Fréttablaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 30
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
12 8. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR
Stærsti bílaframleiðandi í Rúss-
landi er AvtoVAS, sem framleið-
ir Lada-bíla. Tap var á rekstri
fyrirtækisins í fyrra og nam
það 25,3 milljörðum króna. Sala
á rússneskum bílum féll í fyrra
og var minnkunin 7% hjá Lada
en 5% ef teknir eru saman allir
rússneskir bílaframleiðendur.
Efnahagsástandi í Rússlandi er
um að kenna að sögn Lada. Ren-
ault-Nissan á 32% hlut í Avto-
VAS, Volkswagen 11% hlut og
General Motors 9%. Lada menn
spá því að árið í ár verði þeim
áfram erfitt og þar á bæ búast
menn ekki við mikið aukinni
sölu. Lada mun samt kynna
nýjar bílgerðir á árinu og vonast
til þess að ná markaðshlutdeild
af erlendum bílaframleiðendum.
Aðalmarkmið AvtoVAS á þessu
ári verður að snúa rekstrinum
til hagnaðar. AvtoVAS hefur
smíðað bíla í 60 ár og voru þeir í
upphafi byggðir á Fiat 124-bíln-
um, en lagaðir að rússneskum
aðstæðum, kulda og vegum.
Voru bílarnir hærri á vegi og
með rússneskar vélar sem þóttu
betri en þær sem voru í Fiat-bíl-
unum.
Tap hjá Lada
Volkswagen Golf-bílar eru til í
ótrúlega mörgum útfærslum og
með meira úrvali véla en geng-
ur og gerist með flestar bílgerð-
ir. Kraftaútgáfur Golf eru nú
þegar orðnar nokkrar, þ.e. GTI,
GTD-dísilbíll, GTE-tvinnbíll og
sá allra öflugasti Golf R, auk
þess sem til eru blæjuútgáfur
GTI og Golf R. Þar með er ekki
öll sagan sögð því Volkswagen
virðist einnig ætla að bjóða Golf
R í langbaksútfærslu. Sést hefur
til prófana á þannig bíl. Hann
verður þá væntanlega með sömu
300 hestafla, 2,0 lítra vélinni
með forþjöppu sem er í venju-
legum Golf R. Sá bíll ætti því
að sameina sportbílaeiginleika
með miklu notagildi. Er þá kom-
inn bíll með ekki ósvipað DNA
og Audi RS4, sem reyndar fæst
aðeins í langbaksútfærslu, en
þessi ætti bara að verða miklu
ódýrari. Styttast fer í að Hekla,
umboðsaðili Volkswagen á Ís-
landi, fái fyrstu bílana af venju-
legri gerð Golf R og mun hann
að vonum draga að margan bíla-
áhugamanninn.
Volkswagen
Golf R-
langbakur
Hvaða mótorhjólaframleiðandi ætlar ekki að taka þátt í
þriggja hjóla æðinu sem nú virðist hafi ð? Yamaha hefur
kynnt eitt slíkt hjól með 125 cc ögurra strokka mótor og
CVT-sjálfskiptingu. Hjólið er afar létt, eða aðeins 152 kíló,
og segir Yamaha að þar fari léttasti þriggja hjóla farkostur-
inn sem í boði er. Þyngdardreifi ngin er 50/50 á framhjólin
og afturhjól og það hallar sér í beygjum með svokölluðu
„Multi Wheel System“ og er mjög stöðugt hvort sem ekið
er beint eða í beygjum. LED-ljós eru bæði að framan og
aftan á því og diskabremsur eru einnig að framan og aftan.
Hjólið á að eyða mjög litlu og Yamaha segir að það eigi að
kosta eigandann einkar lítið að reka það. Þetta hjól verður
aðeins í boði í Evrópu til að byrja með og kostar 4.000
evrur, eða um 630.000 kr. Það kemur á markað í sumar og
kaupendur þess geta valið um óra liti.
Þriggja hjóla Yamaha
Volkswagen Golf Wagon R.
Lada er ekki að slá í gegn á heimavelli.
Sannarlega
óvenjulegt
hjól frá
Yamaha.
Save the Children á Íslandi
522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
Taktu Krók á leiðarenda
á þinni leið