Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 6
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvaða fyrirtæki hlaut samfélags-
viður kenningu Byggðastofnunar í ár?
2. Hvar verður fyrsta atvinnuleikhúsið
á Snæfellsnesi?
3. Hver er forstöðumaður Listhúss
Kópavogs?
SVÖR:
1. Norðursigling á Húsavík. 2. Á Rifi .
3. Arna Schram.
Ársfundur Lífeyrissjóðs
Tannlæknafélags Íslands
Ársfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands
verður haldinn föstudaginn 23. maí 2014 kl. 16:00
í sal Tannlæknafélags Íslands, Síðumúla 35.
Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum
sjóðsins.
Upplýsingar um fundinn og ársreikning má nálgast
á vef sjóðsins www.landsbankinn.is/ltfi.
Stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands.
SAMGÖNGUR Árangurslaus sátta-
fundur var í kjaradeilu flugmanna
hjá Icelandair í gær. Sættir virðast
ekki í sjónmáli. „Þetta horfir mjög
þunglega og gengur mjög hægt,“
segir Hafsteinn Pálsson, for maður
FÍA. Hann segir allar líkur á að
verkfall hefjist á morgun.
Flugmenn Icelandair hafa boðað
til 12 tíma verkfalls klukkan sex í
fyrramálið takist ekki samn ingar.
Í framhaldinu eru boðuð fimm
tímabundin verkföll fram í næsta
mánuð auk yfirvinnubanns sem
tekur gildi klukkan sex í fyrra-
málið. Verkfall gæti það raskað
áætlunum um 7.000 farþega strax
á morgun. Icelandair sendi tilkynn-
ingu til Kauphallarinnar vegna
tjóns sem félagið gæti orðið fyrir
vegna aðgerða flugmanna. Tjónið
er sagt geta numið allt að 1,7 millj-
örðum króna.
Illugi Gunnarsson, starfandi
innanríkisráðherra, segir enga
ákvörðun hafa verið tekna um að
setja lög á verkfallsaðgerðir flug-
manna.
„Það er fylgst vel með þróun
mála. Við vonum að samningar tak-
ist áður en verkfall skellur á,“ segir
Illugi. Komi til lagasetningar þurfi
Alþingi ekki langan tíma til að setja
lög til að binda endi á aðgerðirnar.
Hafsteinn Pálsson, formaður
FÍA, segir að flugmenn hafi rætt
hugsanlega lagasetningu á yfirvof-
andi verkfall en segir enga ástæðu
til að óttast það. „Við getum ekki
verið hræddir við það. Það verður
bara að koma í ljós.“
- jme
Innanríkisráðherra segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um lagasetningu um verkfallsaðgerðir:
Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun
ENGIN SÁTT Fari flugmenn Icelandair í
verkfall í fyrramálið verður veruleg röskun
á flugi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNMÁL Stjórnarandstaðan á
Alþingi segir ekki til umræðu að
semja um þinglok nema ljóst sé hver
örlög þingsályktunartillögu utan-
ríkis ráðherra um slit á viðræðum
við ESB verða.
Stjórnarandstaðan heldur því
fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji
að tillagan verði dregin til baka en
það vilji framsóknarmenn ekki.
Einar K. Guð-
finnsson, forseti
Alþingis, segir
að staðan varð-
andi þinglok sé
enn fremur óljós.
Birgir
Ármannsson, for-
maður utan ríkis-
mála nefndar,
hefur sagt að það
sé ekki raunhæfur möguleiki að
klára umfjöllun um tillöguna fyrir
áætlað þinghlé 16. maí.
„Menn eru að vinna sig í átt að
ákveðinni niðurstöðu og svo verður
að koma í ljós hvort það tekst,“ segir
Birgir.
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingarinnar, segir að ef það
eigi að semja um þinglok verði að
leggja slitatillöguna til hliðar á yfir-
standandi þingi. „Það verður svo að
ná sátt um aðkomu þjóðarinnar að
málinu,“ segir Árni Páll.
Guðmundur Steingrímsson, for-
maður Bjartrar framtíðar, segir að
hans flokkur sé ekki mikið fyrir að
tefja mál.
Hann segir ESB-málið þó það
stórt og umdeilt að það væri rugl að
taka það út úr nefndinni.
„Slit á viðræðum við ESB eru
algerlega út í hött og um það fjallar
tillagan. Það er því rétt að svæfa
hana í utanríkismálanefnd. Við
verðum að fá loforð fyrir því að til-
lagan verði ekki borin fram aftur í
haust,“ segir Guðmundur.
Hann segir að það eigi að nota
sumarið til að ná sáttum um
málið, það sé vel hægt, til dæmis á
grundvelli þess sem kemur fram í
stjórnar sáttmálanum.
Katrín Jakobsdóttir, for maður
Vinstri grænna, tekur undir að
það verði að ná sátt um afdrif til-
lögunnar og málsmeðferð ef það eigi
að semja um þinglok. Í her búðum
VG minna menn á að flokkurinn
hafi lagt fram þings ályktunar-
tillögu til sátta í málinu.
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins,
segir það rétt að ekki verði samið
um þinglok nema endanlegar lyktir
fáist í ESB-málið.
Hún segir að að hennar mati eigi
utanríkismálanefnd þingsins að
halda áfram umfjöllun um þings-
ályktunartillöguna í sumar og vinna
úr þeim umsögnum sem borist hafa.
johanna@frettabladid.is
ESB-tillagan þvælist
fyrir þinglokum
Stjórnarandstaðan er einhuga um að ekki verði samið um þinglok nema sam-
komulag takist um afdrif ESB-slitatillögunnar. Þingflokksformaður Framsóknar
telur best að málið verði unnið áfram í sumar innan utanríkismálanefndar.
ÞINGLOK Stjórnarandstaðan segir ekki koma til greina að semja um þinglok nema
sátt takist um afdrif ESB-slitatillögu utanríkisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
BIRGIR
ÁRMANNSSON
Það
verður að ná
sátt um
aðkomu
þjóðarinnar
að málinu.
Árni Páll Árnason,
formaður Samfylkingarinnar.
Við
verðum að fá
loforð fyrir
því að tillagan
verði ekki
borin fram
aftur í haust.
Guðmundur Steingrímsson,
formaður Bjartrar framtíðar.
STJÓRNMÁL Píratar í Reykjavík ætla að setja stefnu-
mál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar inn á
vefinn Betri Reykjavík til að vita hvaða hlutar stefn-
unnar hljóta mestan hljómgrunn meðal kjósenda.
Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, segir að
með þessum hætti vilji Píratar nálgast kjós endur
betur. „Það yrði töluverð þátttaka í þessu en við
gerum okkur grein fyrir því að það er alltaf bara
ákveðinn hluti kjósenda sem tekur þátt.“
Stefna Pírata snýr að miklu leyti að bættri þjón-
ustu við börn og vilja Píratar sérstaklega auka
aðgengi barna að hestamennsku. „Við erum ekki að
tala um að flytja Skagafjörð suður. Hestanámskeið
eru rosalega dýr fyrir börn og þetta snýst aðallega
um fjárhagslega þáttinn og að efla aðgengi fyrir
alla,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, sem skipar annað
sæti listans.
Oddviti Pírata er bjartsýnn á að fylgi þeirra muni
aukast á næstu vikum. „Við höfum aldrei mælst með
minna fylgi en svo að við náum einum manni, stefnan
er að ná tveimur eða þremur og við erum sannfærð
um að við getum náð það langt með góðri, málefna-
legri og skemmtilegri baráttu,“ segir Halldór. - ssb
Píratar í Reykjavík gefa ekki upp með hverjum þeir vilja mynda meirihluta:
Ætla að ná þremur mönnum inn
STEFNUMÁLIN KYNNT Píratar leggja áherslu á börn og þjóðar-
atkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJARADEILUR „Það er eftir að
ræða launaliðinn. Það er verið
að skoða grundvöll fyrir nýju
vinnumati fyrir grunnskólakenn-
ara og í því sambandi er meðal
annars horft til kjarasamnings
framhaldsskólakennara,“ segir
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara.
Hann segir samningagerðina
þokast áfram. Samninganefndir
grunnskólakennara og sveitar-
félaganna hittast nú nánast dag-
lega.
Grunnskólakennarar hafa
boðað þrjú eins dags verkföll í
þessum mánuði, það fyrsta er
þann 15. og svo á vikufresti út
mánuðinn.
Ólafur segir að grunnskóla-
kennarar haldi kröfum sínum
til streitu um
að laun þeirra
verði leiðrétt
til samræmis
við þær stéttir
sem þeir miða
sig við.
Þ a ð e r u
háskólamennt-
aði r sta rfs -
menn ríkisins
og framhalds-
skólakennarar.
Þeir síðasttöldu sömdu um allt
að 29 prósenta hækkun launa
á samningstímanum og grunn-
skólakennarar telja að þeir eigi
að fá álíka hækkanir. Þeir benda
á að menntun framhaldsskóla-
kennara og grunnskólakennara
sé orðin áþekk. - jme
ÓLAFUR
LOFTSSON
Stöðug fundarhöld í deilu kennara og sveitarfélaganna:
Ekki búið að ræða launaliðinn
VEISTU SVARIÐ?