Fréttablaðið - 08.04.2014, Side 19

Fréttablaðið - 08.04.2014, Side 19
BÍLAR Reynsluakstur Peugeot 308 Sala til einstaklinga jókst um 34,1% Reynsluakstur Hyundai i10 Kína stjórnar ákvörðunum bílasmiða Ekki telst það algengt að bíla- merki fari á milli þeirra átta bílaumboða sem eru hér á landi. Þær fréttir bárust þó í síð- ustu viku að þýska merkið Opel hefði flust til Bílabúðar Benna frá BL. Þau bílamerki sem Bíla- búð Benna hefur selt fram að þessu eru Porsche og Chevrolet, auk þess sem Ssang Yong-bílar voru seldir þar um tíma. Chev- rolet-merkið er í eigu General Motors, líkt og Opel, svo nú má segja að Bílabúð Benna sé orðinn fulltrúi GM á Íslandi. Sameigin- legur sýningarsalur fyrir Opel og Chevrolet verður á Tangar- höfða 8-12 þar sem Chevrolet- sýningarsalurinn er í dag. Stefnt er að formlegri vígslu þess sýn- ingarsals í byrjun júní. Margir nýir bílar Þegar sameiginlegur sýningar- salur Opel og Chevrolet verður opnaður í júní mun Bílabúð Benna samhliða kynna nokkra nýja Opel-bíla sem ekki hafa áður sést á Íslandi. Það eru smábíllinn Opel Adam, sem selst mjög vel á meginlandi Evrópu, ný fernra dyra Opel Astra í veglegri út- gáfu, breytt útgáfa Opel Insignia og Opel Insignia Tourer. Þar fer upphækkaður, fjórhjóladrif- inn bíll með 195 hestafla dísilvél með tveimur forþjöppum. Einnig er stefnt að því að frumsýna at- vinnubílalínuna hjá Opel, sem er mjög vegleg. Combo er þeirra minnstur, Vivaro er af millistærð og Movano er stærstur. Þessir bílar verða fáanlegir í ýmsum stærðum og gerðum. Unnið að færslu varahluta og þjónustu „Nú er unnið að undirbúningi færslu Opel frá BL til okkar,“ segir Björn Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri bílasviðs Bílabúð- ar Benna, „og er þar að mörgu að hyggja. Nú í apríl munum við færa varahluta- og verkstæðis- þjónustu til okkar frá BL og munum við kynna það um leið og það gerist en nú er unnið að þjálfun okkar starfsmanna vegna þessa. Engir sölumenn Opel fær- ast á milli fyrirtækjanna, né heldur hvað varðar þjónustuna, en hér á bæ er mikil þekking til staðar er varðar bíla frá General Motors og hér hefur okkar fólk þjónustað Opel-bíla til nokkurs tíma. Auk þess munum við ráða fleira fólk vegna þjónustu við Opel-bíla.“ Kaupa beint frá Þýskalandi Sú breyting hefur orðið sam- hliða flutningnum að Opel-bílar sem hingað munu koma fara ekki í gegnum söluaðila Opel í Dan- mörku, heldur beint frá Opel í Þýskalandi. Mun það hafa já- kvæð áhrif á verð Opel-bíla hér og verða þeir því á afar sam- keppnishæfu verði. Þessi grund- vallarbreyting mun hafa mikla þýðingu fyrir Opel-merkið hér- lendis, bæði hvað varðar afhend- ingu á bílum sem og verð þeirra. „Það eru spennandi tímar fram undan fyrir Bílabúð Benna. Við höfum náð flottum árangri með Chevrolet á undanförnum árum og nú bætum við Opel í okkar vöruframboð. Við munum leggja áherslu á að veita Opel-eigendum fyrsta flokks þjónustu hér eftir sem hingað til ásamt því að bjóða gott úrval bíla á samkeppnishæfu verði,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna ehf. BÍLABÚÐ BENNA TEKUR VIÐ OPEL Bílarnir eru keyptir beint frá Þýskalandi og verða margar nýjar bílgerðir kynntar í júní, meðal annars Opel Adam. ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá: ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2014

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.