók þátt í
minningarathöfn um heimsstyrjöldina
seinni í heimsókn sinni á Krímskaga.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
VEISTU SVARIÐ?
Fæst án lyfseðils
Verkir í
hálsi og
öxlum?