Fréttablaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.04.2014, Blaðsíða 40
2. apríl 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur „Ég leik húsvörðinn og kem fyrir í tveimur senum. Ég fíla hlutverk- ið. Ég fæ að hafa áhrif á hina kar- akterana. Ég fékk tíma til að þróa persónuna mína og gæða hana miklum persónuleika því ég hef svo stuttan tíma á sviðinu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Christian Kevinson. Hann er skiptinemi í Borgarholtsskóla og tekur þátt í uppfærslu skólans á leikritinu The Breakfast Club í leikstjórn Ísgerð- ar Gunnarsdóttur. Leikritið verður frumsýnt í skólanum á fimmtudag- inn og leikur Christian á íslensku þótt hann tali málið ekki reiprenn- andi. „Íslenska er áskorun. Skilningur minn er orðinn mjög mikill en ég get ekki tjáð mig mikið. Að leika á íslensku var að sumu leyti auðvelt fyrir mig því ég gat unnið mikið að tjáningu minni og að byggja upp karakterinn en ekki fest mig of mikið í tungumálinu. En þetta var tvímælalaust áhugavert ferli.“ Leikritið er byggt á samnefndri kvikmynd sem frumsýnd var árið 1985 og er ein af stóru, klassísku myndunum frá níunda áratug síð- ustu aldar. „Það var ekki séns að ég ætlaði að missa af því að leika í leikritinu. Þetta er frábært tækifæri. Ég hef ekki leikið mikið áður og ég met þá reynslu að geta gert eitthvað sem er utan við þægindahringinn. Ég hef séð kvikmyndina og er mikill aðdáandi hennar. Hún er fyndin og hún kennir manni líka margar góðar lexíur,“ segir Christian. Christian er sautján ára og býr í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er búinn að vera á Íslandi í sjö mánuði og flýgur aftur heim í lok júní. Hann hefur notið dvalarinn- ar á landinu. „Mér finnst ég vera mjög vel- kominn í skólanum. Ég elska Ísland en, ég ætla ekki að ljúga – þetta hefur stundum verið erfitt. Auðvitað bý ég hjá yndislegri fjöl- skyldu en maður þarf að treysta á sig sjálfan á erfiðu stundunum. Það er erfitt að vera á framandi stað með ókunnugu fólki sem talar mál sem maður skilur ekki til fulls. Mér finnst ég hafa öðlast betri skilning á sjálfum mér.“ Christian segir framtíðina óráðna en hann dreymir um að fara aftur í nám erlendis. „Ég ætla að taka tvö ár í háskóla í heimabæ mínum og safna pening. Síðan vonandi eftir tvö ár get ég flutt til útlanda og lært meira. Mig langar mikið að ferðast. Ég stefni á að læra ljós- myndablaðamennsku, ræðu- mennsku eða að vera nuddari. Eða allt þrennt.“ liljakatrin@frettabladid.is Skiptinemi leikur á íslensku Bandaríkjamaðurinn Christian Kevinson leikur húsvörð í leikritinu The Breakfast Club sem Borgarholtsskóli frumsýnir á fi mmtudag. Hann segir það vissulega hafa verið mikla áskorun að leika á íslensku. EKKI STRESSAÐUR Christian segist ekki kvíða frumsýningunni heldur sé hann meira spenntur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ricky Gervais @rickygervais 1. apríl „Ég vorkenni fólki sem þarf að segja einhverjum virkilega slæmar fréttir í dag.“ Cristiano Ronaldo @Cristiano 1. apríl „Hver áskorun er nýtt tækifæri! Verið hugrökk þegar þið stígið á völlinn. #riskeverything @nikefootball“ STJÖRNURNAR Á TWITTER Connie Britton @conniebritton 31. mars „Takk fyrir æðislegar móttökur allir. #whatsahash- tag?“ Það er erfitt að vera á framandi stað með ókunnugu fólki sem talar mál sem maður skilur ekki til fulls. Mér finnst ég hafa öðlast betri skilning á sjálfum mér. Christian Kevinson ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIR ZWEI LEBEN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NOAH 6, 8, 9 HNETURÁNIÐ 2D 6 3 DAYS TO KILL 10:25 DALLAS BUYERS CLUB 8 NOAH NOAH LÚXUS GRAND BUDAPEST HOTEL HNETURÁNIÐ 2D ÁHNETUR NIÐ 3D DEAD SNOW - RED VS DEAD Ý Í ÍÆVINT RI HR. PBODYS SL. TAL 2D RIDE ALONG GRAND BUDAPEST HOTEL HNETURÁNIÐ 2D DEAD SNOW - RED VS DEAD ONE CHANCE SAVING MR. BANKS ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 2D KL. 5 - 8 - 10.15 KL. 5 - 8 KL. 5.45 - 8 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 KL. 10.15 KL. 3.30 - 5.45 KL. 8 Miðasala á: KL. 5.45 - 8 - 9 - 10.15 KL. 5.40 KL. 8 - 10.15 KL. 8 - 10.20 KL. 6 KL. 5.50 100 / 100 NEW YORK TIMES FR- ÉTTABLAÐIÐ ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK VILLAGE VOICETHE PLAYLIST THE HOLLYWOOD REPORTERL.K.G - FBL. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Sólin vermdi á mér kinnarnar og ég fylgdist hugfangin með gulum krók- usunum stinga sér upp úr moldinni við húsvegginn. Hjólaði húfulaus niður í bæ. Með sólgleraugun á nefinu spíg- sporaði ég um göturnar á strigaskóm og tók kaffið með mér út. Hlustaði á útlensku á hverju horni. Bjóst hálf- partinn við því að rekast á Calv- in Klein á vappi, vissi af honum í bænum. Bærinn var troðinn af brosandi fólki og það leyndi sér ekki, vorið var að koma. MIG VAR farið að lengja eftir einmitt þessari upplifun, að drekka kaffi með sólgleraugu. Það er engu líkt. Lét myndbirtingar fólks sem skroppið hafði til útlanda undanfarnar vikur fara í taugarnar á mér á Face- book. Algjörar vor-mont- myndir, af fólki á peysunni utandyra, með drykki utan- dyra, með sólgleraugu og varalit og jakkann á hand- leggnum. Brosandi og glatt fólk í vorinu í útlöndum. Á meðan gekk á með éljum fyrir utan gluggann minn. EN ekki þennan daginn. Þó ekki væri peysufært nema í skjóli, skein sólin og húfan var óþörf, hvað þá vettlingarn- ir. Ég hengdi þvottinn út á svölunum og drakk annan bolla af kaffi meðan ég horfði á hann þorna. Og af því mig hafði einmitt verið farið að lengja svo óskap- lega eftir þessari upplifun, tók ég mynd. UM leið og ég hafði myndfest blaktandi þvott og birt samviskusamlega á Facebook sá ég þar myndir úr sveitinni minni norðan heiða. Þar gægðust snúrustaurarnir upp úr margra metra djúpum snjósköflunum, svona dálítið eins og krókusar. Ég skoð- aði myndir af bíl sem horfið hafði með öllu undir snjó svo þurfti að moka sig niður á hann með skóflu. Þar teygðu skaflarnir sig upp á húsþök og snjóruðningar í vegkönt- um náðu upp á miðja bíla. „ER þetta á Íslandi?“ skrifaði systir mín við eina af myndunum mínum og ég skammaðist mín dálítið. Ég hafði gerst sek um vor-mont. Vor-mont af verstu sort

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.