Fréttablaðið - 02.04.2014, Page 20

Fréttablaðið - 02.04.2014, Page 20
 | 4 2. apríl 2014 | miðvikudagur Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Fylgstu með fyrirtækinu í snjall- símanum eða spjaldtölvunni Hágæða eftirlitsmyndavélakerfi frá Aver er ódýr og einföld lausn fyrir fyrirtæki. Fylgstu með í spjaldtölvunni eða farsímanum, hvenær og hvar sem þú ert. Kerfið býðst nú á frábæru verði, frá 179.000 kr. Komdu og skoðaðu í glæsilegri verslun okkar að Askalind 1. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 40 47 9 Fjarskiptafélagið Síminn hefur selt Síminn Dan- mark, dótturfélag Símans í Danmörku, til Telia Dan- mark, dótturfélags sænska fjarskiptarisans TeliaSo- nera. Kaupverðið er trúnaðar- mál. Salan hefur ekki veru- leg áhrif á efnahag Símans en mun hafa jákvæð áhrif á sjóð- streymi, samkvæmt til- kynningu félagsins. Síminn Danmark var stofnað í kjölfar kaupa Sím- ans á tveimur fjarskipta- fyrirtækjum í Danmörku árið 2007. Félagið hefur sér- hæft sig í lausnum á fyrir- tækjamarkaði og tekjur þess námu 83,4 milljónum danskra króna á síðasta ári, tæplega 1.750 milljónum íslenskra króna. Um 2.880 fyrirtæki eru í viðskipt- um við félagið. „Salan á Síminn Danmark er liður í þeirri stefnu okkar að einbeita okkur að starfseminni á Íslandi, sem kom meðal annars fram í skipu- lagsbreytingunum sem gerðar voru á samstæðunni í febrúar síðastliðn- um,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í tilkynningunni. - hg Dótturfélag sænska fjarskiptarisans TeliaSonera hefur keypt Síminn Danmark: Síminn seldi danskt dótturfélag ORRI HAUKSSON „Samstarfið við Portúgal lofar mjög góðu og með þessari ferð og erindum íslenskra ráðgjafa- fyrirtækja þá kann að vera að samskipti landanna aukist á næstu árum,“ segir Jónas Ket- ilsson, verkefnisstjóri hjá Orku- stofnun. Hann var á sunnudag staddur á Asóreyjum í Portúgal ásamt íslenskri sendinefnd sem fylgdi Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þegar samstarfsáætlun Þróun- arsjóðs EFTA á sviði jarðvarma á Asóreyjum var kynnt. „Það kom skýrt fram á tví- hliða fundi forseta heimastjórn- ar Asór eyja og iðnaðarráð- herra að það væri sterkur vilji af þeirra hálfu að nýta þekk- ingu Íslendinga á sviði jarðhita til raforkuvinnslu og einnig til beinnar nýtingar,“ segir Jónas. Hann segir fundarmenn einnig hafa rætt reynslu heimamanna af nýtingu vindorku. Í frétt á heimasíðu atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyt- isins segir að ráðherra hafi einnig fundað með aðstoðar- orkumálaráðherra Portúgals, Artur Trindale, um mögulega samvinnu ríkjanna á sviði orku- mála. Þar sé meðal annars horft til aðkomu Þróunarsjóðs EFTA. „Tveir portúgalskir nemendur munu koma til Íslands í vor og sækja sex mánaða nám Jarðhita- skólans og einnig verða haldin sér námskeið á Asóreyjum, en megináhersla samstarfsáætl- unarinnar er að reisa þriggja megavatta jarðvarmavirkjun á eyjunni Terc eira,“ segir Jónas. - hg Iðnaðarráðherra kynnti jarðvarmaverkefni í Portúgal: Vilja nýta þekkingu Íslendinga á jarðhita Í PORTÚGAL Íslenska sendinefndin og fulltrúar umhverfis- og orkumálaráðuneytis og heimastjórnar Asóreyja funduðu á eyjunni Terceira. MYND/ORKUSTOFNUN Sanpower Group, ein stærsta fyr- irtækjasamstæða sem er í einka- eigu í Kína, á í viðræðum sem eru langt komnar um kaup á bresku verslanakeðjunni House of Fras- er, á 450 milljónir punda, eða sem svarar ríflega 84,4 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu var greint í fjölmiðlum í Bretlandi í vikunni. Highland Group, félag í eigu þrotabúa gamla Landsbankans (LBI hf.) og Glitnis banka, eru sögð eiga 49 prósent í House of Fraser. Verði af sölunni renna því tæplega 41,4 milljarðar króna til Highland Group. Félagið var í eigu BG Holding, dótturfélags Baugs, en íslensku bankarnir föllnu gengu þar að veðum snemma árs 2009. Fram kom í tilkynningu gamla Landsbankans í febrúarbyrjun 2009 að tekinn hafi verið yfir 34,9 prósenta eignarhlutur í HoF. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er sá eignarhlutur óbreyttur og hlutur Glitnis því 14,1 prósent. Hlutur þrotabúa bankanna, gangi salan á House of Fraser eftir, yrði því sem svarar 29,5 og 11,9 milljörð- um króna. Sanpower Group er í eigu kín- verska auðjöfursins Yuan Yafei og er með starfsemi á sviði fjármála, eignaumsýslu, fjölmiðla, sam- gangna og upplýsingatækni. Um 30 þúsund manns í 100 fyrirtækjum vinna hjá samstæðunni sem veltir, að sögn The Scots man, sem svarar 938 milljörðum króna á ári. Í umfjöllun Guardian er frá því greint að Don McCarty, stjórn- arformaður HoF, sem fer með fimmtungshlut í félaginu, hafi þegar samþykkt boð Sanpower og leggi að öðrum hluthöfum að gera það líka. Vísað er til umfjöll- unar Sunday Times í þeim efnum, en blaðið greindi fyrst frá því að viðræður stæðu yfir um kaup San- power Group á HoF. The Scotsman segir að skoski fjárfestirinn Sir Tom Hunter eigi yfir tíu prósenta hlut í HoF og gæti við söluna fengið í sinn hlut nærri 50 milljónir punda, eða um og yfir sem svarar níu milljörð- um króna. Komi til þess verður blásin af fyrirhuguð skráning HoF í Lund- únakauphöllina síðar á þessu ári. Frá því hefur verið greint að stefnt hafi verið að því að 450 milljónir punda fengjust í almennu hluta- fjárútboði HoF fyrir skráningu. Heimildir Guardian herma að bankamenn frá Rothschild, HSBC og Numis, haldi áfram að undir- búa útboðið og markaðsskráningu félagsins, samhliða því sem við- ræðum verður haldið áfram um söluna til Sanpower Group. HOUSE OF FRASER Vörur voru seldar í HoF fyrir 1,2 milljarða punda í fyrra, eða 225 milljarða króna. MYND/VISMEDIA LBI hf. fengi 29,5 og Glitnir 11,9 milljarða Tilboð auðjöfurs í House of Fraser kann að raska áætlunum um skráningu. Sanpower Group vill kaupa á jafnvirði 84,4 milljarða króna. Stjórnarformaðurinn vill selja. LBI hf. og Glitnir eiga 49%. EFNAHAGSMÁL Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is Marta Guðrún Blöndal hefur verið ráðin lög- fræðingur Viðskipta- ráðs Íslands (VÍ). Hún mun sinna lög- f r æ ð i le g r i r á ð g j öf gagnvart framkvæmda- stjóra og stjórn, um- sagnagerð, skýrslu- skrifum og fleiri verk- efnum. Í tilkynningu VÍ um ráðninguna segir að Marta hafi áður starf- að sem fulltrúi á Juris lögmannsstofu og sem starfsmaður upptöku- nefndar. Hún hafi að mestu starfað á sviði eignaréttar, samkeppn- isréttar og félagaréttar. - hg Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið nýjan lögfræðing: Marta Blöndal til VÍ MARTA GUÐRÚN BLÖNDAL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.