Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 12
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Sökkuldúkur, raka- varnarplast og þéttiefni á frábæru verði Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Raka- og vatnsþéttiefnin frá Múrbúðinni eru vottuð hágæða vara á sérlega hagstæðu verði. Rakaþolplast 100m2 kr. 9.990 Framleiðsluaukning á laxi og regnbogasilungi í Berufirði og Fáskrúðsfirði Tillaga að matsáætlun (drög) Fiskeldi Austfjarða hf. auglýsir drög að tillögu að matsáætlun um framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum samkvæmt reglugerð nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Um er að ræða allt að 13.000 tonna aukningu á framleiðslu í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Tilkynnt er um drögin í blöðunum Austurglugginn og Fréttablaðinu þann 8.maí 2014. Almenningi er gefinn kostur á að kynna sér drögin á heimasíðunni www.icefishfarm.is og gera athugasemdir við þau til og með 22. maí 2014. Athugasemdir sendist á netfangið tt@icefishfarm.com eða í pósti: Fiskeldi Austfjarða hf Varðan 1 765 Djúpivogur SUÐUR-AFRÍKA, AP Fyrir tuttugu árum vann Afríska þjóðar ráðið, ANC, yfirburðasigur í fyrstu þingkosningum landsins eftir fall aðskilnaðarstjórnar hvíta minni- hlutans. ANC hefur æ síðan verið öflug- asti stjórnmálaflokkur landsins, en hafði fram að því áratugum saman barist gegn aðskilnaðarstefnunni. Fastlega er reiknað með því að flokkurinn hafi, rétt eins og í öllum öðrum þingkosningum frá árinu 1994, fengið ríflega sextíu prósent atkvæða í kosningunum í gær. Þó bentu skoðanakannanir til þess að flokkurinn myndi nú í fyrsta sinn missa aukinn meirihluta sinn á þingi. Hann fengi sem sagt ekki þrjá af hverjum fjórum þing mönnum í þetta skiptið. Vaxandi gagnrýni hefur gætt í Suður-Afríku á þessa yfirburða- stöðu ANC, sem sögð er vera óholl fyrir lýðræði í landinu. Enginn flokkur hefur getað veitt ANC neina samkeppni svo heitið geti. Lýðræðisbandalagið, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, kemst þó næst því og var spáð ríflega fimmt- ungi atkvæða, en aðrir flokkar virt- ust ætla að halda sig innan við fimm prósentin. Ákveðin tímamót urðu einnig í gær að því leyti að ungt fólk, sem fætt er eftir að aðskilnaðarstefnan féll, var nú að taka þátt í kosning- um í fyrsta sinn. Stjórnvöld hvöttu kjósendur, sérstaklega þá sem nú voru að kjósa í fyrsta sinn, til að taka daginn snemma þar sem búast mætti við að langar biðraðir mynd- uðust þegar líða tæki á daginn. Desmond Tutu, sem var erki- biskup landsins þegar aðskilnaðar- stefnan leið undir lok, sagði að íbúar Suður-Afríku ættu að vera þakk- látir fyrir að geta kosið sér þing með friðsamlegum hætti. „Ég er að hugsa um Úkraínu. Ég er að hugsa um Suður-Súdan, allt það sem er að gerast þar,“ sagði hann og minntist þeirrar erfiðu baráttu gegn hvítu minnihlutastjórninni sem á endan- um lauk með sigri lýðræðis. „Fólk var sett í fangelsi. Fólk þjáðist. Þannig að við megum ekki kasta því á glæ. Við verðum að muna það áfram að við fengum þetta við afar dýru verði.“ Ekki er búist við að úrslit liggi fyrir fyrr en á laugardag, þótt fyrstu tölur hafi verið væntanlegar í gærkvöld. gudsteinn@frettabladid.is Fátt ógnar stöðu ANC í Suður-Afríku Desmond Tutu segir þjóðina eiga að vera þakkláta fyrir lýðræðið, sem fékkst með áratugalangri og erfiðri baráttu. Í þingkosningunum í gær, þeim fimmtu frá árinu 1994, tók í fyrsta sinn þátt heil kynslóð fædd eftir fall aðskilnaðarstefnunnar. Fólk var sett í fangelsi. Fólk þjáðist. Þannig að við megum ekki kasta því á glæ. Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup. BIÐRÖÐ Löng biðröð myndaðist við kjörstað í bænum Marikana, þar sem sumir þurftu að bíða í röðinni í allt að fjórar klukku- stundir. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL „Það getur farið svo að það tefjist um einhverja daga, viku eða svo, að fólk geti sótt um skuldaleiðréttingar. Það breytir hins vegar engu um að niðurstöður aðgerðanna munu liggja fyrir eftir fyrsta september,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellinga ríkistjórnar- innar. Ríkisskattstjóri telur ekki raun- hæft að hægt verði að sækja um leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðis lánum þann 15. maí. For maður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis er þessu ósam- mála. Ríkisskattstjóri segir í umsögn um frumvarp til leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána að í því sé miðað við að leiðréttingin taki til fasteignaveðlána heimila. Hugtakið heimili sé hins vegar vandmeðfarið þar sem lagalega skilgreiningu skorti á því. Þá segir enn fremur að frum- varpið geri ráð fyrir að unnt verði að sækja um leiðréttingu frá og með 15. maí 2014. Ríkisskattstjóri telur að gildistaka frumvarpsins þarfn- ist endurskoðunar í ljósi þess hve nálægt er komið þeirri dagsetningu. Ætla megi að umfjöllun Alþingis taki nokkurn tíma og því umrædd dagsetning ekki lengur raunhæf. Frosti Sigurjónsson, for maður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að frumvarpið verði afgreitt úr nefndinni á föstudag. Umfjöllun um það sé á áætlun. „Þegar frumvarpið hefur verið afgreitt frá nefndinni liggja fyrir allar breytingar sem gerðar verða á því. Það skiptir því ekki öllu máli hversu langan tíma umræður um frumvarpið taka á þingi,“ segir Frosti. Ríkisskattstjóri hafi því nægan tíma til að undirbúa málið. „Við gerum okkar, hann gerir sitt,“ segir Frosti og er sann- færður um að það verði hægt að sækja um skuldaleiðréttingu 15. maí næstkomandi. - jme Vikutöf á að hægt verði að sækja um leiðréttingu: Töfin breytir engu um niðurstöðuna „Þegar frumvarpið hefur verið afgreitt frá nefndinni liggja fyrir allar breyt- ingar sem gerðar verða á því. Það skiptir því ekki öllu máli hversu langan tíma umræður um frum- varpið taka á þingi. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.