Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 18
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18
„Þetta mál er búið að vera í þessum
dæmalausa tómagangi og áhuga-
leysi ríkisstjórnar og þingnefndar
að ljúka þessu máli er eftirtektar-
vert,“ segir Gylfi Arnbjörnsson,
forseti Alþýðusambands Íslands
(ASÍ).
Gylfi gagnrýnir að frumvarp
fjármálaráð-
herra sem á að
lækka gjöld á
áfengi, tóbak
og eldsneyti
hefur ekki enn
verið afgreitt á
Alþingi. Ríkis-
stjórnin samdi
við aðila vinnu-
markaðarins
um lækkanirnar við gerð kjara-
samninga í desember. Þá hafði
verið tilkynnt um þriggja pró-
senta hækkun á gjöldunum frá
ára mótum en í frumvarpinu
hækka þau einungis um tvö pró-
sent. Breytingarnar áttu upphaf-
lega að taka gildi 1. febrúar en
málið hefur tafist og nú er stefnt
að gildistöku 1. júní næstkomandi.
„Þetta hefur tekið fleiri fleiri
mánuði og þessi
seinkun er að
r ý ra þess a r
aðgerðir veru-
lega því það
gefur augaleið
að almenning-
ur í landinu er
ekki enn farin
að njóta lægri
gja lda . Hins
vegar var það okkar tillaga í upp-
hafi að nota þessa fjármuni til að
lækka gjaldtöku í heilbrigðiskerf-
inu sem er farin að taka út yfir
allan þjófabálk,“ segir Gylfi.
Gjöld á áfengi og bensín
lækka of lítið og of seint
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýnir seinagang við afgreiðslu frumvarps um gjaldskrárlækkanir. Pétur H.
Blöndal alþingismaður segir gjöldin ekki lækka nógu mikið. Frumvarpið verði afgreitt fyrir þinglok.
Í ÁTVR Áfengis- og tóbaksgjöld lækka um eitt prósent í frumvarpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
PÉTUR H.
BLÖNDAL
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
Rekstrarvörur
- vinna með þér
1 króna 89 aurar
Verð á einum 0,5 l.
bjór sem er 5 prósent
að styrkleika mun
lækka um eina krónu.
Verð á einum lítra af
bensíni mun lækka um
0,89 krónur.
Pétur H. Blöndal, alþingis maður
og framsögumaður meirihluta
efnahags- og viðskiptanefndar í
málinu, segist viss um að frum-
varpið verði afgreitt fyrir þing-
lok 16. maí. Hann segir málið hafa
fengið of langa umfjöllun í þinginu
miðað við umfang aðgerðanna.
„Ég er alltaf sammála öllum
skattalækkunum. Hins vegar er ég
með efasemdir um hvað þetta er lítið
því ef þetta á að virka þarf að lækka
gjöld talsvert svo þau hafi áhrif á
verðlag. En þetta er hluti af kjara-
samningum og sumir aðilar vinnu-
markaðarins líta stíft á svona smá-
skammtalækningar,“ segir Pétur.
Hann bætir við að verðbólga hér á
landi hafi verið undir 2,5 prósentum
frá áramótum þó að til gjaldskrár-
lækkananna hafi ekki komið.
Pétur segir aðgerðirnar koma
til með að lækka skatta um tvö til
þrjú hundruð milljónir króna. Erf-
itt verði að fylgjast með því hvort
lækkanirnar skili sér út í verðlagið.
„Það er ekki nokkur lifandi
vegur að fylgjast með því. Þú ert
með frjálsa álagningu til dæmis
á bensíni og þegar menn fá tilboð
um afslátt af bensíni upp á tíkall
á lítra þá hverfur þetta gjörsam-
lega.“ haraldur@frettabladid.is
Áfrýjunarnefnd neytendamála
hefur staðfest 150 þúsund króna
sekt sem Neytendastofa lagði á eig-
anda verslunarinnar Buy.is.
Neytendastofa lagði stjórnvalds-
sekt á eiganda verslunarinnar
fyrir ósanngjörn ummæli gagnvart
iStore og eiganda hennar. Um mælin
voru talin ómálefnaleg og til þess
fallin að kasta rýrð á iStore og hafa
þannig áhrif á ákvörðun neytenda
um að hafa viðskipti.
Í frétt á vef Neytendastofu segir
að um endurtekin brot hafi verið að
ræða. Eigandi Buy.is kærði ákvörð-
unina til áfrýjunarnefndarinnar og
krafðist þess að sektin yrði felld úr
gildi. - hg
Neytendastofa sektaði fyrir ósanngjörn ummæli:
Sekt á Buy.is staðfest
HÖFÐABORG Neytendastofa er til húsa við Borgartún í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Fyrstu fjóra mánuði ársins
bárust Neytendasamtökunum
alls 2.796 erindi. „Er það töluverð
aukning miðað við fyrra ár og
má reikna með að heildarfjöldi
erinda verði um 8.500 á árinu ef
fer sem horfir,“ segir á vef sam-
takanna.
Fram kemur á síðu samtakanna
að flest erindin, nærri þriðjungur
eða 897, hafi verið vegna vöru-
kaupa. Rúmur fjórðungur erinda
var svo vegna þjónustukaupa, 22
prósent erinda voru almenns eðlis
og fimmtungur vegna húsaleigu.
Þá kemur fram að Evrópska
neytendaaðstoðin – ECC Ísland
hafi það sem af er ári annast
milligöngu í 15 deilumálum
milli seljenda og neytenda. Þá
hafa aðstoðinni borist tæplega
30 annars konar erindi. „Er það
nokkur fjölgun frá fyrri árum, en
í flestum tilvikum er um að ræða
deilur vegna leigu á bílaleigu-
bílum eða vegna seinkunar eða
aflýsingar á flugi.“
Leigjendaaðstoðin fékk svo 582
erindi fyrstu fjóra mánuði ársins.
Það er líka sögð töluverð fjölgun
miðað við fyrri ár. - óká
Neytendamálum fjölgar:
Hafa fengið
2.796 erindi
Í VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI Þriðjungur
mála sem Neytendasamtökunum berast
er vegna vörukaupa og rúmur fjórðungur
vegna kaupa á þjónustu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Átakið Hjólað í vinnuna hófst í
gærmorgun í tólfta sinn. Þátt-
takendum var boðið að hjóla við í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum,
þiggja bakkelsi og hlusta á stutt og
hressileg hvatningarávörp.
Íþrótta- og ólympíusamband
Íslands stendur fyrir Hjólað í
vinnuna, heilbrigðri vinnustaða-
keppni um allt land, dagana 7.-27.
maí. Meginmarkmiðið er sagt að
vekja athygli á virkum ferðamáta
sem heilsusamlegum, umhverfis-
vænum og hagkvæmum. - fb
Hjólað í vinnuna í tólfta sinn:
Hjólreiðar hafa
aukist til muna
HVERNIG HAFA
LÆKKANIRNAR
ÁHRIF Á VÖRU-
VERÐ?
BJÓR BENSÍN
Bestu kaup Guðmundar Steingrímssonar alþingis-
manns eru svört ítölsk kaffivél af gerðinni Delonghi
Magnifica.
„Ég keypti hana á Suðurlandsbraut og kaffið er
alveg ótrúlega gott,“ segir Guðmundur ánægður.
„Maður hlakkar til að vakna á morgnana og fá sér
kaffibolla. Þetta er náttúrlega besti kaffibolli dagsins
og sameiginlegt tilhlökkunarefni okkar hjóna. Við fjár-
festum í þessu eftir mikla umhugsun og sjáum ekki
eftir því. Við ákváðum að gefa hvort öðru ekki jólagjöf
sem kostaði neitt og kaupa frekar kaffivél.“
Guðmundur segir verstu kaupin einnig hafa verið
sín fyrstu kaup.
„Það var þegar ég ákvað barnungur að kaupa
jólagjöf handa foreldrum mínum í fyrsta skipti. Mér
fannst svona eiturgrænt símaborð úr plasti
fyrir síma og penna alveg ógeðslega flott og ég
fór sérstaklega í verslunina Magasín í Kópavogi
til að kaupa þetta. Ég gaf foreldrum mínum
þetta í mikilli einlægni en svo skömmu eftir
jólin hvarf þetta borð og ég sá það aldrei aftur.
Með árunum hef ég verið að fatta hvað þetta var
óskaplega ósmekklegt símaborð.“
- hg
NEYTANDINN Guðmundur Steingrímsson
Ítölsk kaffivél bestu kaup Guðmundar
GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON
Barnungur brenndi Guðmundur
Steingrímsson, formaður Bjartrar
framtíðar, sig á eiturgrænu síma-
borði úr plasti.