Fréttablaðið - 08.04.2014, Qupperneq 12
8. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Umheimurinn varð orðlaus og viðbrögðin
létu ekki standa á sér þegar Rússar inn-
limuðu Krímskaga á ólöglegan hátt. Verkn-
aðurinn er skýlaust brot á alþjóðarétti.
Litlum og meðalstórum ríkjum eins og
Norðurlöndum er það mikilvægt að staðið
sé við alþjóðleg lög og reglur. Fyrir utan
atburðarásina á Krímskaga er mikilvægt
að átta sig á því að Úkraínumenn hafa
mikla þörf fyrir aðstoð, ekki síst í barátt-
unni gegn spillingu og við uppbyggingu
lýðræðis og réttarríkis.
Samstarf þingmanna frá fimm ríkjum
og þremur sjálfstjórnarsvæðum í Norð-
urlandaráði byggir á lýðræðishugsun og
nútíma réttarríki. Því er einlægur vilji til
að aðstoða aðrar þjóðir á þessu sviði. Svip-
að og Norðurlöndin studdu þróun lýðræðis
í Eystrasaltsríkjunum fyrir rúmum tutt-
ugu árum er ástæða til að Norðurlöndin og
grannsvæði þeirra taki nú höndum saman
um að styðja við lýðræðisþróun í Úkraínu.
Á samráðsfundum sem Norðurlandaráð
átti á dögunum með fulltrúum utanríkis-
málanefnda og forystu þjóðþinga Eystra-
saltsríkjanna og Póllands kom greinilegur
áhugi í ljós á því að efla samstarf ríkja á
Eystrasaltssvæðinu um lýðræði og örygg-
ismál. Stuðningur Norðurlandanna er vel
þeginn og menn voru áfram um að dýpka
samstarf um öryggis- og lýðræðismál.
Vopnaskak er áminning
Mikið er rætt um sameiginlegar aðgerðir
gegn Rússlandi. Þjóðum Norðurlandanna
finnst mikilvægt og eðlilegt að ræða það.
Norðurlandaráð hefur því ákveðið að fyrir-
hugað þemaþing á Akureyri þann 8. apríl
hefjist á umræðu um þessi málefni.
Vopnaskak Rússa við landamærin að
Úkraínu er okkur áminning um að Rúss-
ar geta gripið til harðrar valdbeitingar
en valdbeiting getur einnig birst í áróðri
og ritskoðun. Norðurlandaþjóðirnar eiga
lýðræðisleg gildi og reynslu af stjórn-
skipulegu ferli sameiginleg og þær eru
reiðubúnar til að rétta Úkraínumönnum
hjálparhönd í þeim efnum. Alþjóðabankinn
og einstök ríki eru reiðubúin til að veita
ýmiss konar lán og aðra fjárhagsaðstoð.
Við á Norðurlöndum erum reiðubúin til að
leggja hönd á plóg til að skapa lifandi lýð-
ræðishefð sem einkennist af gagnsæi, þátt-
töku og fjölbreytileika.
Norðurlöndin vilja aðstoða Úkraínu
➜ Vopnaskak Rússa við landamær-
in að Úkraínu er okkur áminning
um að Rússar geta gripið til harðrar
valdbeitingar en valdbeiting getur
einnig birst í áróðri og ritskoðun.
UTANRÍKISMÁL
Karin Åström
forseti
Norðurlandaráðs
Hans Wallmark
varaforseti
Norðurlandaráðs
S
kýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands fyrir sam-
tök á vinnumarkaði er mikilvægt innlegg í umræðuna um
umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Nálg-
unin í skýrslunni er ólík þeirri sem var notuð í skýrslu
Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ríkisstjórnina, enda verk-
efninu stillt upp með öðrum hætti. Almennt er tónninn í þessari
skýrslu jákvæðari hvað varðar möguleika Íslands á að ná hag-
felldum samningi við ESB. Skýrsluhöfundar eru enn fundvísari
á fordæmi og hugmyndir um hvernig megi finna lausnir á erfiðu
málunum, til dæmis í sjávarútvegi og landbúnaði, þótt þeir dragi
líka vel fram ásteytingarsteinana.
Í skýrslunni er að finna efnis-
lega umfjöllun sem ekki var í
skýrslu Hagfræðistofnunar, um
ávinning Íslands af því að ná
samningi við ESB og taka upp
evru. Alþjóðamálastofnun bendir
á að með því fengist stuðningur
ESB við afnám fjármagnshafta, að ekki þyrfti að taka nema 2-3
ár að undirbúa upptöku evru eftir að aðildarsamningur hefði tekið
gildi og að nýjum gjaldmiðli fylgdi „gríðarlegur velferðarábati“.
Niðurstöðurnar um gang viðræðnanna ganga þvert á þær
álykt anir sem sumir drógu af skýrslu Hagfræðistofnunar; að
þær hefðu gengið illa og dregizt úr hömlu. Í þessari skýrslu segir
þvert á móti að þann tíma sem viðræðurnar stóðu hafi þær gengið
vel. Stofnunin bendir á að Ísland hafi þegar samið um sérlausnir,
undanþágur og aðlögunarfresti. Það staðfestir að viðræðurnar
við ESB séu raunverulegar samningaviðræður, en ekki bara
„aðlögunarviðræður“ þar sem Ísland samþykki allar kröfur ESB
umyrðalaust, eins og haldið hefur verið fram.
Í umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar lýstu ýmsir þeirri
einkennilegu skoðun að í aðildarviðræðunum hefði átt að láta
reyna á erfiðustu málin fyrst. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar er
bent á það augljósa; að í samningaviðræðum er almennt byrjað
á að semja um það sem samhljómur er um, en „sérlausnir, eftir-
gjafir og málamiðlanir eiga sér stað á lokadögum samninganna“.
Þannig hefur það verið í öllum viðræðum um aðild nýrra ríkja að
ESB hingað til. Nákvæmlega hvaða lausnir finnast, kemur ekki í
ljós nema viðræðunum sé lokið.
Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar er því ekki að finna nein rök
fyrir því að slíta aðildarviðræðunum, ekki fremur en í skýrslu
Hagfræðistofnunar. Þar eru hins vegar sett fram varnaðarorð
gegn þeirri leið sem ríkisstjórnin hyggst fara með þingsályktun-
artillögu sinni um afturköllun aðildarumsóknarinnar.
Stofnunin bendir annars vegar á að auðvelt sé að taka aðildar-
viðræðurnar upp þar sem frá var horfið, svo fremi að umsóknin
verði ekki dregin til baka. Skýrsluhöfundar telja, þvert á það sem
stjórnvöld hafa sagt, að ekkert reki á eftir Íslendingum að taka
ákvarðanir um framhald viðræðna. Ef umsóknin yrði dregin til
baka, færi ferlið hins vegar á byrjunarreit og sú vinna sem lögð
hefur verið í það ónýttist. Hins vegar bendir Alþjóðamálastofnun
á að það sé Íslandi í hag að halda stöðu sinni sem umsóknarríki af
því að það veiti meiri áhrif á ákvarðanatöku um EES-reglur.
Utanríkismálanefnd Alþingis hlýtur að taka skýrslu Alþjóða-
málastofnunar til rækilegrar skoðunar þegar hún fjallar um
þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit. Af lestri
skýrslunnar má þeim sem vilja kynna sér málið vera enn ljósara
en áður að út frá hagsmunum Íslands er ekkert vit í að ætla að
slíta viðræðunum og afturkalla aðildarumsóknina.
Mikilvæg skýrsla Alþjóðamálastofnunar:
Ekkert vit í að slíta
heitir pottar
Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is
Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir
íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu
því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti
á verði sem kemur skemmtilega á óvart.
GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ
Ríkisstjórnin sat heima
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar um
Evrópumál var kynnt í Háskóla
Íslands í gær að viðstöddu marg-
menni. Athygli vakti þó að Vigdís
Hauksdóttir var eini fulltrúi ríkis-
stjórnarflokkanna á fundinum. Það
þarf þó kannski ekki að koma
mikið á óvart enda boðskapur
skýrslunnar þvert á skoðanir
ríkisstjórnarinnar í Evrópu-
málum. Skýrslan segir
jú að það borgi sig fyrir
Ísland að halda áfram sem
umsóknarríki að Evrópu-
sambandinu.
Eldfimt efni
Hagfræðingurinn
Ásgeir Jónsson
talaði fyrir upp-
töku nýs gjaldmiðils á fundinum,
Ísland væri eina ríkið með fólks-
fjölda undir tveimur milljónum
sem reiddi sig á sjálfstæða fljótandi
mynt. Hann gaf jafnframt lítið fyrir
tengingu krónunnar við sjálfstæði
og fullveldi landsins. Líklegt má
telja að þessi mál séu látin liggja á
milli hluta þegar fjölskyldan hittist.
Faðir Ásgeirs er Jón Bjarnason,
fyrrverandi ráðherra og varafor-
maður Heimssýnar. Fundinn
sótti þó föðursystir hans, Erna
Bjarnadóttir, hagfræðingur
Bændasamtakanna, þannig að
maður veit aldrei.
Pólitískir krossfarar
Pia Hansson,
forstöðumaður
Alþjóðamála-
stofnunar, kallaði líka EES-samning-
inn „embættismannasamning“ og
gaf í skyn að í raun væri sjálfstæði
Íslendinga enn frekar skert utan ESB
en innan á meðan við værum í EES.
Ef til vill er ekki skrítið að ríkisstjórn-
in hafi setið heima þegar þessi niður-
staða var kynnt. Að minnsta kosti
ekki ef forsætisráðherra
tekur þann pól í
hæðina að um sé
að ræða skila-
boð frá pólitísku
krossförunum sem
hann fullyrti fyrr í
vetur að væru innan
Háskólans.
snaeros@
frettabladid.is