Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 2
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Hörður, eruð þið að færa björg
í bú?
Já, þetta bjargar okkur alveg.
Landsbjörg mun á næstu vikum taka þátt
í að safna lífsýnum frá 100 þúsund Íslend-
ingum fyrir hönd Íslenskrar erfðagreiningar.
Hörður er formaður Slysavarnafélagsins
Landsbjargar.
VÍSINDI Vísindasiðanefnd var ein-
huga um að heimila lífsýnasöfnun
Íslenskrar erfðagreiningar hjá 100
þúsund Íslendingum með aðkomu
Slysavarnafélagsins Lands bjargar.
Þetta segir formaður nefnd-
arinnar, Kristján Erlendsson.
Vísindasiðanefnd fékk rann-
sókn Íslenskrar erfðagrein ingar
til skoðunar fyrir nokkrum vikum
en þegar aðkoma Landsbjargar
var ljós tók nefndin málið aftur
til skoðunar. „Þetta var fyrst og
fremst beiðni um breytingu á
aðferð við að safna og við sáum
enga sérstaka ástæðu til að stöðva
það.“
Kristján segir upplýst samþykki
þátttakenda lykilatriði í heimild
vísindasiðanefndar. „Þátttak endur
sjálfir taka sýnið, ganga frá því og
láta það í hendur rannsóknaraðila.
Það breytir því ekki að fólk hefur
í fyrsta lagi leyfi til að taka ekki
þátt, taki fólk þátt hefur það leyfi
til að hætta við hvenær sem er og
krefjast þess að þeirra sýni verði
eytt.“
Persónuvernd fékk upplýs ingar
um rannsóknina frá Íslenskri
erfðagreiningu á þriðjudag, sama
dag og hún var kynnt almenn-
ingi, og er hún nú til skoðunar hjá
stofnuninni. Í lögum um persónu-
vernd og meðferð persónuupplýs-
inga kemur fram að ef vinnsla á
viðkvæmum persónuupplýsingum
byggist á upplýstu samþykki þátt-
takenda falli hún ekki undir leyfis-
skylda vinnslu.
Salvör Nordal, forstöðu maður
Siðfræðistofnunar Háskóla
Íslands, segir ýmsar siðfræði-
spurningar vakna og skoða verði
sérstaklega þá aðferð sem beitt
er við söfnun lífsýnanna. „Eitt af
meginprinsippum varðandi þátt-
töku einstaklinga í vísindarann-
sóknum er að fólk gefi upplýst og
óþvingað samþykki. Það má setja
spurningarmerki við það hvort
þetta skilyrði sé uppfyllt því það
er verið að setja mikla pressu
á fólk með því að gera þetta að
átaki fyrir björgunarsveitirnar.
Það má ætla að það geti sett fólk
í þvingaða stöðu.“ Hún segir rann-
sóknaraðferðina afar óvenjulega.
„Ég hef aldrei heyrt af því að
blandað sé saman fjáröflun fyrir
björgunarsveitir og því að vera
með söfnun fyrir vísindarann-
sókn. Auðvitað er fólki gefið tæki-
færi til að senda gögnin en þegar
björgunarsveitarmaðurinn birtist
á tröppunum er kannski einfald-
ara að afhenda sýnin.“ Hún segir
að gefa hefði mátt meiri tíma til
að kynna rannsóknina almenningi.
„Maður hefði viljað að það væri
almennileg umræða svo fólk gæti
áttað sig betur á því hvað er verið
að gera áður en einhver birtist á
tröppunum,“ segir Salvör.
snaeros@frettabladid.is
Söfnun á lífsýnum
vekur spurningar
Margar siðfræðispurningar vakna vegna söfnunar Landsbjargar á lífsýnum fyrir
Íslenska erfðagreiningu. Vísindasiðanefnd var einhuga í afstöðu sinni til rann-
sóknarinnar og þótti aðkoma björgunarsveitarinnar ekki hafa hamlandi áhrif.
ÞJÓÐIN KRUFIN TIL MERGJAR 100 þúsund Íslendingar, 18 ára og eldri, hafa
verið beðnir um að taka þátt í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Um er að ræða
umfangsmestu rannsókn sem Íslensk erfðagreining hefur ráðist í. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KRISTJÁN
ERLENDSSON
SALVÖR NORDAL
ÚKRAÍNA, AP Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti sagði í gær að rúss-
neskt herlið væri farið frá landa-
mærum Úkraínu. Jafnframt
skorar hann á uppreisnarmenn
í austurhluta landsins að fresta
kosningum, sem boðaðar höfðu
verið sunnudaginn 11. maí.
Þetta sagði hann á fundi með
Didier Burkhalter, forseta Sviss,
í Moskvu í gær. Pútín segir þetta
nauðsynlegt til að skapa for sendur
fyrir viðræðum um ástandið í
landinu. Hann ítrekaði jafnframt
fyrri ásakanir sínar um að ólga
síðustu vikna væri alfarið hópum
öfgahægrimanna að kenna, og
sakaði Úkraínustjórn um að hafa
ekkert gert til að afvopna þessa
hópa.
Í síðustu viku sendi Úkraínu-
stjórn hersveitir til austurhluta
landsins. Til átaka hefur komið
síðustu daga og tugir manna látið
lífið. Uppreisnarmennirnir virt-
ust í gær ekki ætla að verða við
áskorun Pútíns um að fresta kosn-
ingunum. - gb
Pútín hvetur uppreisnarmenn í Úkraínu til þess að fresta kosningum:
Rússaher fer frá landamærum
GRÁIR FYRIR JÁRNUM Úkraínskir her-
menn gæta stjórnsýsluhúss í borginni
Mariupol, en þeir náðu húsinu úr höndum
uppreisnarmanna í gær. NORDICPHOTOS/AFP
SKÓLAMÁL Í gær veitti Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hvatn-
ingarverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Alls fengu
ellefu skólar og frístundamiðstöðvar verðlaunin í ár. Á meðal verð-
launahafa var leikskólinn Garðaborg fyrir stuðning við pólskumæl-
andi börn í leikskólum Reykjavíkur.
Félagsmiðstöðin Eldborg fékk einnig verðlaun fyrir að styrkja
sjálfsmynd kvíðinna stúlkna í fyrsta og öðrum bekk. Verðlaunin eru
veitt árlega fyrir nýbreytni og þróunarverkefni í skóla- og frístunda-
starfi í Reykjavík. - ih
Skólar og frístundamiðstöðvar í Reykjavík fá hvatningu:
Jón Gnarr verðlaunar nýbreytni
FRÁ AFHENDINGU VERÐLAUNA Í GÆR Fulltrúar frá verkefninu Stelpustuð með
Jóni Gnarr borgarstjóra. MYND/REYKJAVÍKURBORG
HEILBRIGÐISMÁL Þrjú hundruð millj-
ónir króna, sem Landspítalinn fékk
í bráðaviðhald á byggingum sínum,
verða að mestu notaðar í að lag-
færa utanhúss eina hlið á hverri af
þremur stærstu byggingunum.
„Þegar það er
svo margt sem
bíður þá er ein-
faldlega skoðað
hvar lekur mest
inn og þar er
farið í við gerðir,“
segir Páll Matt-
híasson, forstjóri
Landspítalans.
„Það á að ráðast í
að laga hliðarnar fyrir þessar þrjú
hundruð milljónir á þessu ári.“
Að sögn Páls er búið að reikna
út að um 4,4 milljarða króna
þurfi í bráðaviðhald á húsum
spítalans. Þrjú hundruð milljónir
fengust úr ríkissjóði fyrir þetta
ár.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu
í gær leitar Landspítalinn leiða til
að fjármagna endurnýjun húsnæð-
isins, enda voru 54 prósent þess
byggð fyrir árið 1970. Gjörgæslan
á Hringbraut er til að mynda í húsi
sem byggt var á árunum 1926-1930.
„Þú myndir ekki treysta barninu
þínu í bíl sem er smíðaður 1930 en
það þarf að leggjast inn á gjörgæslu
á Landspítalanum sem er í þannig
húsi,“ segir Páll. „Aðeins átta pró-
sent af húsnæði spítalans hafa verið
reist á síðustu 25 árum og því löngu
orðið tímabært að endurnýja húsa-
kostinn.“ - fb
Um 4,4 milljarða króna þarf í bráðaviðhald á byggingum Landspítalans:
Þrjár hliðar fyrir 300 milljónir
PÁLL
MATTHÍASSON
LSH VIÐ
HRINGBRAUT
Forstjóri Land-
spítalans segir
að 4,4 milljarða
króna þurfi í
bráðaviðhald.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Lögmannsstofan Vox
hefur hafið samstarf við franska
lögmanninn Olivier Aumaitre.
Aumaitre hefur fengið sam þykktar
skaðabætur úr hendi TUV Rhein-
land, vottunaraðila PIP-brjósta-
fyllinga, fyrir um 1.700 konur og
nema bæturnar samtals tæplega
hálfri milljón króna.
Aumaitre mun halda kynningu
á blaðamannafundi á morgun á
Hilton Reykjavík Nordica þar
sem farið verður yfir mögulegan
ávinning þess fyrir íslenskar
konur að ganga inn í málsókn
hans gegn fyrirtækinu. - bá
Heldur kynningu á Nordica:
Vox í samstarfi
við Aumaitre
HEILBRIGÐISMÁL Að óbreyttu stefn-
ir í verkfall hjá stéttarfélaginu
SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands
næsta mánudag frá átta til fjögur.
Þetta segir í tilkynningu á vef
SFR. Félögin hafa sameiginlega átt
í kjaraviðræðum við Samtök fyrir-
tækja i velferðarþjónustu en sam-
kvæmt tilkynningunni hefur lítið
þokast í samningsátt.
Aðilar að Samtökum fyrirtækja
í velferðarþjónustu eru meðal
annars dvalarheimilin Hrafnista,
Grund og Sóltún. - bá
Viðræður ekki borið ávöxt:
Stefnir í verk-
fall sjúkraliða
SAMGÖNGUR Landsmenn fóru tæp-
lega 1,9 milljónir ferða um Hval-
fjarðargöng á síðasta ári, eða að
meðaltali 5.171 ferð á hverjum
degi. Þetta kemur fram í svari
innanríkisráðherra við fyrirspurn
Elsu Láru Arnardóttur, þingmanns
Framsóknarflokksins, á Alþingi.
Umferð um göngin hefur lítið
aukist á síðustu árum. Alls voru
farnar 5.070 ferðir á dag árið 2011
og 5.007 árið 2012. Enn er því tals-
vert í að umferðin verði jafn mikil
og árið 2007, þegar 5.579 bílar
óku um göngin að meðaltali á degi
hverjum. - bj
Um 5.200 í Hvalfjarðargöng:
Lítil fjölgun
síðustu árin
SPURNING DAGSINS