Fréttablaðið - 08.04.2014, Page 40
8. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24
BAKÞANKAR
Álfrúnar
Pálsdóttur
Harry Styles
@Harry_Styles 7.
april
Þeir sem eru með
Parkinsons missa stjórnina.
Skilningur ykkar getur skilað
sér. @ParkinsonsUK’s
Miley Ray
Cyrus
@MileyCyrus 6. april
Óbærilegur sársauki
Katy Perry @
katyperry 6. april
En biluð helgi...
STJÖRNURNAR Á
TWITTER
CAPTAIN AMERICA 3D 5, 8, 10:45
NOAH 6, 8, 9, 10:45
HNETURÁNIÐ 2D 6
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð
THE HOLLYWOOD REPORTER
VARIETY
EMPIRE
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
CAPTAIN AMERICA 3D
CAPTAIN AMERICA 3DLÚXUS
NOAH
GRAND BUDAPEST HOTEL
ÁHNETUR NIÐ 2D
ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS ÍSL. TAL 2D
RIDE ALONG
NYMPHOMANIAC PART 2
HEILD
GRAND BUDAPEST HOTEL
DEAD SNOW - RED VS DEAD
ONE CHANCE
KL. 5 - 8 - 10.15
KL. 5 - 8
KL. 5 - 8 - 10.15
KL. 5.45 - 8
KL. 3.30
KL. 3.30 - 5.45
KL. 8
Miðasala á:
KL. 6 - 9
KL. 6 - 8
KL. 5.45 - 8 - 9 - 10.15
KL. 10.15
KL. 5.40
- THE TELEGRAPH
- FRÉTTABLAÐIÐ
- THE GUARDIAN- EMPIRE
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
THE HOLLYWOOD REPORTERL.K.G - FBL.
EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILMTHE GUARDIAN
GEFÐU
VATN
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
Sharon Osbourne
@MrsSOsbourne 7. apríl
Vaknaði við svo
sorglegar fréttir.
Mickey Rooney er látinn. Goð-
sögn og virkilega ljúfur maður.
Megi hann hvíla í friði.
„Ég var bókaður að spila á skemmtistað í Las
Vegas. Samskiptin fóru tiltölulega eðlilega fram,
þar til á síðustu metrunum þegar ég var beðinn
um að leggja út fyrir fluginu, en það var þá sem
viðvörunarbjöllur fór að hringja,“ segir plötu-
snúðurinn Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur
sem IntroBeats, en hann lenti í klónum á fremur
nýstárlegri svikamyllu á netinu á dögunum.
„Já, þetta var ágætlega skipulagt hjá þeim.
Það var stelpa, Veronica Fisher, sem hafði fyrst
samband við mig í gegnum Facebook og sagðist
hafa verið að túra um Evrópu og haft viðkomu
á Íslandi. Þannig hefði hún fengið mitt nafn í
hendurnar og verið hrifin af því sem ég væri að
gera í tónlist,“ útskýrir Ársæll, og segist enga
ástæðu hafa haft fyrir að taka hana ekki alvar-
lega.
„Hún fór að spyrjast fyrir um dagsetningar,
hvenær ég væri laus og svona eins og gengur.
Svo urðum við vinir á Skype og þar ræddi ein-
hver sem hún kallaði yfirmann sinn við mig, Cy
Brad Waits, og gerði mér tilboð. Hann ætlaði að
borga mér 1.200 dollara fyrir að spila þarna þrjú
kvöld, ásamt því að borga hótel og flug fyrir mig
og gest. Ég var bara ánægður með þetta og grun-
aði ekki neitt.“
Síðan fór viðvörunarbjöllum að hringja. „Þau
fóru að hafa samband oftar og biðja mig um að
leggja út fyrir fluginu, 90 þúsund krónur á mann,
út af einhverju máli með einhver kreditkort sem
ég skildi ekki alveg. Þau sögðust samt myndu
redda mér ódýrara flugi í gegnum American
Airlines, sem náttúrulega flýgur ekki á milli Las
Vegas og Keflavíkur, þannig að ég fór að efast,“
segir Ársæll, og hlær, en hann komst þá að því
að vinur hans sem fæst við plötusnúðamennsku
hafði lent í sama fólki.
„Við bárum saman bækur okkar og komumst
að því að hvorugur okkar er að fara til Vegas! Því
miður,“ bætir hann við og varar aðra í stéttinni
við því að lenda í klóm svikara á netinu.
„Við komumst líka að því að Veronica Fisher er
karakter í sjónvarpsþættinum Shameless,“ segir
Ársæll og hlær.
olof@frettabladid.is
Varar plötusnúða við prettum
Ársæll Þór Ingvason, betur þekktur sem IntroBeats, lenti í nýstárlegri svikamyllu og er ekki á leið til Vegas.
Hvernig geturðu verið kona og ekki femínisti?“ Árið var 2006
og ég nýskriðin af hörðu marm-
aragólfi Kringlunnar inn á rit-
stjórn Fréttablaðsins, algjör-
lega blaut á bak við eyrun.
Spurningunni var beint til
mín af vinnufélaga eftir að
ég hafði komið með ein-
hverja furðulega yfirlýsingu
þar sem ég rakkaði niður
brjóstahaldarabrennur og
tréklossa. Í raun hafði
ég ekki hugmynd um
hvað femínismi þýddi.
ÉG hef oft hugsað til
baka til þessa augna-
bliks þegar samstarfs-
félagi minn mátaði
mig á miðjum vinnu-
degi. Sá hinn sami
endaði á að vera
sessunautur minn
þangað til í fyrra
og kann ég honum
góðar þakkir fyrir
að hafa með einni
góðri spurningu komið vitinu fyrir mig.
Kippt mér út úr afneituninni um að
kvennabaráttunni væri lokið og jafn-
rétti kynjanna væri náð.
SPURNINGIN varð til þess að nokkr-
um mánuðum seinna ákvað ég að velja
kynjafræði sem aukafag í háskólanámi.
Fag sem ekki seinna en í gær ætti að
vera gert að skyldufagi í menntaskólum
landsins.
ÉG hef gripið til þessarar spurningar
þegar umræðan fer inn á jarðsprengju-
svæðið sem femínismi virðist vera.
Einhvern veginn setur hún þennan eld-
heita málaflokk í þá einföldu mynd sem
hann í raun er.
FEMÍNISMI snýst um rétt kvenna til
menntunar, atvinnu og jafnra launa á
við karlmenn – femínismi er barátta
fyrir jöfnum áhrifum í viðskiptum og
í stjórnmálum. Fyrir að fá að fara í
fóstureyðingar og barátta gegn man-
sali. Almenn réttindi. Undirrituð er svo
gott dæmi um að rólyndisfólk er líka
femínistar.
Þegar stórt er spurt
Hann
ætlaði
að borga
mér
1.200
dollara fyrir
að spila þarna
þrjú kvöld,
ásamt því að
borga hótel
og flug fyrir mig
og gest. Ég var bara
ánægður með þetta
og grunaði ekki neitt.