Fréttablaðið - 08.04.2014, Side 22
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
4 8. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR
Á markaði fyrir smábíla hefur
Fiat átt stærstu sneiðina í Evr-
ópu og sem dæmi vermdu bílarn-
ir Fiat 500 og Fiat Panda efst tvö
sætin í þessum flokki bíla í fyrra
í Evrópu. Renault Twingo var
þar í fjórða sæti á eftir Volkswa-
gen Up. Samanlögð sala Fiat-
bílanna var fjórum sinnum meiri
en sala Twingo-bílsins. Renault
hefur uppi þær áætlanir að koma
Twingo í fyrsta eða annað sætið
í sölu bíla þessum flokki. Það
ætlar Renault samt ekki að gera
með því að lækka verð hans en
telur að verð hans og gæði muni
duga til. Nýr Renault Twingo
var kynntur á bílasýningunni í
Genf um daginn og er hann ekki
enn kominn í sölu. Framleiðend-
ur Renault telja að sala í þessum
flokki í Evrópu muni fara í 1,3
milljónir árið 2016 en hún var 1,1
milljón bílar í fyrra.
Mikið verðstríð er á bílum í
þessum flokki og því hagnast
framleiðendur þeirra ekki mikið
á sölu þeirra. Renault Twingo
verður verðlagður í hærri helm-
ingi bíla í flokknum, en Renault
telur að Twingo sé þess virði.
Grunnverð á Fiat 500 er 12.310
evrur á Ítalíu, eða um 1.930.000
kr. Renault Twingo er að því
leyti ólíkur flestum öðrum bílum
í smábílaflokki að hann er aft-
urhjóladrifinn og telur Renault
það mikinn kost. Hann mun hafa
eins metra minni beygjuhring
en flestir samkeppnisbílarnir,
stærra innanrými og óvenjugott
útsýni úr bílnum. Renault ætlar
ekki að bjóða Twingo sem tvinn-
bíl eða rafmagnsbíl að sinni, en
Renault er nú með í boði fjórar
aðrar gerðir slíkra bíla. Í næstu
sætum á eftir Renault Twingo í
smábílasölu í Evrópu eru Toyota
Aygo, Hyundai i10, Citroën C1,
Peugeot 107, Kia Picanto og í 10.
sætinu er Ford Ka.
RENAULT TWINGO Á AÐ
STELA AF FIAT 500
Sala bíla í þessum stærðarflokki mun aukast mjög á næstu árum.
Sumum dugar ekki að hafa 510
hestöfl undir húddinu, en þann-
ig má bæði fá Range Rover og
minni bróður hans, Range Rover
Sport, í dag. Því hefur Jaguar/
Land Rover bætt um betur og
sett 550 hestafla vél í Range
Rover Sport, en það er sama
vél og fæst nú í Jaguar XKR-S,
Jaguar XFR-S og Jaguar F-Type
R. Ekki er nóg að auka afl vél-
arinnar án þess að bæta brems-
urnar og það hefur einmitt verið
gert við þennan kraftaköggul,
sem ætti að hafa hröðun á við
vænsta sportbíl. Þessi vél þarf
líka að anda meira en aðrir vél-
arkostir í Range Rover Sport
og því eru stærri loftinntök að
framan og að aftan eru myndar-
leg fjögur pústop. Ekki er ljóst
hvar Jaguar/Land Rover ætlar
að kynna þennan bíl, en ekki
er talið ólíklegt að það verði á
bílasýningunni í New York sem
hefst um miðjan apríl. Þó gæti
hann fyrst sést á bílasýningunni
í Peking í lok apríl, enda eru
margir vænlegir kaupendur bíls-
ins þar.
Range Rover Sport RS er 550
hestöfl og fær vél frá Jaguar
Hreinræktuðum rafmagnsbíl-
um og Plug-In-Hybrid-bílum fer
mjög fjölgandi vestanhafs eins og
í öðrum heimshlutum. Þeir spara
eigendum sínum háar upphæð-
ir í eldsneytiskostnaði og reiknað
hefur verið út að hann nemi 171
milljón lítra eldsneytis sem kost-
að hefði þá 11,3 milljarða króna.
Það eru nú um 200.000 slíkir
bílar á bandarískum vegum.
Flestir þeirra eru í Kaliforníu-
fylki og eru 46% Plug-In-Hybrid-
bíla Bandaríkjanna þar og hafa
þeir sparað eigendum sínum 4,5
milljónir dollara í eldsneytis-
kostnaði.
Nokkuð jöfn skipting er á milli
hreinræktaðra rafmagnsbíla
og Plug-In-Hybrid-bíla, eða um
100.000 af hvorri gerð. Bílarn-
ir Chevrolet Volt, Nissan Leaf og
Tesla-bílar telja um tvo þriðju af
öllum þessum flota. Nissan Leaf-
bílar seldust helmingi meira í
fyrra en árið áður en sala Tesla-
bíla áttfaldaðist milli ára. Þessi
sparnaður eigenda rafmagns-
bíla mun einungis fara vaxandi á
næstu árum og minnka þörfina
fyrir jarðefnaeldsneytisnotkun
Bandaríkjamanna.
Rafmagnsbílar spara
171 milljón lítra eldsneytis
á ári í Bandaríkjunum
Subaru kynnir nú hvern nýja
bílinn á fætur öðrum. Flestir
þeirra eru reyndar nýjar gerð-
ir þekktra bíla Subaru, svo sem
Impreza, Forester, Legacy,
WRX og sögur herma að stutt
sé í nýjan Outback. En það er
þó meira í pípunum hjá Sub-
aru því heyrst hefur að von sé
á tveimur glænýjum bílum sem
báðir byggja á hugmyndabíln-
um Viziv 2, sem sýndur var
á síðustu bílasýningu í Genf.
Annar þeirra yrði arftaki Tri-
beca-jeppans, sem þótti reynd-
ar mikið fíaskó hjá Subaru, en
hinn yrði jepplingur og öllu
minni.
Sá stærri kæmi fyrr á mark-
að og væri hlaðinn tækninýj-
ungum. Hann yrði í boði með
fjögurra strokka boxer-dísil-
vél en hefði einnig rafmótora,
einn fyrir framhjólin og tvo
fyrir afturhjólin. Þetta yrði
því tvinnbíll og rafaflsrás hans
kæmi frá Toyota. Einnig yrði
hann boðinn með sex strokka
öflugri boxer-bensínvél. Þessi
bíll er sérlega hugsaður fyrir
Bandaríkjamarkað, enda hefur
Subaru í hyggju að auka mjög
við sölu sína þar. Það að bæta
jeppa og jepplingi við bílaúrval
sitt ætti ekki að koma á óvart í
viðleitninni til að auka söluna.
ERU TVEIR NÝIR Á
LEIÐINNI FRÁ SUBARU?
Nýr jepplingur og jeppi á leiðinni sem leysir Tribeca af.
Sala bíla í Rússlandi er á niður-
leið og hefur verið það síðustu
12 mánuði og eru helstu ástæð-
ur þess nefndar lægð í efnahags-
lífi, lækkun rúblunnar og stað-
an á Krímskaga. Ford er með
tvær samsetningarverksmiðjur
í Rússlandi og smíðar þar marg-
ar gerðir bíla sinna, meðal ann-
ars Ford Focus, Mondeo, Kuga,
Explorer og Edge. Vegna lítillar
bílasölu þar þarf Ford nú að segja
upp 950 manns í þessum verk-
smiðjum. Fréttir herma að niður-
sveifla í sölu bíla í Rússlandi hafi
komið óvenju hart niður á Ford,
en heildarlækkun í sölu var ekki
nema 5,5% í fyrra, en sala Ford
minnkaði um 18%. Ekki batn-
aði það hjá Ford á þessu ári því
fyrstu tvo mánuði ársins minnk-
aði sala Ford um 21%. Þessar að-
gerðir Ford verða ekki þær einu
í Rússlandi, en fyrirtækið ætlar
að loka verksmiðjum sínum í fjór-
ar vikur á næstunni til að rétta
við muninn á framboði og eftir-
spurn Ford-bíla í Rússlandi. Ford
áformar ekki að draga sig frá
framleiðslu bíla sinna í Rússlandi
þrátt fyrir tímabundna erfiðleika
og hefur trú á bættu ástandi þar.
Ford segir upp 950 í Rússlandi
Renault Twingo.
Subaru Viziv 2 hug-
myndajepplingurinn.
Sala á Ford-bílum minnkaði um 18% í Rússlandi í fyrra.
Prófanir á nýjum Range Rover Sport RS.
Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvarnar.