Fréttablaðið - 02.04.2014, Page 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 2. apríl 2014 | 26. tölublað | 10. árgangur
Sjónmælingar í Optical Studio
Tímapantanir í síma:
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
F I N G R A F Ö R I
N
O K K A R E R U
A L L S S TA ÐA
R !
Erum enn bara hálfdrættingar
Umfang kauphallarviðskipta er hér enn lítið í sam-
anburði við nágrannaþjóðirnar. Þetta kom fram í
máli Höskuldar H. Ólafssonar, bankastjóra Arion
banka, við upphaf Kauphallardaga í bankanum í
gær. Þeir eru haldnir í fjórða sinn og lýkur í dag.
„Á síðasta ári var meðalvelta hlutabréfa í Kaup-
höllinni á dag nærri einn milljarður króna, sem
samsvarar þreföldun frá árinu á undan. Markaðs-
virði skráðra félaga er svo orðið um þriðjungur af
vergri landsframleiðslu þannig að markaðurinn
er nálægt því hlutfallslega að vera hálfdrætting-
ur á við það sem gerist í löndunum sem við berum
okkur helst saman við,“ sagði hann. Að þessu sinni
kynna 17 félög starfsemi sína á Kaupahallardögum
Arion banka, bæði skráð félög og önnur sem stefna
á skráningu. - óká
Úrvalsvísitölunni breytt í júlí
Félögum í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, Nasdaq
OMX Iceland, verður fjölgað úr sex í átta í sumar.
Breytingin tekur gildi 1. júlí næstkomandi og
þá verður nafni og auðkenni vísitölunnar breytt í
OMX Iceland 8 (OMX8).
„Uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins
miðar vel. Nýlegar skráningar hafa breytt mark-
aðnum og skráningarhorfur eru góðar. Fjölgun fé-
laga í Úrvalsvísitölunni OMX Iceland 8 endur-
speglar þá þróun sem hefur orðið á undanförnum
árum,“ sagði Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri
Kauphallarinnar, í tilkynningu um breytingarnar.
- hg
EFTIR ENDUR-
REISN ÞARF
UPPBYGGINGU
➜ Viðtal við Þorkel Sigurlaugs-
son, stjórnarformann Fram-
takssjóðs Íslands.
➜ Sjóðurinn hefur greitt hlut-
höfum sínum 27,5 milljarða í
arð frá stofnun árið 2009.
➜ Vilja nýjan sjóð sem leggur
áherslu á uppbyggingu inn-
viða samfélagsins.
SÍÐA 6-7
Stækkun verksmiðju miðar vel
Vonast er til að stækkun fiskimjölsverksmiðju HB
Granda á Vopnafirði ljúki innan skamms. Verk-
smiðjan hefur starfsleyfi fyrir framleiðslu upp á
850 tonn af hráefni á sólarhring en framleiðsluget-
an verður aukin upp í 1.150 tonn.
„Þetta er mjög stór framkvæmd. Við bætum við
nýjum loftþurrkara, mjölvindu, mjölkæli, eiming-
artækjum og pressu,“ segir Sveinbjörn Sigmunds-
son, verksmiðjustjóri HB Granda á Vopnafirði, í
frétt á heimasíðu sjávarútvegsfyrirtækisins.
Verkið hefur að hans sögn að mestu leyti verið í
höndum Héðins hf. en ýmsir undirverktakar hafa
einnig komið að stækkuninni. - hg