Fréttablaðið - 02.04.2014, Side 8

Fréttablaðið - 02.04.2014, Side 8
2. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 VIÐSKIPTI Innflutningi á ís, sem ekki er framleiddur úr kúa- mjólk, er stjórnað með bæði verð- og magntollum. Um er að ræða svokallaðan „non-dairy“-ís, til dæmis soja- og möndluís. Ann- ars vegar er lagður 30 prósenta verðtollur á innflutningsverð og hins vegar 110 króna magntoll- ur á hvert kíló sem flutt er inn. Afleiðingin er sú að ísinn er dýr og úrvalið lítið og stopult í versl- unum. „Við viljum að skjólstæðingar okkar geti notið sömu réttinda og aðrir, þó ís sé auðvitað ekki endilega það sem maður ráðlegg- ur fólki að borða á hverjum degi þá er það réttlætismál að okkar fólk geti fengið sér ís án þess að borga svona rosalega fyrir það,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, for- maður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. Tollar sem lagðir eru á ísinn eru verndartollar sem eiga að vernda innlenda mjólkurfram- leiðslu. Hins vegar er „non- dairy“-ís ekki framleiddur úr kúamjólk eða öðrum innlendum landbúnaðarafurðum. Það er því engin innlend búvörufram- leiðsla sem þarfnast verndar enda er engin framleiðsla á þess- um vörum hér á landi. Fríða segir að í félaginu séu alls um 960 félagsmenn og af þeim sem eru með fæðuóþol eru flestir með mjólkuróþol eða mjólkurofnæmi. Aðilar með slíkt óþol eða ofnæmi þurfa að forðast alfarið vörur sem innihalda kúa- mjólk þar sem ofnæmisviðbrögð- in geta verið alvarleg og jafnvel lífshættuleg. Eftir stendur að þeir sem eru með mjólkuróþol verða að greiða mjólkurtolla af ís, þrátt fyrir að geta ekki neytt mjólkur og þrátt fyrir að ísinn sé alls ekki búinn til úr mjólk. Brynhildur Pétursdóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar, er meðal flutningsmanna frum- varps um niðurfellingu tolla og vörugjalda á staðgengdar- vörur kúamjólkur. Í frumvarp- inu segir meðal annars að verð á staðgengdarvöru mjólkur virð- ist vera allt að því þrefalt verð kúamjólkur. Verulegt tilefni sé til þess að draga úr þessum mun enda ekki réttlátt að refsa fjár- hagslega þeim sem af einhverj- um ástæðum kjósa að neyta ekki mjólkur. „Ég veit ekki til þess að það sé einhver andstaða við þetta frumvarp og við leggjum mikla áherslu á að það fari út úr nefnd- inni. Þó þetta sé lítið skref þá er það mikilvægt,“ segir Brynhild- ur. fanney@frettabladid.is ➜ 30 prósenta verðtollur er lagður á innflutningsverð á „non-dairy“ ís. Einnig er lagður 110 króna magntollur á hvert kíló sem flutt er inn. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks, utan ráðherra, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um mótun viðskiptastefnu Íslands. Í henni ályktar Alþingi að fela ráðherra að móta viðskiptastefnu sem hafi að markmiði að jafna samkeppnisstöðu innlendrar versl- unar gagnvart erlendri og lækka vöruverð til hagsbóta fyrir neytendur. Stefnan verði lögð fyrir Alþingi í formi þingsályktunar- tillögu fyrir 1. júlí 2014. „Ég held að það sé skýr vilji fyrir því bæði í þjóðfélaginu og á þinginu að við séum með skilgreinda viðskiptastefnu. Það sjá allir fáránleika núverandi ástands,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni segir að tilgangur hennar sé að auka veg innlendrar verslunar og neytenda. Liður í að ná þeim markmiðum er að endurskoða fyrirkomulag skatta- mála, þar með talið tolla og vörugjalda. Ísland er ekki í tollabandalagi og hafa stjórnvöld fullt forræði á að lækka tolla. Fram til þessa hefur stefna stjórnvalda verið að lækka ekki tolla nema á grundvelli gagnkvæmra ívilnana í gegnum Alþjóðaviðskiptastofnunina, EFTA eða með tvíhliða samningum. „Þetta snýr að samkeppnisstöðu þjóðarinnar og verð- lagi á Íslandi og við erum ekki að hegna neinum öðrum en almenningi og fyrirtækjum ef við erum með hindranir inn á innlendan markað,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Þeim þjóðum sem hafa gengið hvað lengst í viðskipta- frelsi hefur alla jafna vegnað mun betur. Einföldun er lykilorðið.“ Vilja lækka vöruverð til hagsbóta fyrir neytendur Dýrt að vera með óþol eða ofnæmi Tollar eru lagðir á mjólkurlausan ís þrátt fyrir að slíkur ís sé ekki framleiddur á Íslandi. Formaður Astma- og ofnæmisfélagsins segir það vera réttlætismál að fólk sem er með óþol eða ofnæmi geti notið þess að fá sér ís án þess að þurfa að greiða fyrir það hátt verð. VERNDAR- TOLLAR „Non- dairy“-ís er ekki framleiddur úr kúamjólk eða öðrum inn- lendum land- búnaðarvörum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVÍÞJÓÐ Fataframleiðandinn Champion í Svíþjóð vildi ekki ráða konu til starfa vegna sam- kynhneigðar hennar. Í starfsum- sókn í gegnum ráðningarstofu greindi konan frá kynhneigð sinni. Hún var kölluð í viðtal á ráðningarstofuna en fyrirtækið hafnaði henni. Ráðningarstofan hætti sam- starfi við Champion og konan kærði fyrirtækið með aðstoð stéttarfélags fyrir mismunun. Champion, sem í fyrstu neit- aði sök, hefur nú samþykkt að greiða konunni 60 þúsund sænskar krónur í bætur. - ibs Fataframleiðandi mismunar: Lesbía fékk ekki starf STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður skuldara fær heimild til að beita dagsektum ef stjórnvöld, fyrir- tæki eða samtök draga úr hömlu að veita upplýsingar sem emb- ættinu eru nauðsynlegar til að rækja lögbundið hlutverk sitt. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt frumvarp þessa efnis fram á Alþingi. Umboðsmaður skuldara hefur í dag ekki úrræði til að knýja upplýsingaskyldan aðila til að afhenda þær upplýsingar sem hann hefur óskað eftir þrátt fyrir ótvíræða lagaskyldu. - jme Nýtt frumvarp á Alþingi: Umboðsmaður má dagsekta FÆR HEIMILD Umboðsmaður skuldara fær heimild til að beita dagsektum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.