Fréttablaðið - 02.04.2014, Síða 36
Hljómsveitin Skálmöld spilar plöt-
una Baldur á sviðinu og svo koma
þrír trúðar og hjálpa henni að
flytja söguna af Baldri. Þeir koma
inn á milli laga, segja frá því sem
er um að vera, leika atburðarásina
og karakterana í verkinu og segja
frá örlögum Baldurs í gegnum allt
verkið,“ útskýrir Halldór Gylfason
leikstjóri þolinmóður þegar hann
fær þá spurningu, örugglega í
hundraðasta skipti, hvað hann sé
að vilja með trúða í þungarokks-
sýningu. „Þetta er hart og flott
og groddalegt rokk og svo koma
einlæg, opin barnsleg hjörtu inn
á milli. Mjólka dramað, fara inn
í harminn og gleðina af fullri
alvöru. Það er engum hlátur í huga
enda fjallar sagan um dauða og
harm og trúðar eru einna bestir í
því að túlka harm.“
Spurður hvernig gengið hafi að
púsla þessum andstæðum saman
segir Halldór það hafa gengið
ótrúlega vel. „Þessir strákar í
Skálmöld eru svo næs. Miklir fag-
menn, góðir í samstarfi og til í allt.
Opnir fyrir öllum pælingum. Auð-
vitað höfðu þeir áhyggjur af því að
við ætluðum að fara að vera með
fíflalæti og rugl. Eitthvert grín
og sprell með trúðslátum. En það
er alls ekki pælingin. Við berum
mjög djúpa virðingu fyrir verk-
inu og fyrst og síðast er þetta svo
sannarlega ekkert grín.“
Halldór segist hikstalaust flokka
sýninguna sem tónleika en ekki
leiksýningu. „Þetta eru tónleikar,
þeir spila plötuna alla í gegn, en
trúðarnir hjálpa þeim. Við skulum
segja að þetta séu tónleikar með
leikrænu ívafi.“
fridrikab@frettabladid.is
Þungarokkstónleikar
með leikrænu ívafi
Skálmöld hefur lagt undir sig stóra svið Borgarleikhússins og þar verður verk
hennar, Baldur, frumsýnt á föstudagskvöldið. Leikstjórinn, Halldór Gylfason, seg ir
óralangt frá því að verið sé að slá verkinu upp í grín þótt trúðar komi við sögu.
SKÁLMÖLD „Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa
þeim.” MYND/LÁRUS SIGURÐSSON
Höfundar og flytjendur
Björgvin Sigurðsson, Baldur
Ragnarsson, Gunnar Ben, Jón Geir
Jóhannsson, Snæbjörn Ragnars-
son, Þráinn Árni Baldvinsson
Leikstjórn Halldór Gylfason
Leikmynd & búningar Móeiður
Helgadóttir Lýsing Gísli Bergur
Sigurðsson
AÐSTANDENDUR
MENNING
2. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR
„Stærsti vandinn við ritun sög-
unnar var sá að grunnskólanem-
endur eru á misjöfnum aldri og
hafa kannski ólíkar þarfir þess
vegna. Ég reyndi að leysa það
með því að hafa aðalpersónuna
á óræðum aldri og vona að allir
geti tengst henni,“ segir Þórarinn
Eldjárn rithöfundur um söguna
Blöndukútur í Sorpu sem lesin
verður fyrir öll grunnskólabörn í
dag klukkan 9.10. Jafnframt verð-
ur sagan flutt á Rás 1 svo þjóðin
getur lagt við hlustir.
„Sagan var pöntuð af samtökun-
um IBBY. Hið sama hefur verið
gert á undanförnum árum, þá
hafa sögur eftir Benedikt Erlings-
son, Kristínu Helgu Gunnarsdótt-
ur og Ragnheiði Gestsdóttur verið
lesnar. Nú var komið að mér,“
segir Þórarinn og getur þess að 2.
apríl sé alþjóðadagur barnabók-
arinnar sem hefur verið fagnað á
fæðingardegi H. C. Andersen frá
árinu 1967.
Þótt Þórarinn vilji skiljanlega
ekki gefa of mikið upp um efni
sögunnar segir hann hana lýsa
ferð drengs á endurvinnslustöð.
Þar verði fyrir honum ákveð-
in atriði sem leiði af sér dálitla
atburðarás. „Boðskapurinn er sá
að benda á hversu gaman er að
fara á svona gámastöðvar því þar
er margt að sjá og hægt að komast
að ýmsum sannindum.“
Spurður hvað hann sé annars
að bjástra segir Þórarinn: „Ég sit
bara við skrif, er að vinna í smá-
sögum og með skáldsögu í takinu.
Svo er að koma út ljóðabók eftir
mig í þessum mánuði og önnur í
haust. Í þeirri sem kemur núna eru
sum ljóðin háttbundin og önnur
ekki en sú sem kemur í haust er
barnaljóðabók, rímuð og stuðluð í
bak og fyrir.“ gun@frettabladid.is
Aðalpersónan er
á óræðum aldri
Smásagan Blöndukútur í Sorpu eft ir Þórarin Eldjárn
verður fl utt fyrir öll grunnskólabörn landsins í dag
klukkan 9.10 og einnig á Rás 1. Sagan er gjöf frá IBBY.
SKÁLDIÐ Þórarinn hlaut barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi á síðasta ári fyrir sitt
mikla framlag til barnamenningar. Nú skrifaði hann sögu að beiðni IBBY sem flutt
verður víða í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is
NÝLEGIR OG
LÍTIÐ EKNIR
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
VW TOURAN
Nýskr. 09/12, ekinn 8 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 3.690 þús.
Rnr. 281536.
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
CHEVROLET CRUZE
Nýskr. 05/13, ekinn 9 þús. km.
bensín, beinskiptur.
Rnr. 120272.
LAND ROVER FREELANDER 2S
Nýskr. 05/13, ekinn 6 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 7.990 þús.
Rnr. 191269.
HYUNDAI i20 CLASSIC
Nýskr. 08/10, ekinn 62 þús km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.690 þús.
Rnr. 130998.
OPEL ASTRA ENJOY TURBO
Nýskr. 09/08, ekinn 62 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.890 þús.
Rnr. 130991.
NISSAN QASHQAI SE
Nýskr. 06/11, ekinn 68 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.190 þús.
Rnr. 151477.
HYUNDAI SANTA FE II LUX
Nýskr. 07/11, ekinn 54 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 5.390 þús.
Rnr. 281538.
Frábært verð
2.590 þús.
Ekinn aðeins
9 þús. km.
Ekinn aðeins
8 þús. km.
Ekinn aðeins
6 þús. km.
TÖKUM NOTAÐAN
UPPÍ NOTAÐAN!
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR