Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 1
LÖGREGLUMÁL Þrettán eiga aðild
að samkeppnislagabrotum BYKO,
Húsasmiðjunnar og Úlfsins sam-
kvæmt ákæru sem gefin hefur
verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari.
Hann segir embættið ekki búa yfir
upplýsingum um hversu margir af
þeim sem málinu tengjast eru enn
starfandi hjá fyrirtækjunum.
Rannsóknin, sem varðar ólöglegt
verðsamráð, hefur staðið í rúm þrjú
ár, en hátt í fjörutíu voru handteknir
vegna hennar árið 2011 og húsleitir
gerðar hjá fyrirtækjunum.
Í tilkynningu sem Guðmundur
H. Jónsson, forstjóri BYKO, sendi
frá sér í gærkvöldi kemur fram að
alls hafi fimm úr starfsliði BYKO
verið til rannsóknar. Samkvæmt
ákvörðun stjórnar fyrirtæk-
isins hafi einn starfsmað-
ur, sem áður gegndi stöðu
framkvæmdastjóra fag-
sölusviðs, verið sendur
í leyfi á meðan emb-
ættið rannsakaði
meint brot.
Ákæra sérstaks
saksóknara er sögð
valda stjórnendum
BYKO miklum von-
brigðum, fyrirtækið hafi ávallt
haft samkeppnislög og aðra laga-
umgjörð rekstursins í heiðri. „Það
er einlæg von stjórnenda BYKO að
dómstólar muni komast að þeirri
niðurstöðu að ákæra saksókn-
ara eigi ekki við rök að styðjast,“
segir þar. Þá segir Guðmundur að
í málum þeirra sem ekki
hafi verið sendir í leyfi
séu „meintar sakir að mati
BYKO þess eðlis að ekki sé
ástæða til sérstakra aðgerða
af hálfu fyrirtækisins.“
Samkvæmt heimildum
blaðsins höfðu stjórn og
stjórnendur Húsasmiðjunnar
litlar fregnir af ákærunum í
gærkvöldi og lá ekki fyrir hversu
margir af þeim sem nú hafa verið
ákærðir væru þar enn starfandi.
Húsasmiðjan var seld danska
fyrirtækinu Bygma Gruppen
A/S í desember 2011. Þá var
skaðabótaábyrgð vegna meintra
samkeppnis lagabrota skilin eftir
í eignarhaldsfélagi Landsbankans.
- óká
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
22
GRÍSK TÓNAGLEÐI Í HÖRPUGrísk tónagleði tekur völdin í Hörpu annað kvöld kl. 20.00 í til-
efni af Evrópudeginum. Caput-hópurinn verður með mögnuð
verk eftir gríska tónskáldið Nikos Skalkottas og gríska hljóm-
sveitin Pringipessa Orchestra leikur lög eftir þjóðlagaskáldið
Vasílis Tsitsánis. Enginn aðgangseyrir.
N ancy Georgsdóttir er 46 ára þriggja barna móðir. Hún hefur verið með stöð-uga verki vegna grindargliðnunar um árabil.
„Þegar ég var tvítug eignaðist ég mitt fyrsta barn. Á svipuðum tíma var ég greind með vefjagigt og grindargliðnun sem versnaði með hverju barni. Síðasta barnið átti ég þegar ég var 32 ára en þá var ég búin að ganga á milli lækna og reyna ýmislegt til að bæta ástandið. Meðal annars fór ég í nálastungur, verkja- og sterasprautur og reyndi ýmis verkjalyf sem sum voru ávana-bindandi og mér fannst sljóvga mig frekar en að draga úr verkj-unum. Ég var því orðin bæði þreytt á stöðugum verkjum og endalausum verkjalyfjum.“
BATI EFTIR AÐEINS SEX DAGA„Svo vel vildi til að maðurinn minn las grein um Nutrilenk Gold í tímariti og hvatti mig til þess að prófa. Ég hugsaði með mér að það gæti svo sem ekki skaðað og byrjaði á að taka tvær á morgn-ana. Ég hefði aldrei trúað þvíað b ti
LAUS VIÐ VERKI VEGNA GRINDARGLIÐNUNARGENGUR VEL KYNNIR Nutrilenk Gold hefur hjálpað fjölmörgum Íslendingum
sem þjást af verkjum og stirðleika í liðum. Það hjálpar til við uppbyggingu
brjósks og getur komið í veg fyrir frekari liðskemmdir.
GÓÐUR BATINancy segist finna mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að taka inn Nutrilenk.
HVA
Ný sending fráPulz Jeans
Aladin buxur, goll
TÆKIFÆRISGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum tilboðum
10% afsláttur
Vertu vinur á Facebook
Skoðið
laxdal.isYfirhafnir
VATTJAKKAR - NÝ SENDING
Laugavegi 63 • S: 551 4422
SÉRBLAÐ
Fólk
Sími: 512 5000
8. maí 2014
107. tölublað 14. árgangur
MENNING Ræða Ísland í
Danaveldi og norðurslóðir
sem nýjan heimshluta. 30
SPORT Stelpurnar okkar
mæta Sviss í kvöld í topp-
slag í undankeppni HM. 46
FLJÓTLEGT
OG ÞÆGILEGT
MENNING „Þetta er svolítið stór
áfangi í mínu lífi og ég er komin
þangað sem ég gjarnan vildi
vera til að koma mér á heims-
markaðinn,“ segir næring-
arþerapistinn
Þorbjörg Haf-
steinsdóttir
sem gerir það
gott í Banda-
ríkjunum.
Metsölu bók
hennar, 10
árum yngri á
10 vikum, er
komin á banda-
rískan markað og rokselst.
Þorbjörg hefur ekki undan að
svara erlendum fjölmiðlum en
The Times birti opnuviðtal við
hana í apríl þar sem hún var
kölluð skandi navíska orku-
gyðjan.
- mm / sjá síðu 50
Kanar hrifnir af Þorbjörgu:
Kölluð orku-
gyðja í Times
ÞORBJÖRG HAF-
STEINSDÓTTIR
SKOÐUN Guðbjörg Sveins-
dóttir lýsir eftir stefnu í geð-
heilbrigðismálum. 23
LÍFIÐ Nýjasta æðið á
Íslandi er svonefndur
popping-dans. 38
Bolungarvík 5° NA 7
Akureyri 6° NA 6
Egilsstaðir 5° NA 6
Kirkjubæjarkl. 8° A 4
Reykjavík 9° SA 4
Það kólnar örlítið hjá okkur með
NA-áttinni og verður hiti 3-14stig, áfram
mildast SV- og V-lands. 4
ÆFA Á MÖLINNI Yngri flokkar Breiðabliks fá ekki leyfi frá Kópavogsbæ til að æfa á grasi fyrr en í júlí í fyrsta lagi. Daði
Rafnsson, yfirþjálfari hjá Breiðabliki, sést hér á malarvellinum sem bíður krakkanna næstu vikurnar. Sjá síðu 44 FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
STJÓRNSÝSLA Dráttur á lækkun opin-
berra gjalda á áfengi, tóbak, og elds-
neyti sýnir áhugaleysi ríkisstjórn-
arinnar á að ljúka málinu að mati
Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.
Pétur H. Blöndal alþingis maður
segir gjöldin ekki lækka nógu
mikið.
„Þetta hefur tekið fleiri fleiri
mánuði og þessi seinkun er að rýra
þessar aðgerðir verulega því það
gefur augaleið að almenningur í
landinu er ekki enn farinn að njóta
lægri gjalda,“ segir Gylfi.
Hann gagnrýnir að frumvarp
fjármálaráðherra um gjaldskrár-
lækkanir hafi ekki enn verið
afgreitt á Alþingi. Ríkisstjórnin
samdi við aðila vinnumarkaðarins
um lækkanirnar við gerð kjara-
samninga í desember. Þá hafði
verið tilkynnt um þriggja prósenta
hækkun á gjöldunum frá ára mótum
en í frumvarpinu hækka þau ein-
ungis um tvö prósent. Breyting-
arnar áttu upphaflega að taka gildi
1. febrúar en málið hefur tafist og
nú er stefnt að gildistöku 1. júní
næstkomandi.
Pétur H. Blöndal, alþingis maður
og framsögumaður meirihluta efna-
hags- og viðskiptanefndar í málinu,
segist viss um að frumvarpið verði
afgreitt fyrir þinglok. Umfjöllun um
málið í þinginu hafi tekið of langan
tíma miðað við umfang aðgerðanna.
„Ég er alltaf sammála öllum skatta-
lækkunum. Hins vegar er ég með
efasemdir um hvað þetta er lítið. Ef
þetta á að virka þarf að lækka gjöld
talsvert svo þau hafi áhrif á verðlag.
Þetta er hluti af kjarasamningum
og sumir aðilar vinnumarkaðarins
líta stíft á svona smáskammtalækn-
ingar,“ segir Pétur. - hg / sjá síðu 18
Gjöldin sögð lækka
of lítið og of seint
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýnir seinagang við afgreiðslu frumvarps
fjármálaráðherra um gjaldskrárlækkanir. Pétur H. Blöndal alþingismaður segir
gjöldin ekki lækka nógu mikið. Viss um að frumvarpið verði afgreitt fyrir þinglok.
89
aurar
Verð á einum lítra af bensíni
lækkar um tæpa krónu.
ALÞINGI Af hálfu stjórnarandstöð-
unnar kemur ekki til greina að
semja um lok þingstarfa nema að
fyrir liggi afdrif þingsályktunar-
tillögu utanríkisráðherra um slit á
viðræðum við Evrópusambandið.
Því er haldið fram að þing flokkur
Sjálfstæðisflokks vilji að tillagan
verði dregin til
baka, en að það
vilji framsóknar-
menn ekki.
Birgir Ár-
manns son, for-
maður utan ríkis-
mála nefndar,
hefur sagt að
ekki sé raunhæf-
ur möguleiki að
klára umfjöllun um tillöguna fyrir
áætlað þinghlé 16. þessa mánaðar.
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokks-
formaður Framsóknarflokks, segir
rangt að málið hamli þinglokum.
Að hennar mati eigi utanríkismála-
nefnd að halda áfram umfjöllun um
málið í sumar og vinna úr umsögn-
um sem borist hafa. - jme / sjá síðu 6
ESB-tillaga hamlar þinglokum:
Skoða á um-
sagnir í sumar
SIGRÚN
MAGNÚSDÓTTIR
Starfsmannavelta mikil
Á rúmu ári hafa fimm lykilstjórn-
endur hætt störfum hjá flugfélaginu
Wow air. Forstjórinn segist gera
miklar kröfur. 20
Söfnun vekur spurningar Líf-
sýnasöfnun Landsbjargar fyrir
Íslenska erfðagreiningu er sögð vekja
siðferðilegar spurningar. 2
Lánafélög sögð veikja banka
Hagfræðingur segir ganga gegn yfir-
lýstum markmiðum um að minnka
bankakerfið að gera bönkum að
stofna sérstök húsnæðislánafélög. 4
Fékk heilablæðingu í fríinu Anna
Sigrún Baldursdóttir, sem starfar á
skrifstofu forstjóra Landspítalans,
fékk að reyna bandarískt heilbrigðis-
kerfi. 8
Ákært vegna samkeppnislagabrota BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins:
Þrettán ákærðir fyrir verðsamráð