Fréttablaðið - 08.04.2014, Qupperneq 18
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Almenn bólusetning við HPV-veirunni (Human Pap-
illoma Virus) hófst haustið 2011 og stendur hún nú
öllum stúlkum á aldrinum ellefu til tólf ára ókeypis
til boða. Veiran, sem smitast aðallega við kyn- og
munnmök, veldur eins og mörgum er kunnugt
frumubreytingum og krabbameini í leghálsi kvenna.
Hún veldur hins vegar líka krabbameini í munnholi,
koki og endaþarmi hjá báðum kynjum en þrátt fyrir
það er víðast hvar ekki farið að bólusetja drengi.
Bóluefnið sem stendur íslenskum stúlkum til boða
heitir Cervarix og veitir vörn gegn HPV-stofnum 16
og 18. Hér á landi greinast upp undir þúsund konur
með frumubreytingar á ári hverju og um tuttugu með
krabbamein, sem má í langflestum tilfellum rekja til
smits af völdum fyrrnefndra stofna. Um 20 einstak-
lingar greinast á ári hverju með krabbamein í munni
og hálsi og eru karlmenn þar í meirihluta.
VAXANDI KRAFA
Vaxandi þrýstingur er á að bólusetja unga drengi
gegn HPV-veirunni líka. Vilhjálmur Ari Arason læknir
er einn þeirra sem hefur talað fyrir því. „Í sumum
vestrænum ríkjum eru dánartilfelli flöguþekjukrabba-
meina í munnholi og koki þegar orðin álíka mörg
árlega og vegna flöguþekjukrabbameina í leghálsi
kvenna. Nú, þegar farið er að bólusetja ungar konur
gegn HPV-veirunni, er síðan áætlað að dánartilfelli
vegna krabbameina í munnholi og koki karla verði
hlutfallslega fleiri en kvenna.“
Vilhjálmur segir umfjöllun um þessi mál sífellt
meiri í nágrannalöndum okkar. „Danir bjóða nú HPV-
bólusetninguna ókeypis til ungra kvenna til allt að
26 ára aldurs en hér er hún sem fyrr segir eingöngu
ókeypis fyrir 11-12 ára stúlkur. Þeir bólusetja með
Gardasil sem nær líka til HPV-stofna 6 og 11 en þeir
valda kynfæravörtum.“ Vilhjálmur segir best að
bólusetja áður en ástundun kynlífs hefst. „Stór hluti
smitast þó hægar fyrsta áratuginn og því mæla sífellt
fleiri með bólusetningunni fyrir allar konur til 26 ára
aldurs. Þar á meðal samtök bandarískra kvensjúk-
dóma- og fæðingarlækna. Hér á landi mætti koma í
veg fyrir allt að helming frumubreytinga hjá konum
með bólusetningum til 26 ára aldurs, eða um það bil
500 á ári.“
KLÍNÍSKAR RANNSÓKNIR VANTAR
En af hverju er bólusetning drengja ekki orðin jafn
almenn og bólusetning kvenna? „Ávinningurinn er
enn sem komið er ekki eins augljós og þegar um er
að ræða leghálskrabbamein og klínískar rannsóknir
vantar. Þó er ljóst að krabbamein í munni, hálsi
og endaþarmi eru í
meiri en 80 prósent
tilfella af völdum
sömu HPV-stofna.
Svo snýst þetta líka
um forgangsröðun
stjórnvalda og fjár-
muni,“ segir Vil-
hjálmur. Hann segir
Ástrala þó vera farna
að bjóða ungum
drengjum þessa bólu-
setningu ókeypis í
dag og flest lönd, þar
með talið Bandaríkin, mæla eindregið með henni.
„Með því að nota Gardasil er líka hægt að komast hjá
kynfæravörtum í leiðinni en þær eru útbreitt vanda-
mál hjá konum jafnt sem körlum þó þær leiði ekki til
krabbameina.“
BÓLUSETNING ANNARRA Á EIGIN KOSTNAÐ
Vilhjálmur telur rétt að vekja athygli á því að
bólusetningin stendur öllum ungum drengjum og
stúlkum hér á landi til boða. Bólusetning 11-12 ára
stúlkna fer fram í grunnskólum en aðrir geta leitað til
heilsugæslunnar. Gallinn er að bóluefnið kostar hátt
í 100.000 krónur fyrir aðra hópa og er hætt við því
að aðeins þeir efnameiri óski eftir því.“ Vilhjálmur
segir best að ráðfæra sig við heimilislækni. „Velji fólk
að borga fyrir bólsetninguna þarf að koma þrisvar í
sprautu. Fyrst með mánaðar millibili og svo sex mán-
uðum eftir fyrstu sprautu.“
TIL SKOÐUNAR
En er ókeypis bólusetning fyrir drengi í sjónmáli?
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Embætti land-
læknis, segir málið sannarlega til skoðunar og stend-
ur til dæmis til að ræða það á fundi sóttvarnaráðs
í dag. Hann á þó ekki von á því að slík bólusetning
verði tekin upp í bráð. „Slíka ákvörðun þarf að styðja
með klínískum rannsóknarniðurstöðum og svo snýst
þetta líka um forgangsröðun og peninga. Hingað til
hefur leghálskrabbamein kvenna verið í forgrunni
enda hin tilfellin sjaldgæf og spurning hvort eigi að
leggja út í mikinn kostnað vegna þeirra.
Haraldur mælir þó alls ekki gegn því að foreldrar
drengja og eldri stúlkna íhugi bólusetningu. „Ég verð
seint sakaður um að vera á móti bólusetningum og
myndi segja að það væri góð hugmynd.“
Nánar má fræðast um þessi mál í pistlum Vil-
hjálms Ara á Eyjunni. ■ vera@365.is
DRENGIR EKKI
BÓLUSETTIR Í BRÁÐ
LÝÐHEILSA Bólusetning við HPV-veirunni hófst hér á landi árið 2011 og
stendur nú öllum 11-12 ára stúlkum ókeypis til boða. Ókeypis bólusetning
drengja er ekki í sjónmáli. Veiran veldur krabbameini í leghálsi kvenna en
líka í hálsi, munni og endaþarmi beggja kynja og eru karlar þar í meirihluta.
VILHJÁLMUR ARI ARASON
Út frá reynslu og kærleika:
Vörur fyrir mæður og börn.
Börn gera foreldra stolta og hamingjusama,
en stundum líka áhyggjufulla og oft skortir
gæðavörum sem eiga að fylgja börnunum
gegnum þroska þeirra.
Sjáðu meira á nuk.com
NUK. Understanding Life.
Þú breytir hverju
augnabliki í eitthvað
alveg sérstakt.
N
u
k
vö
ru
m
er
ki
ð
er
s
kr
ás
et
t
vö
ru
m
er
ki
M
A
PA
G
m
b
H
/G
er
m
an
y
5 frábærir
eiginleikar
Hvað er BB krem?
BB krem (Blemish Balm) er fegurðarleyndarmál frá
Asíu með byltingarkenndri formúlu sem sameinar
í einu skrefi það besta í húðumhirðu og örfínar
litaragnir sem láta húðina ljóma.
Miracle Skin Perfector
Kraftaverkakremið frá Garnier- 5-í-1 fyrir fullkomna
húð á augnabliki.
2 bókstafir, fullkomin húð á 1 augnabliki
Miracle Skin Perfector
5-í-1-KREMIÐ
krem frá Garnier
Jafnar húðlit
Rakagefandi
Hylur
Gefur ljóma
Sólarvörn
SPF 15
Save the Children á Íslandi
ÁSTRALIR HÓFU AÐ
BÓLUSETJA DRENGI Í ÁR
Vaxandi krafa er um að ung-
ir drengir verði bólusettir
gegn HPV veirunni eins og
stúlkur.