Fréttablaðið - 08.05.2014, Síða 22
8. maí 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871 Það er ekki alltaf sem hlutir eins og árs-
reikningar vekja bros eða tilfinningar,
eins og stolt. En nú er ég bæði ánægður og
stoltur. Uppskera erfiðis síðustu ára birt-
ist skýrt í ársuppgjöri borgarinnar fyrir
árið 2013, svokölluðum ársreikningi.
Afgangur af heildarrekstrinum er
jákvæður um 8,4 milljarða króna. Allir
hlutar rekstrarins skila jákvæðri niður-
stöðu og öll helstu fyrirtæki í eigu borgar-
innar. Allar áætlanir standast – og raunar
vel það. Það er til marks um trausta fjár-
málastjórn í öllum einingum. Það segir
einnig mikla sögu að aldrei hafa skuldir
verið lækkaðar jafn mikið á einu ári í
sögu borgarinnar eða um 35 milljarða
króna.
Einn mikilvægasti þátturinn í þessari
góðu niðurstöðu er björgunaráætlunin
í fjármálum Orkuveitunnar, sem kölluð
hefur verið Planið. Hún hefur gengið eftir.
Það skiptir miklu máli því Orkuveitan
þarf að standa undir gríðarstórum afborg-
unum af lánum. Starfsfólk og stjórnendur
eiga heiður skilinn fyrir góðan árangur í
erfiðu verkefni.
Samanburður á gjaldskrám og skött-
um sýnir að það er hagstæðast fyrir fjöl-
skyldur að búa í Reykjavík. Hér er lægst
hlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði
og lægstar gjaldskrár í leik- og grunn-
skólum. Það er mjög mikilvægt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförn-
um dögum lagt áherslu á skuldir borgar-
sjóðs sem hafi hækkað um 16 milljarða á
síðustu þremur árum. Þá líta þeir fram hjá
heildarmyndinni og Orkuveitunni. Mikil-
vægi Orkuveitunnar í heildinni sést þó ein-
mitt vel á því að 12 af þessum 16 milljörðum
sem borgarsjóður tók að láni fór í neyðar-
lán borgarsjóðs til Orkuveitunnar. Þegar
heildin er skoðuð hafa skuldir lækkað á
hverju ári í tíð núverandi meirihluta.
Borgin hefur engu að síður haldið uppi
framkvæmdastigi með fjárfestingum frá
2010 og aukið atvinnu með margvíslegum
leiðum. Þetta hefur unnið gegn hækkun
útgjalda vegna fjárhagsaðstoðar, skapað
vöxt í atvinnulífinu og tekjur fyrir borgar-
sjóð, þótt þetta stórátak hafi líka kostað.
Staðan sem birtist í ársreikningum
borgarinnar er uppskera borgarstjórnar-
meirihluta sem tók við Orkuveitu Reykja-
víkur á hliðinni. Þar var 50 milljarða
gat í rekstrinum. Hjá borgarsjóði var 5
milljarða gat staðreynd. Nú eru fjármálin
í lagi, gjaldskrár og álögur eru lágar og
skuldir lækka. Það er mikilvægt að borg-
inni verði áfram stjórnað af sömu yfir-
vegun, ábyrgð og festu.
Góðar fréttir af fjármálum
FJÁRMÁL
Dagur B.
Eggertsson
borgarstjóraefni
Samfylkingarinnar
meiri orku
Orkulausnir
henta þeim sem glíma við orkuleysi, þrekleysi,
verki eða svefnvanda. Hentar vel þeim sem
vilja byggja upp orku vegna vefjagigtar eða
eftir veikindi.
Þ
orkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtaks-
sjóðs Íslands, skrifaði merkilega grein í síðasta tölublað
Vísbendingar, sem sagt var frá í Markaðnum, fylgiriti
Fréttablaðsins, í gær.
Þorkell segir meðal annars að krónan sé ótrúverðugur
gjaldmiðill sem sé of hátt skráður og haldið uppi með höftum.
„Íslenska krónan getur ekki orðið framtíðargjaldmiðill og því
þurfa stjórnvöld að leggja fram trúverðuga efnahagsstefnu
hvernig og hvenær hætta megi notkun minnsta gjaldmiðils í
heimi,“ skrifar Þorkell.
Hann segir enga framtíðarsýn
hjá stjórnvöldum í efnahags-
málum sem geti aukið traust á
krónunni. „Gjaldeyrishöft þjóðar
eru svipuð staða og fyrirtækis
sem er í greiðslustöðvun. Allir
bíða eftir aðgerðum og fram-
tíðarstefnu. Þjóðin er í raun í
greiðslustöðvun hvað varðar samskipti við útlönd. Íbúum líður
fyrst í stað vel, en þegar fólk áttar sig á því að greiðslugeta sé
takmörkuð, hvort sem er í fyrirtæki eða þjóðfélagi, eykst óróleiki
og vantrú á yfirstjórn, ef ekkert er að gert. Þannig líður sífellt
fleirum í dag.“
Þorkell talar eflaust fyrir munn margra í viðskiptalífinu, sem
botna ekkert í því á hvaða vegferð ríkisstjórnin er við stjórn
efnahagsmálanna. Æ fleiri komast að þeirri niðurstöðu að krónan
sé ónothæft fyrirbæri. Gjaldeyrishöftin eru mörgum fyrirtækjum
gríðarlega óþægur ljár í þúfu.
Í Markaðnum í gær var líka grein eftir Brynhildi S. Björns-
dóttur, framkvæmdastjóra hjá Hagsýn, sem lýsti erfiðleikunum
við framkvæmd gjaldeyrishaftanna, ekki sízt fyrir lítil sprota-
fyrirtæki. Hún tók meðal annars dæmið af Skema, fyrirtæki sem
vakið hefur mikla athygli og þurfti að stofna dótturfélag í Banda-
ríkjunum. Til þess þurfti að millifæra 75 dollara og sextíu sent
inn á reikning í Bandaríkjunum. Ferlið tók Skema átta mánuði og
lögfræðikostnaðurinn var milljón.
Enda segir Þorkell Sigurlaugsson að þrátt fyrir að nýsköpun
sé alltaf lausnarorðið, nái ekki margir sprotar að komast á öflugt
vaxtarstig. Mörg litlu sprotafyrirtækjanna geti ákveðið að færa
sig og vaxa og blómstra erlendis, en ekki í þeim jarðvegi sem
býðst á Íslandi.
Þessi fyrirtæki fá engin svör um það hvort eða hvenær gjald-
eyrishöftum verði aflétt, hvað þá um hvort þau megi gera ráð
fyrir að Ísland taki upp nothæfan gjaldmiðil. „Hér þarf öfluga
stefnu til vaxtar og stuðnings við þessa starfsemi. Það verður
erfitt með þjóð í greiðslustöðvun,“ segir Þorkell.
Hann kallar eftir því að ríkisstjórnin noti sumarið til að móta
öfluga og trúverðuga efnahagsstefnu. „Ef það gerist ekki verða
aðrir að taka við keflinu,“ skrifar formaður Framtakssjóðsins.
Margir aðrir í atvinnulífinu eru steinhissa á að ríkisstjórnin
hafi lagt jafnmikið á sig við að útiloka eina raunhæfa kostinn
á upptöku nýs gjaldmiðils og raunverulegs afnáms gjaldeyris-
haftanna á næstu árum, með því að leggja til að aðildarviðræð-
unum við Evrópusambandið verði slitið. Eða mun stjórnin vinna
jafnötullega að því að í sumar komi fram önnur og trúverðugri
framtíðaráætlun? Það virðist ákveðin bjartsýni að gera ráð fyrir
því.
Hvar er trúverðuga efnahagsstefnan?
Þjóð í
greiðslustöðvun
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Brennivínsdeildin
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna, er allt annað en
ánægður með frumvarp ríkisstjórnar-
innar til laga um gjaldskrárlækkanir og
fleira, þá sér í lagi lækkun á áfengis-
og tóbaksgjöldum. Ögmundur ræddi
málið á þriðjudagskvöld á
Alþingi þar sem hann velti því
fyrir sér hvort málið verð-
skuldaði þá umræðu sem það
hefði fengið á þinginu, sér í
lagi ef áhrif þess væru mæld
í krónum og aurum, sem væru
takmörkuð. Hann velti því
einnig upp hvers vegna
ríkisstjórnin veldi þessa
vöru til að lækka gjöldin
á og gaf sér að það væri
vegna þess að brenni-
vínsdeild Sjálfstæðis-
flokksins hefði sent alþingismönnum
sennilega upp undir þúsund pósta til
að hvetja til lækkunar á áfengi.
Eurovision-fordómar
Borgarstjórn Reykjavíkur deildi hart
um áhorf á Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva á kvöldfundi í
Ráðhúsinu á þriðjudag. Jón
Gnarr borgarstjóri vildi að
hlé yrði gert á fundinum
til að horfa á Pollapönk
stíga á svið en Júlíus Vífill
Ingvarsson, oddviti sjálf-
stæðismanna, vildi
ekki
slíta fundi. Jón sagði að um vináttu-
leysi gagnvart Óttari Proppé, Polla-
pönkara, þingmanni og fyrrverandi
borgarfulltrúa, væri að ræða. Júlíus
sagði hins vegar borgarbúa virta að
vettugi og setta í annað sæti á eftir
söngvakeppninni.
Önnur stemning
Þingmenn voru hins vegar í
öllu vinalegri stemningu á
kvöldfundinum í þinghúsinu.
Þar tók Einar K. Guðfinnsson,
forseti Alþingis og sjálfstæðis-
maður, söngvakeppnimálið sér-
staklega upp í forsetastóli og
óskaði Óttari Proppé,
kollega sínum, til ham-
ingju með árangurinn
fyrir hönd þingsins.
fanney@frettabladid.is