Fréttablaðið - 08.05.2014, Page 10

Fréttablaðið - 08.05.2014, Page 10
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 BÖRN Á GASASTRÖND Palestínsk börn í Kan Júnis-flóttamannabúðunum fylgjast með fjöldafundi sem haldinn var til að minnast þess að 66 ár eru liðin frá því „Nakba“, eða hörmungar Palestínumanna, hófust eftir að Ísraelsríki var stofnað. MATARAÐSTOÐ Í AFGANISTAN Íbúar þorpsins Abi Barik, sem grófst að stórum hluta undir aurskriðum í lok síðustu viku, ná sér í hrísgrjón frá hjálparstofnun. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein til að útvega íbúunum brýnustu nauðsynjar. BLUNDAÐ Í KÍNA Ökumenn hjólavagna í Peking notuðu tækifærið á meðan þeir biðu eftir næstu viðskiptavinum til þess að fá sér kríu. MYNDIR/AP HERÆFING Í MOSKVU Rússneski herinn gerði sig breiðan á Rauða torginu í gær, þegar efnt var til æfingar fyrir hersýninguna á morgun í tilefni sigurs rússneska hersins á nasistum árið 1945. ÁSTAND HEIMSINS 1 KOSNINGAR Á INDLANDI Helgir menn bíða á kjörstað í Haridwar eftir því að geta greitt atkvæði í þingkosningunum. Kjósendur á Indlandi eru meira en 800 þúsund talsins, þannig að dreifa þurfti kosningunum á níu umferðir. Sú fyrsta hófst 7. apríl en þeirri síðustu lýkur á mánudaginn kemur. Úrslita er að vænta í næstu viku. 1 4 4 2 2 5 5 3 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.