Fréttablaðið - 02.04.2014, Page 18

Fréttablaðið - 02.04.2014, Page 18
 | 2 2. apríl 2014 | miðvikudagur Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN VODAFONE 14,3% frá áramótum BANK NORDIC 3,3% í síðustu viku MESTA LÆKKUN MAREL -21,4% frá áramótum N1 -10,1% í síðustu viku 7 5 1 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Miðvikudagur 2. apríl ➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðinum eftir landshlutum Fimmtudagur 3. apríl ➜ Vöruskipti við útlönd í mars 2014, bráðabirgðatölur ➜ Aðalfundur Atlantic Airways Föstudagur 4. apríl ➜ Gistinætur á hótelum í febrúar 2014 ➜ Fjármáladagurinn 2014 Mánudagur 7. apríl ➜ Helstu liðir í efnahagsreikningi SÍ og gjaldeyrisforði Þriðjudagur 8. apríl ➜ Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum ➜ Aðalfundur Regins hf. 2014 Miðvikudagur 10. apríl ➜ Efnahagslegar skammtímatölur í apríl 2014 ➜ Aðalfundur Regins hf. 2014 Föstudagur 11. apríl ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir ➜ Þjóðhagsspá Eik fasteignafélag á í viðræð- um um að leigja út hluta nítjándu hæðar Turnsins á Smáratorgi undir skrifstofur. Veitingastaðn- um Turninn nítjánda var lokað í síðasta mánuði en hann var rek- inn á nítjándu og tuttugustu hæð byggingarinnar. „Við erum með tilboð í leigu á talsverðum hluta af nítjándu hæð- inni sem við gerum ráð fyrir að við munum taka. Það þýðir að það verður veruleg breyting á húsnæð- inu. Ég á síður von á því að þarna verði áfram veitingastarfsemi en ég þori ekki að fullyrða um það á þessum tímapunkti,“ segir Vil- helm Patrick Bernhöft, fram- kvæmdastjóri eignasviðs Eikar fasteignafélags. Turninn nítjánda var í eigu Betri turns ehf. Samkvæmt árs- reikningi félagsins fyrir árið 2012 tapaði það 3,4 milljónum króna það ár og 7,8 milljónum árið 2011. Þor- steinn Hjaltested, oftast kennd- ur við jörðina Vatnsenda, er þar skráður sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og eigandi 41 pró- sents hlutar. Í ágúst síðastliðnum var gengið frá kaupum Eikar á fimm fasteign- um, þar á meðal Turninum, sem áður voru í eigu SMI ehf. „Við tókum við rekstrinum á byggingunni í lok janúar en tókum við lyklunum af eigendum Betri turns fyrir tólf dögum,“ segir Vil- helm. Betri turn rak meðal annars há- degisverðarstað á nítjándu hæð- inni. Þar gátu starfsmenn fyrir- tækja í húsinu keypt hádegismat og lokunin hefur því áhrif á aðra leigjendur í Turninum. „Við erum að leita lausna varð- andi mötuneytismál í húsinu. En við þurfum að meta hvort okkar hag og okkar hluthafa sé betur varið með því að vera þarna með skrifstofur eða veitingastað. Og ef verðið sem við fáum fyrir skrif- stofur er hærra en við værum að fá fyrir veitingastað þá er svar- ið augljóst,“ segir Vilhelm. Hann undirstrikar að Eik muni standa við samninga um leigu á veislusöl- um undir fermingar og aðrar veisl- ur í apríl og maí. „Við munum klára þær bókan- ir en við fengum Múlakaffi til að sinna því fyrir okkur.“ Skoða tilboð í leigu á nítjándu í Turninum Veitingastaðnum Turninn nítjánda var lokað í síðasta mánuði. Eik fasteignafélag á í viðræðum um að leigja út hluta húsnæðisins undir skrifstofur. Félagið tók við rekstri byggingarinnar í janúar. TURNINN Á nítjándu hæð byggingarinnar var hádegisverðarstaður ásamt veislu-, ráðstefnu og fundasölum. Veislusalir, bar og setustofa voru á tuttugustu hæðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is ht.is SELFOSS • REYKJANESBÆR • AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK Nikon School námskeið fylgir! 24,2 Megapixla C-MOS myndflaga Nikon D3200KIT1855VR Stafræn SLR myndavél með 24,2 milljón punkta upp lausn, 24,2 mm CMOS flögu á DX-sniði, EXPEED 3, ISO 100-6400 (fer í 12800), 3” LCD skjá, Active D-Lighting, D-Movie FHD hreyfimynd, umhverfis- og brellustillingum, hraðri raðmyndatöku, tvöföldu rykhreinsikerfi, HDMI C út ofl. VR LINSA MEÐ HRISTIVÖRN STAFRÆN SLR MYNDAVÉL TILBOÐ FULLT VERÐ 109.995 99.995 NIKON FERMINGARTILBOÐ Þráðlaust farsímatengi að verðmæti 11.990 fylgir! Nú með nýrri og léttari linsu! Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Íslenskar auglýsingar eru notaðar sem dæmi um vel heppnaðar auglýsingar eða auglýsingaherferðir í nýj- ustu útgáfu bandarísku kennslubókarinnar Advert- ising & IMC. Bókin er eitt helsta kennslurit í mark- aðsfræðum sem notað er í bandarískum háskólum og víðar. Í bókinni er heill kafli tileink- aður árveknisátakinu Mottu- mars, sem Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir. Í allt eru fimm íslenskar auglýsingar teknar fyrir í bókinni; fyrsta Mottumars-her- ferðin frá árinu 2010, Íslenska lambakjötið, Honda, Skeljungur og Sorpa. H:N Markaðssamskipti eiga heiðurinn að öllum auglýs- ingunum en Ingvi Jökull Logason, framkvæmda- stjóri H:N, er einn þeirra sem leggja til efni í bókina. Í bókinni er einnig rætt við Ingva Jökul um hvernig hugmyndir verða til. „Það er mikill heiður að efni frá íslenskri stofu sé notað í kennslubók af þessu tagi,“ segir Ingvi Jökull. „Markaðurinn á Íslandi er að mörgu leyti óvenju- legur, ekki síst vegna smæðarinn- ar. Það þýðir að oft eru mælanleg áhrif auglýsingaherferða frekar skýr.“ Þetta er í fimmta sinn sem rit- stjórar Advertising & IMC nota efni frá H:N Markaðssamskiptum en útgáfan í ár er sú tíunda í röð- inni. Ingvi Jökull er eini Íslending- urinn sem hefur verið fenginn til að skrifa í hana en hann er jafn- framt einn af tólf markaðsmönn- um, víðsvegar að úr heiminum, sem skipa sérfræðingaráð bókar- innar. - fbj Að kenna karlmönnum að þukla á sjálfum sér dæmi um vel heppnaða herferð: Íslenskar auglýsingar í kennsluefni í Bandaríkjunum KENNSLUBÓKIN Fimm íslenskar auglýsingar eru teknar fyrir í kennslu- bókinni. INGVI JÖKULL LOGASON Sala á nýjum fólksbílum jókst um 8,9 prósent í mars miðað við sama mánuð 2013. Alls 1.574 fólksbílar voru skráðir á fyrstu þremur mán- uðum ársins en það er aukning um 18,1 prósent. Þegar tölur Samgöngustofu um nýskráningar eru skoðaðar sést að bílaumboðið BL ehf. hefur það sem af er ári verið með mestu mark- aðshlutdeildina. „Við finnum að fólk er aðeins að fara af stað en mikið þarf að hreyf- ast í viðbót til að markaðurinn nái einhverju jafnvægi,“ segir Erna Gísladóttir, forstjóri BL. Erna segir sendibíla einnig hafa selst betur en í fyrra og nefnir aukningu um 79 prósent á milli ára. „Við höfum fundið hægt og rólega að fyrirtækin eru að reikna út og hafa meira pláss og sjá fram á fleiri verkefni. Það er oft fyrsta merkið og síðan kemur almenning- ur oft svolítið á eftir,“ segir hún. „Við finnum að menn eru að skipta yfir í töluvert sparneytn- ari og minni dísilbíla og landinn kannski farinn að hugsa meira út heildarkostnaðinn.“ - hg Nýskráningum fólksbíla hefur fjölgað um 18,1% á árinu miðað við sama tíma 2013: Bílasala jókst um 8,9% í mars AUKNING Bílaumboðin seldu alls 537 nýja bíla í mars. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 144,00 -5,9% 0,0% Bank Nordic (DKK) 110,00 -15,4% 3,3% Eimskipafélag Íslands 235,00 -10,3% -0,6% Fjarskipti (Vodafone) 31,15 14,3% 2,5% Hagar 41,75 8,7% 0,1% Icelandair Group 17,70 -2,7% -4,3% Marel 104,50 -21,4% -1,4% N1 16,50 -12,7% -10,1% Nýherji 3,49 -4,4% -1,7% Reginn 16,50 6,1% 0,3% Tryggingamiðstöðin 29,75 -7,2% 0,2% Vátryggingafélag Íslands 9,60 -11,0% 2,0% Össur 252,00 10,0% 0,8% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.180,87 -6,3% -0,3% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 19,50 47,2% -6,7% HB Grandi 30,00 36,4% -3,2% Sláturfélag Suðurlands 1,22 0,0% 0,0% Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.