Fréttablaðið - 02.04.2014, Side 30

Fréttablaðið - 02.04.2014, Side 30
 | 10 2. apríl 2014 | miðvikudagur Það þjónar langtímahagsmunum Íslands að hafa viðræðurnar við Evrópusambandið á ís í nokkur ár. Og eftir atvikum ganga í Evrópu- sambandið síðar. Það dylst engum sem skoðar skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldmiðils- og peningamál frá 2012 að raunhæfasti valkostur Íslands í peningamálum utan krónu er evran í gegnum Evrópska myntbandalagið (EMU) með undanfarandi aðild að ESB. En margir nafntogaðir sérfræðingar hafa samt efasemdir um evruna enda hafi skuldavandi fjölmargra evruríkja afhjúpað ákveðna bresti í evrusamstarfinu. Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræð- ingur Evrópska seðlabankans (European Central Bank, ECB), skrifaði grein í Financ- ial Times á dögunum þar sem hann fjallaði um sameiginlega skuldabréfaútgáfu evru- ríkjanna og færði rök fyrir því að hún væri mjög óskynsamleg. Þá galt hann varhug við hugmyndum um sameiginlegt bankabanda- lag, en þetta tvennt hefur verið talið laga þá bresti sem eru á samstarfinu í núverandi mynd. Varanleg lausn á evruvandanum hefur verið talin felast í aukinni efnahagslegri samvinnu þeirra 18 ríkja sem nota gjald- miðilinn. Þannig hefur verið komið á fót sameiginlegu bankaeftirliti í Evrópusam- bandinu og aukinni samvinnu varðandi fjár- lagagerð, sem er enn mjög umdeilt. En Issing telur að sú tegund þessarar samvinnu sem gengur lengst sé í raun andvana fædd. Það sé ósanngjarnt og óeðlilegt að skattgreiðendur í einu ríki greiði fyrir óábyrgar lánveitingar í öðrum. Krafan um að Þjóðverjar leiði björgunarleiðangur evrunnar hefur falist í því að þeir borgi meira. Að þýskir skattgreiðendur leggi til meiri fjármuni, eftir atvikum til að kaupa verðlítil skuldabréf ríkja eins og Spánar og Grikklands. Meira að segja kapítalistinn George Soros hefur sagt að Þjóðverjar þurfi að borga meira til að tryggja evruna. Issing veltir upp þeirri spurningu, í tengslum við sameigin- lega skuldabréfaútgáfu, hversu óeðlilegt og ósanngjarnt það væri í augum Spánverja og Portúgala ef skattgreiðendur í þessum löndum þyrftu að bera kostnaðinn af óábyrgum lánveitingum þýskra banka. Hávær krafa hefur verið um að Þjóðverjar beri tjónið af óábyrgum starfsháttum grískra, spænskra og portúgalskra banka og í sumum tilvikum ríkissjóðs í þessum löndum. Sem er auðvitað sami hlutur- inn. Þetta gerðist hins vegar ekki nema í takmörkuðum mæli því Angela Merkel stóð í lappirnar. Bæði heima fyrir og í Evrópusam- bandinu. En ef skoðuð eru gröf yfir lánveitingar þýska seðlabank- ans, Bundesbank, til Evrópska seðlabankans eftir bankahrunið þá sýnir vöxtur þeirra svart á hvítu að Þjóðverjar hafa óbeint verið að borga. Róa tókst markaði með „bazooka“-yfirlýsingu Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans, í september 2012 um að bankinn myndi „gera hvað sem er“ til að bjarga evrunni. Evrusam- starfið og eftir atvikum Evrópusambandið sjálft er því ekki lengur „brennandi hús“ en það er samt óvissa um framtíðina, þ.e. samsetn- ingu og skipulag, og hvernig þessari nánu efnahagssamvinnu verður háttað. Bretar ætla að greiða þjóðaratkvæði um veru sína í Evrópu- sambandinu 2017 og mjög kvik umræða er á vettvangi stofnana sambandsins um framtíð þess. Ef evran er stærsti ávinningurinn sem fylgir aðild Íslands að ESB og síðar EMU þá er mikilvægt að Íslendingar hafi skýra hugmynd um hvers konar samstarf þeir ætla að ganga inn í. Vissulega er aðild að ESB ekki sjálfkrafa aðild að EMU enda þyrfti Ísland að uppfylla Maastricht-skilyrðin sem Ísland mun ekki uppfylla fyrr en 2030, ef allar áætlanir standast, að mati Samráðsvettvangs um aukna hag- sæld. Þá má spyrja sig, ef það er svona langt í þetta, hvað liggur á? Að framansögðu er ljóst að ákvörðun um að setja viðræður Íslands við ESB á ís, sem var tekin af síðustu ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna, er skynsamleg og var í raun dulbúin blessun. Ákvörðun um að slíta viðræðunum endanlega án aðkomu þjóðarinnar er hins vegar feigðarflan, gengur í berhögg við lýðræð- isvitund margra kjósenda eftir yfirlýsingar í aðdraganda síðustu kosninga og þjónar takmörkuðum tilgangi. Í rúm ellefu ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtæk- is sem starfar á fjármálamark- aði. Það hefur gengið ágætlega, en ég er alvarlega að velta fyrir mér hvort mér myndi ekki vegna miklu betur ef ég færi að stunda ólöglegt samráð. Á fjármálamarkaði eru – í orði að minnsta kosti – gerðar miklar kröfur til stjórnenda slíkra fyr- irtækja. Sérstaklega átti að hafa verið hert á þeim í lögum um fjármálafyrirtæki eftir banka- hrunið. Þar er t.a.m. sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármála- fyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Enginn skaði – mikill gróði Á borði eru þessi lög hins vegar handónýt. Ástæðan er sú að ein- staklingar eru aldrei dæmdir fyrir samkeppnislagabrot, held- ur einungis fyrirtækin sem þeir stýra. Þannig ganga stjórnendur um hvítþvegnir og geta ráðið sig í hvaða stjórnendastöðu í fjár- málageiranum sem er – jafnvel bankastjórastöðu – þrátt fyrir að í starfsemi undir þeirra stjórn hafi markvisst og ítrekað verið brotið gegn samkeppnislögum. Þetta þýðir líka að persónuleg ábyrgð stjórnenda er engin – þeir greiða ekki sektir og fá ekki fangelsisdóma. Skaðinn fyrir mig persónulega væri sem sagt enginn ef ég léti fyrirtæki mitt brjóta samkeppn- islög. Gróðinn gæti hins vegar verið umtalsverður. Ég gæti hækkað verð með samráði sem þýðir meiri hagnað og hærri laun fyrir mig (á kostnað neytenda), ég gæti hrakið þá sem ekki taka þátt í samráðinu af markaði og tryggt að stöðu minni verði ekki ógnað. Hvað er það versta sem gæti gerst? Mögulega gæti einhver kvartað við Samkeppniseftirlit- ið. Þá væri samráðið væntanlega búið að standa í einhvern tíma – segjum tvö ár. Þar sem það góða fólk sem starfar í Samkeppnis- eftirlitinu hefur úr alltof litlu að spila færi rannsókn málsins í langa biðröð og úrvinnslan tæki enn lengri tíma – jafnan fjögur til fimm ár með áfrýjun. Þann- ig myndi fyrirtæki mitt vænt- anlega ekki fá á sig sekt fyrir samráð sem ég hæfi í dag fyrr en árið 2020 – og það er einung- is EF samráðið kemst upp og EF Samkeppniseftirlitið finnur nægilegar sannanir fyrir því. Og sektin? Hún myndi hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna – ég treysti mér alveg til að vera búinn að græða þá upphæð og meira til með vel útfærðu sam- ráði í sex ár. Er þögn FME sama og samþykki? En ég verð að viðurkenna að ég hef verið pínulítið efins um hvort þetta sé svona auðvelt. Þess vegna hef ég ítrekað reynt að fá fund með Fjármálaeftirlitinu til að vera alveg viss um að ég muni persónu- lega komast upp með að láta fyrir- tækið mitt fara að stunda ólöglegt samráð. Þar á bæ hafa menn hins vegar ekki viljað ræða þessi mál við mig. Af hverju veit ég ekki – kannski af því að þá þurfa þeir að horfast í augu við það að ólöglegt samráð borgi sig? Er þögn þeirra nokkuð annað en samþykki á þeirri tilgátu? Getur verið að þeir viti að það sé glufa í lögunum en þeir vilji ekki þurfa að staðfesta það? Í rúm ellefu ár hef ég rekið fyr- irtækið mitt í þeirri trú að það eigi ekki að brjóta lög. Á þeim tíma hef ég fylgst með keppinautum mínum vera dæmda ítrekað fyrir brot á samkeppnislögum án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á störf þeirra eða framferði á markaði. Sumir myndu segja að ég væri svo- lítið seinn til, en ég er þó allavega loksins farinn að skilja þetta. Ég hef allt að vinna – en litlu að tapa með því að skella mér í samráðið. Ertu með? (ATH – vinsamlegast eyddu þessari grein eftir lestur.) Psssst – ólöglegt samráð? SKOÐUN Jóhannes Ingi Kolbeinsson framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Það þjónar langtímahagsmunum Íslands að hafa viðræðurnar við Evrópusambandið á ís í nokkur ár: Dulbúin blessun Ákvörðun um að slíta viðræð- unum endan- lega án aðkomu þjóðarinnar er feigðarflan. Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is Ný kvikmynd kynnt við opnun markaðar í New York í gær ÓVENJULEG UPPÁKOMA Ofurhetjan Kafteinn Ameríka stillir sér upp á gólfi Kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum í gær eftir að kauphallarbjöllunni hafði verið hringt til marks um opnun markaða. Chris Evans og Sebastian Stan, aðalleikarar kvikmyndarinnar „Captain America: The Winter Soldier“, og yfirmenn Marvel Entertainment tóku þátt í kynningu myndarinnar í Kauphöllinni í gær í tilefni af því að sýningar á myndinni eru að hefjast í kvikmyndahúsum. Dow Jones-vísitala iðnaðarvara og Nasdaq-vísitalan hækkuðu í fyrstu viðskiptum í gær. NORDICPHOTOS/AFP rvörur með þér tra nna Reks - vi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.