Fréttablaðið - 02.04.2014, Page 10

Fréttablaðið - 02.04.2014, Page 10
2. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SAMGÖNGUR „Ljóst er að komi til vinnustöðvunar mun það hafa í för með sér röskun á innanlandsflugi og millilandaflugi á umræddu tíma- bili,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna boðaðra verkfalla hjá um 400 flugvallarstarfsmönnum félagsins. Þrjú félög starfsmanna á flugvöll- um sem ekki hefur náðst að semja við um nýja kjarasamninga hafa samþykkt að grípa til þriggja tíma- bundinna vinnustöðvana nú í apríl og loks til ótímabundins verkfalls 30. apríl takist ekki að ná samn- ingum. Þetta eru Félag flugmála- starfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssam- band slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna. Þetta eru starfsmenn á öllum flugvöllum landsins og flug- öryggisverðir á Keflavíkurflugvelli. „Það er því miður alltof mikið sem ber í milli,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flug- málastarfsmanna ríkisins. Kristján kveður liðsmenn félaganna þriggja hafa gefið skýrt til kynna að þeir myndu fella samninga sem byggðu á þeirri 2,8 prósent launahækkun sem Samtök atvinnulífsins byðu. Tímabundnu vinnustöðvanirnar eiga að vera 8., 23. og 25. apríl og standa í fimm klukkutíma í hvert sinn, frá klukkan fjögur að morgni til klukkan níu. Mikið er um að vera í áætlunarflugi á þessum tíma dags. Þannig eru um 80 brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugvelli innan þessa tímaramma umrædda þrjá daga. „Isavia vinnur að viðbragðsáætl- un ásamt flugrekstraraðilum sem miðar að því að takmarka sem mest röskun á flugi og óþægindi sem af þeim kunna að hljótast,“ segir í yfirlýsingu Isavia þar sem flugfar- þegum er bent á að fylgjast með til- kynningum á vefsvæðum Isavia, Keflavíkurflugvallar og flugfélag- anna um breytingar sem kunna að verða á flugáætlun þegar nær dragi boðuðum aðgerðum. Erfitt er að meta möguleikana á að samkomulag náist fyrir 8. apríl. Samkvæmt Isavia eru kröfur stétt- arfélaga talsvert hærri en samið hefur verið um á almennum vinnu- markaði auk þess sem þau vilji gera samninga til skamms tíma. „Þá hefur hugmyndum til að koma til móts við kröfur félag- anna verið hafnað án efnislegrar umræðu. Framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins hefur meðal annars sagt að ekkert í launaþró- un þessa hóps réttlæti annað en að fylgja þeirri meginlínu sem aðilar á almennum vinnumarkaði hafa þegar samið um,“ segir Isavia. Þótt vinnustöðvununum eigi að ljúka klukkan níu umrædda morgna verður ekki hægt að hefja flug strax þá, því þar sem flugöryggisverðir eru ekki við vinnu er engum, hvorki öðru starfsfólki né farþegum, hleypt inn í flugstöðina í Keflavík á meðan stöðvunin stendur. Það mun því líða nokkur tími þar til fyrstu vélar geta tekið í loftið eða lent. Flugfélag Íslands og Flugfélagið Ernir sem stunda áætlunarflug inn- anlands myndu einnig verða fyrir truflunum af vinnustöðvunum. Ingi Þór Guðmundsson, mark- aðsstjóri Flugfélags Íslands, segir að verið sé að skoða hvað sé hægt að gera svo farþegar verði fyrir sem minnstri röskun. „Það er lík- legt að Flugfélag Íslands hefji flug klukkan níu til allra áfangastaða,“ segir hann. . gar@frettabladid.is Áttatíu brottfarir og lendingar í uppnámi Þrjú skæruverkföll flugvallarstarfsmanna gætu sett úr skorðum áttatíu lendingar og brottfarir í utanlandsflugi auk röskunar á innanlandsflugi. Isavia og flugfélög- in gera áætlun til að lágmarka truflunina sem gæti orðið enn þá meiri í lok apríl. • Þriðjudaginn 8. apríl 2014. Frá klukkan 04.00 til 09.00. • Miðvikudaginn 23. apríl 2014. Frá klukkan 04.00 til 09.00. • Föstudaginn 25. apríl 2014. Frá klukkan 04.00 til 09.00. • Miðvikudaginn 30. apríl 2014. Klukkan 04.00 hefst allsherjarverkfall sem stendur þar til annað verður ákveðið. HVENÆR VERÐA VERKFÖLLIN? KOMUR OG BROTTFARIR Í KEFLAVÍK AÐ MORGNI 8. APRÍL Tími Flugnr. Til/Frá 06:15 FI614 New York (JFK) 06:15 FI622 Newark, NY 06:20 FI602 Toronto 06:30 PF107 Alicante 06:30 FI630 Boston 06:35 FI670 Denver 06:40 FI692 Edmonton 06:40 FI741 Liege 06:45 WW201 London Gatwick 06:45 FI680 Seattle 07:00 WW303 Copenhagen 07:00 BBD6810 Dublin 07:20 FI532 Munich 07:25 FI520 Frankfurt 07:35 FI430 Glasgow 07:35 FI306 Stockholm 07:40 FI450 London Heathrow 07:40 FI502 Amsterdam 07:40 FI542 Paris CDG 07:45 FI470 London Gatwick 07:45 FI204 Copenhagen 07:50 FI318 Oslo 08:00 GAF501 St. Johns 08:00 FI338 Stavanger 08:20 EZY1805 Manchester 09:00 EZY1806 Manchester Heimild/Isavia Friðrik Már Baldursson Göran Persson Þorsteinn Már Baldvinsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ásdís Halla Bragadóttir Björgólfur Jóhannsson Sigrún Ragna Ólafsdóttir Margrét Pála Ólafsdóttir Stephane Garelli ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS 2014 Í HÖRPU – SILFURBERGI – FIMMTUDAGINN 3. APRÍL KL. 14-16 Fundurinn verði sýndur í beinni útsendingu á vef SA. AUKIN SAMKEPPNISHÆFNI BETRI LÍFSKJÖR ALLRA Skráning á www.sa.is SAMTÖK ATVINNULÍFSINS#arsfundur 32. gr. Stjórn félagsins skal einum mánuði fyrir aðalfund ár hvert auglýsa frest til framboðs í trúnaðarstöður samkvæmt 22. gr. Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar fyrir aðalfund og skal tillögum skilað til kjörstjórnar RSÍ innan þess tíma. Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Reykjavík 31. mars 2014. TÚNIS Tveir lögreglumenn í Túnis hafa verið dæmdir til að sitja sjö ár í fangelsi fyrir að hafa nauðg- að ungri konu. Þriðji lögreglu- maðurinn fékk tvö ár fyrir að hafa reynt að kúga fé út úr kær- asta konunnar. Nauðgunin átti sér stað í sept- ember árið 2012. Lögreglumenn- irnir þrír réðust á konuna og kærasta hennar í bifreið. Tveir þeirra nauðguðu konunni, hvor á eftir öðrum, á meðan sá þriðji hélt kærasta hennar föstum. Viðbrögð stjórnvalda voru þau að ákæra konuna fyrir siðferðis- brot, en sú ákæra var dregin til baka eftir að konan hafði skrifað bók um reynslu sína. Málið hefur allt vakið heimsat- hygli og varð að eins konar próf- máli um það hvernig tekið yrði á réttindum kvenna í landinu. Árið áður hafði stjórn landsins hrak- ist frá völdum vegna uppreisn- ar almennings í arabíska vorinu svonefnda. Lögmaður konunnar, Radhia Nasraoui, segir dóminn hins vegar alltof vægan: „Þetta er hneyksli,” hefur AP fréttastofan eftir henni. „Þeir neituðu öllu. Þeir voru jafnvel svo ósvífnir að segja að hún hafi leitað á þá.” - gb Dómstóll í Túnis úrskurðar í nauðgunarmáli: Tveir lögreglumenn dæmdir í fangelsi MÓTMÆLI VIÐ DÓMSHÚSIÐ Lög- maður konunnar segir dóminn allt of vægan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.