Fréttablaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.04.2014, Blaðsíða 46
8. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Þetta gerist á fimm ára fresti, við spiluðum síðast árið 2009, þar á undan árið 2004 og ég held meira að segja að við höfum spilað í Eyjum árið 1999. Það er mikil tilhlökkun innan hópsins,“ segir Herbert Við- arsson, bassaleikari hljómsveit- arinnar Skítamórals. Hljómsveit- in treður upp á Þjóðhátíð í Eyjum ásamt hljómsveitunum Kaleo og Mammút. Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 140 ára afmæli í ár og verður meira lagt í dagskrána í ár en oft áður. Kaleo, Mammút og Skítamórall eru fyrstu þrjú böndin sem tilkynnt eru á hátíðinni og verða fleiri listamenn tilkynntir á næstunni. „Þetta verður geðveikt. Við reyn- um alltaf að toppa síðasta skiptið og það var ógeðslega gaman fyrir fimm árum. Þetta verður hápunktur sumarsins og flott að loka sumrinu þarna,“ bætir Herbert við. Hljóm- sveitin gaf nýverið út lagið Þú ert ein af þeim og segir Herbert að þeir ætli að bjóða upp á fleiri ný lög í Eyjum um verslunarmannahelgina. Skítamórall spilaði fyrst á Þjóðhátíð árið 1991 og man Herbert vel eftir því. Þá voru meðlimir sveitarinnar aðeins fimmtán ára gamlir. „Við sættum okkur við allt og kipptum okkur ekkert upp við það þegar við vorum sóttir á pallbíl sem var fullur af fiski og þurftum við að sitja innan um fiskikörin. Svo feng- um við ekki að heita Skítamórall. Árna Johnsen og þeim í þjóðhátíðar- nefnd fannst það fulldónalegt nafn þannig að þeir tóku skítinn framan af nafninu og við hétum bara Mórall frá Selfossi.“ „Við erum súper spenntir. Við erum byrjaðir að vinna í nýju efni sem skilar sér í spilun á næstunni. Við tökum klárlega nýtt efni á Þjóðhátíð ásamt einhverju af plöt- unni okkar, Kaleo,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitar- innar Kaleo. Hann segir að hljóm- sveitarmeðlimirnir hafi ekki hikað þegar þeir voru beðnir um að troða upp á hátíðinni. „Það var aldrei spurning þegar okkur bauðst að spila á Þjóðhátíð. Þetta er örugglega langskemmtileg- asta gigg sem maður fær á Íslandi.“ Þetta er í fyrsta sinn sem sveit- in spilar á Þjóðhátíð en sveitin var sigursæl á nýafstöðnum Hlustenda- verðlaunum og sópaði til sín þrenn- um verðlaunum. „Hinir strákarnir hafa farið áður á Þjóðhátíð að skemmta sér en ég hef aldrei farið þannig að þetta er aukagleði fyrir mig,“ bætir Jökull við. Alexandra Baldursdóttir í hljóm- sveitinni Mammút er líka full til- hlökkunar fyrir hátíðinni en með- limir sveitarinnar hafa aldrei sótt hana heim. „Við erum mjög spennt. Við höfum aldrei farið á Þjóðhátíð. Tón- listarstefnan okkar hefur ekki beint verið fyrir markhópinn á hátíðinni þannig að við vorum mjög ánægð með að vera beðin að spila. Við erum sérstaklega ánægð því það eru alltaf einhverjir fordómar gagn- vart Þjóðhátíð þannig að þetta verð- ur góð vísindaferð. Við erum mjög spennt fyrir því að prófa að spila fyrir nýtt fólk og ánægð með að fá þetta tækifæri,“ segir Alexandra, en árið er fullbókað hjá sveitinni. „Við erum að spila rosalega mikið í sumar. Gítarleikarinn okkar, hann Arnar, er búinn að vera í Finnlandi í tvo mánuði og kemur heim á morg- un. Við iðum í skinninu að komast í húsnæði og æfa saman. Við ætlum eiginlega að taka íslenskan festi- valatúr í sumar og erum búin að bóka okkur á flestar hátíðir.“ liljakatrin@frettabladid.is Kaleo, Mammút og Skítamórall í Eyjum Tilkynnt hefur verið hverjar þrjár fyrstu hljómsveitirnar sem spila á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum verða en miðasala á hátíðina hefst um miðjan apríl. Hátíðin fagnar 140 ára afmæli í ár. Skítamórall spilaði fyrst á hátíðinni árið 1991 en Mammút og Kaleo hafa aldrei troðið upp í Eyjum. Allar sveitirnar lofa nýju efni í Herjólfsdal. • Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 140 ára afmæli sínu í ár • Þjóðhátíðarnefnd lofar glæsilegri dagskrá í tilefni af afmælinu • Hátíðin fer fram dagana 1. til 3. ágúst • Miðasala hefst mánudaginn 14. apríl á síðunni dalurinn.is STAÐREYNDIR UM ÞJÓÐHÁTÍÐ 2014 ÞRENNA Mammút hlaut þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Plata sveitarinnar, Komdu til mín svarta systir, var valin plata ársins í flokknum popp og rokk og plötuumslagið það besta. Þá var lagið Salt með hljómsveitinni einnig valið lag ársins í sama flokki. SKÍTAMÓRALL Hljómsveitin fékk bara að heita Mórall þegar hún tróð upp í fyrsta sinn á Þjóðhátíð árið 1991. VINSÆLIR Sveitin Kaleo var valin nýliði ársins á Hlustenda- verðlaununum og plata hennar Kaleo plata ársins. Svo fengum við ekki að heita Skítamórall. Árna Johnsen og þeim í þjóðhátíðarnefnd fannst það fulldónalegt nafn þannig að þeir tóku skít- inn framan af nafninu og við hétum bara Mórall frá Selfossi. Herbert Viðarsson KATLA FUND Société d'Investissement à Capital Variable 14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 96.002 (the “SICAV“) ANNUAL GENERAL MEETING OF SHAREHOLDERS The Board of Directors is pleased to convene the shareholders of KATLA FUND to attend the annual general meeting to be held at the registered office of the SICAV on 17 April 2014 at 10.00 a.m. with the following agenda: 1. Report of the Board of Directors and of the approved statutory auditor 2. Approval of the annual accounts as at 31 December 2013 3. Allocation of the results 4. Discharge to the directors 5. Renewal of the mandate of the approved statutory auditor 6. Statutory elections 7. Miscellaneous The shareholders are advised that no quorum for the statutory general meeting is required and that decisions will be taken by simple majority of the votes cast. Proxies are available at the registered office of the SICAV. Shareholders, who wish to attend the annual general meeting, are requested to inform the Board of Directors (Fax nr: +352 49 924 2501 – ifs.fds@bdl.lu) at least five calendar days prior to the annual general meeting. ÚRVALSFÓLKSFERÐ Tenerife 2. – 21. maí HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000 | UU.IS (60+) Best Tenerife Hálft fæði innifalið VERÐ FRÁ 231.900 KR. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Brottför: 2. maí Heimkoma: 21. maí. La Siesta Hálft fæði innifalið TILBOÐSVERÐ 208.900 KR. á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Brottför: 2. maí Heimkoma: 21. maí Skemmtanastjóri á Tenerife Kjartan Trausti Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is „Þetta er rosalega skemmtilegt sport,“ segir Jón Þór Sigurðsson, hljómsveitarmeðlimur Diktu, en hann varð nýverið Íslandsmeist- ari í skotfimi í flokki liggjandi fimmtíu metra riffils. Jón Þór hefur ekki stundað skotfimi lengi. „Þetta er smá grillað því ég byrjaði bara að æfa í lok árs 2009,“ útskýrir hann, en Jón Þór varð Íslands- meistari í sama flokki tveimur árum síðar, árið 2011, og var í kjölfarið tekinn inn í landsliðið í skotfimi. „Síðan var ég bara mættur fyrir Íslands hönd á smáþjóð- leikana í Liechtenstein,“ bætir hann við, en hann hafnaði í þriðja sæti á leikunum. „Við vorum einmitt um þetta leyti að koma úr þriggja vikna tónleikaferðalagi þegar ég fór beint að keppa á smáþjóðaleik- unum,“ útskýrir hann, en ásamt því að vera afreksmaður í skot- fimi þá spilar hann á trommur í hljómsveitinni Diktu og er flug- maður hjá Flugfélaginu Ernir. „Þannig að ég fór beint úr sveittri hljómsveitarrútu og inn á stóran leikvang að heilsa áhorfendum,“ segir hinn fjöl- hæfi Jón Þór að lokum og hlær. Úr sveittri rútu á stóran leikvang Þúsundþjalasmiðurinn Jón Þór Sigurðsson er tvöfaldur Íslandsmeistari í skot- fi mi, trommari í hljómsveitinni Diktu og fl ugmaður hjá Flugfélaginu Ernir. ÍSLANDSMEISTARI Jón Þór Sigurðsson er vígalegur með riffilinn. MYND/EINKASAFN Ein með remolaði, steiktum lauk og tómatsósu á Bæjarins bestu er gjör- samlega ómissandi. Sunneva Sverrisdóttir sjónvarpskona BESTI BITINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.