Fréttablaðið - 02.04.2014, Side 11

Fréttablaðið - 02.04.2014, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 2. apríl 2014 | FRÉTTIR | 11 DANMÖRK Evrópusambandsborg- arar eiga rétt á þjónustu dönsku þjóðkirkjunnar í heimalandi sínu hafi þeir starfað í Danmörku í einn mánuð eða lengur. Danskir prestar eru þess vegna á faralds- fæti, að því er segir á fréttavef Kristilega dagblaðsins í Dan- mörku. Þar kemur fram að það séu einkum Austur-Evrópubúar sem biðja um þessa þjónustu en hana fá þeir sér að kostnaðarlausu. Þjónustan felur í sér skírn, hjóna- vígslu og útför í heimalandinu. Haft er eftir formanni danska kirkjuráðsins, Anders Gade- gaard, að prestum sem reglulega pakka niður í ferðatösku og halda til Austur-Evrópu fjölgi stöðugt. Hann bendir þó á að mikill hluti „nýja evrópska safnaðarins“ tali ekki ensku þannig að innan tíðar verði nauðsynlegt að ráða farand- presta með sérþekkingu á slav- neskum málum. Mor ten Messersch midt , fulltrúi Danska þjóðarflokksins á Evrópuþinginu, segir þessa þróun hroðalega. Enn einu sinni komi í ljós slæmar afleiðingar stækkunar Evrópusambandsins til austurs og regluverks sam- bandsins. Hann segir það ekki eðlilegt að Danir hafi yfir- vald yfir kirkjum sínum. Hann tekur það fram að Evr- ópusambandið sé orðið alltof valda- mikið og hvetur Dani til þess að krefjast þess að fá erlenda presta til Danmerkur. - ibs Austur-Evrópubúar nýta sér reglur ESB og fá presta heim til sín frá Danmörku til ókeypis prestsverka: Danskir prestar í vinnuferðir til A-Evrópu PRESTSVERK Danskir prestar fara reglulega til Austur- Evrópu til þess að veita þar gjaldfrjálsa þjónustu.NORÐURLÖND Búist er við að ástandið í Úkraínu, samstarf Norðurlanda og Rússlands og við- fangsefni tengd lýðræðisþróun í Úkraínu verði til umfjöllunar við upphaf þemaþings Norðurlanda- ráðs á Akureyri þann 8. apríl. Að öðru leyti verður þemaþingið helgað sjálfbærri nýtingu nátt- úruauðlinda, að því er segir í frétt á vef ráðsins. Rædd verður tillaga um viðmið fyrir sjálfbæran námurekstur á Norðurlöndum og ennfremur áhrif alþjóðlegs samkomulags sem nýlega var gert um makríl- veiðar í Norður-Atlantshafi. - ibs Norðurlandaráð á Akureyri: Ræða Úkraínu og makrílveiðar NORÐURLANDARÁÐ Sjálfbær nýting náttúruauðlinda verður á dagskrá þemaþings ráðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÚSAVÍK Stéttarfélagið Fram- sýn krefst þess að Vísir í Grinda- vík endurskoði áform um að loka starfsstöð fyrirtækisins á Húsa- vík um næstu mánaðamót. Fiskvinnsla Vísis er með stærri vinnustöðum á Húsavík. Vinnsl- an er búin nýjum og fullkomnum vinnslulínum. Framsýn segir að gangi lokunaráformin eftir muni þau hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir starfsfólkið, þjónustuaðila og samfélagið allt við Skjálfanda. „Í ljósi þessara staðreynda má það ekki gerast að fiskvinnslu verði hætt á vegum fyrirtækisins á Húsavík. Sá skaði verður ekki bættur,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. - jme Framsýn með yfirlýsingu: Vilja að Vísir hætti við lokun EKKI LOKA Stéttarfélagið Framsýn vill að ákvörðun Vísis í Grindavík um að hætta fiskvinnslu á Húsavík verði endurskoðuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Ný reglugerð tekur gildi Ný reglugerð um starfsábyrgðartrygg- ingar hönnuða og byggingarstjóra hefur verið undirrituð í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, að því er segir á vef Mannvirkjastofnunar. Ákvæði nýju reglugerðarinnar eru sögð mun skýrari og ýtarlegri en sambærileg ákvæði eldri byggingar- reglugerðar. Reglugerðin tekur gildi hinn 1. júní næstkomandi. FRAMTÍÐARREIKNINGUR GÓÐUR STAÐUR FYRIR FERMINGARPENINGANA Framtíðarreikningurinn ber alltaf hæstu vexti verðtryggðra sparireikninga og er laus við 18 ára aldur. Hann er skynsamlegur staður fyrir fermingarpeningana, svo þeir nýtist í framtíðinni til að láta draumana rætast. Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við 5.000 kr. við.* Hægt er að stofna Framtíðarreikning í næsta útibúi Arion banka. *Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn 18 ÁRA 12/11 2018 LÁTTU FERMINGARPENINGINN VAXA MEÐ ÞÉR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.